Í forgangi að ryðja Þjóðveg 1 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2019 13:20 Björgunarsveitarfólk úr Hjálparsveit Skáta í Kópavogi á ferðinni á leiðinni norður í landi í nótt. @hjalparsveitskataikopavogi Verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki segir í forgangi að opna fyrir umferð um Þjóðveg 1 og helstu stofnbrautir í grennd. Í framhaldinu verður farið í að ryðja vegi upp til sveita svo börn komist í skólann. „Staðan er þokkalega miðað við aðstæður. Þetta er erfiður snjór. Við höfum verið að moka frá því klukkan fimm í morgun. Það fóru tæki í nótt á móti Landsnetsmönnum í Langadalinn að moka snjóflóðinu yfir brekkuna. Gátum reddað þeim yfir í nótt,“ segir Víglundur Rúnar Pétursson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki. „Þetta er allt að koma en það verður ekki hægt að opna í fullri breidd alveg í hvelli. En þetta verður fært, svona þæfingsfæri. Það er verið að stinga í gegn í Vatnsskarðinu svo það verður hægt að opna fyrir umferð þar á næsta klukkutíma,“ sagði Víglundur á tólfta tímanum. Hann segir frostið hafa áhrif. „Já, það hefur áhrif. Það er svo mikil bleyta í þessum snjó að við erum að reyna að moka eins mikið af honum og hægt er á meðan ekki frystir. Það verður erfiðara en þetta er bara vinna.“ Mörg tæki Vegagerðarinnar eru úti í notkun vegna snjósins. „Já, það er fullt af tækjum. Ætli þetta séu ekki tíu tæki í heildina eins og er og mun bætast í þegar líður á daginn. Það á eftir að moka upp til sveita fyrir skólabíla og mjólkurbíla. En forgangsröðin er að koma þjóðvegi 1 og þessum stofnbrautum í gagnið svo það verði fært fyrir bíla.“ Símtöl berast til Vegagerðarinnar vegna færðarinnar. „Já, það er aðallega út af skólamálum að það er hringt og opnað upp til sveita. En ég hef ekki heyrt mikla óþolinmæði hjá almennum vegfarendum. Það eru fáir á ferli og gera sér grein fyrir að þetta er ekki auðvelt verk.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Skagafjörður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki segir í forgangi að opna fyrir umferð um Þjóðveg 1 og helstu stofnbrautir í grennd. Í framhaldinu verður farið í að ryðja vegi upp til sveita svo börn komist í skólann. „Staðan er þokkalega miðað við aðstæður. Þetta er erfiður snjór. Við höfum verið að moka frá því klukkan fimm í morgun. Það fóru tæki í nótt á móti Landsnetsmönnum í Langadalinn að moka snjóflóðinu yfir brekkuna. Gátum reddað þeim yfir í nótt,“ segir Víglundur Rúnar Pétursson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki. „Þetta er allt að koma en það verður ekki hægt að opna í fullri breidd alveg í hvelli. En þetta verður fært, svona þæfingsfæri. Það er verið að stinga í gegn í Vatnsskarðinu svo það verður hægt að opna fyrir umferð þar á næsta klukkutíma,“ sagði Víglundur á tólfta tímanum. Hann segir frostið hafa áhrif. „Já, það hefur áhrif. Það er svo mikil bleyta í þessum snjó að við erum að reyna að moka eins mikið af honum og hægt er á meðan ekki frystir. Það verður erfiðara en þetta er bara vinna.“ Mörg tæki Vegagerðarinnar eru úti í notkun vegna snjósins. „Já, það er fullt af tækjum. Ætli þetta séu ekki tíu tæki í heildina eins og er og mun bætast í þegar líður á daginn. Það á eftir að moka upp til sveita fyrir skólabíla og mjólkurbíla. En forgangsröðin er að koma þjóðvegi 1 og þessum stofnbrautum í gagnið svo það verði fært fyrir bíla.“ Símtöl berast til Vegagerðarinnar vegna færðarinnar. „Já, það er aðallega út af skólamálum að það er hringt og opnað upp til sveita. En ég hef ekki heyrt mikla óþolinmæði hjá almennum vegfarendum. Það eru fáir á ferli og gera sér grein fyrir að þetta er ekki auðvelt verk.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Skagafjörður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira