Varðskip veitir Dalvíkingum rafmagn Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. desember 2019 10:32 Varðskipið Þór við landfestar í Reykjavíkurhöfn. Vísir/vilhelm Varðskipið Þór er nú á leið frá Siglufirði til Dalvíkur þar sem til stendur að nýta skipið sem rafstöð fyrir bæinn. Þetta verður í fyrsta sinn sem varðskipið Þór er nýtt sem hreyfanleg aflstöð, að því er fram kemur í yfirlýsingu landhelgisgæslunnar. Þór getur flutt 2MW af rafmagni í land en það er sagt nóg til þess að halda meðalstóru sveitarfélagi gangandi í neyðartilvikum. „Við hönnun skipsins var horft til þess að mögulegt yrði að senda rafmagn í land á afskekktum stöðum vegna rafmagnsleysis. Til þessa hafa rafmagnsdreifingaraðilar og veitufyrirtæki ekki talið unnt að tengjast skipinu fyrr en nú. Sérfræðingur skipatæknisviðs Landhelgisgæslunnar er á leið til Dalvíkur þar sem hann aðstoðar við tenginguna,“ segir í fyrrnefndri yfirlýsingu.Sjá einnig: Enn rafmagnstruflanir á NorðurlandiTilkynnt var um rafmagnleysið í Dalvíkurbyggð í gærmorgun, eftir að Dalvíkurlína brotnaði. Ljóst var frá upphafi að bilunin væri alvarleg og að gera mætti ráð fyrir langvarandi rafmagnsleysi. Þá er einnig rafmagnslaust í Svarfaðardal auk þess sem rafmagnsbilun hefur leikið íbúa Fjallabyggðar grátt. Áhöfnin á Þór hafði einmitt verið að bregðast við útkalli þar, áður en varðskipið var sent til Dalvíkur í morgun. Færanleg aflstöð var flutt frá Ísafirði til Siglufjarðar í nótt og verður einn varðskipsmanna eftir á Siglufirði til að aðstoða við löggæslu. Áætlað er að varðskipið verði komið til rafmagnsveitu á Dalvík upp úr hádegi. Dalvíkurbyggð Landhelgisgæslan Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Enn rafmagnstruflanir á Norðurlandi Hjá Landsneti hafa menn unnið hörðum höndum í alla nótt við að koma lagi á línurnar. 12. desember 2019 07:10 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Varðskipið Þór er nú á leið frá Siglufirði til Dalvíkur þar sem til stendur að nýta skipið sem rafstöð fyrir bæinn. Þetta verður í fyrsta sinn sem varðskipið Þór er nýtt sem hreyfanleg aflstöð, að því er fram kemur í yfirlýsingu landhelgisgæslunnar. Þór getur flutt 2MW af rafmagni í land en það er sagt nóg til þess að halda meðalstóru sveitarfélagi gangandi í neyðartilvikum. „Við hönnun skipsins var horft til þess að mögulegt yrði að senda rafmagn í land á afskekktum stöðum vegna rafmagnsleysis. Til þessa hafa rafmagnsdreifingaraðilar og veitufyrirtæki ekki talið unnt að tengjast skipinu fyrr en nú. Sérfræðingur skipatæknisviðs Landhelgisgæslunnar er á leið til Dalvíkur þar sem hann aðstoðar við tenginguna,“ segir í fyrrnefndri yfirlýsingu.Sjá einnig: Enn rafmagnstruflanir á NorðurlandiTilkynnt var um rafmagnleysið í Dalvíkurbyggð í gærmorgun, eftir að Dalvíkurlína brotnaði. Ljóst var frá upphafi að bilunin væri alvarleg og að gera mætti ráð fyrir langvarandi rafmagnsleysi. Þá er einnig rafmagnslaust í Svarfaðardal auk þess sem rafmagnsbilun hefur leikið íbúa Fjallabyggðar grátt. Áhöfnin á Þór hafði einmitt verið að bregðast við útkalli þar, áður en varðskipið var sent til Dalvíkur í morgun. Færanleg aflstöð var flutt frá Ísafirði til Siglufjarðar í nótt og verður einn varðskipsmanna eftir á Siglufirði til að aðstoða við löggæslu. Áætlað er að varðskipið verði komið til rafmagnsveitu á Dalvík upp úr hádegi.
Dalvíkurbyggð Landhelgisgæslan Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Enn rafmagnstruflanir á Norðurlandi Hjá Landsneti hafa menn unnið hörðum höndum í alla nótt við að koma lagi á línurnar. 12. desember 2019 07:10 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Enn rafmagnstruflanir á Norðurlandi Hjá Landsneti hafa menn unnið hörðum höndum í alla nótt við að koma lagi á línurnar. 12. desember 2019 07:10