Þrjú snjóflóð fundin og væntanlega fleiri fallið Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. desember 2019 13:46 Snjóflóðin þrjú sem komið hafa í ljós í dag. Veðurstofa Íslands Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. „Snjóflóðin hafa fallið í veðrinu og uppgötvuðust í dag þegar fólk var að fara á ferðina. Snjóflóð féll úr Súðarvíkurhlíð á veginn þar og kom í ljós þegar hann var mokaður. Svo féll snjóflóð á hringveginn í Langadal og uppgötvaðist um hádegið þegar björgunarsveitarfólk kom að því,“ segir Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands. Hvorugt flóðanna hafi ógnað byggð. Meðalstór flóð „Þetta eru einu flóðin í veðrinu sem við höfum fengið fregnir af. En við reiknum fastlega með því að fleiri snjóflóð hafi fallið. En það eru fáir á ferli og skyggni hefur verið slæmt. Þegar vegir verða opnaðir og rofar til reiknum við með að sjá töluvert fleiri snjóflóð.“ Svo sé þriðja flóðið skráð sem lítil spýja á Patreksfirði. Það féll í upphafi veðursins. „Þetta eru meðalstór flóð, svona 30-50 metra breið. Eins metra þykk á vegi.“ Flóðin hafi ekki haft áhrif. Óvissustig vegna snjóflóðahættu „Súðurvíkurhlíðin var lokuð vegna veðurs og snjóflóðahættu. Og vegurinn í Langadal var lokaður vegna veðurs eins og flestir vegir á Norðurlandi,“ segir Magni Hreinn. „Það er óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi og það verður áfram í gangi meðan veðrið er að ganga niður. Við höfum verið að fylgjast með aðstæðum í dreifbýlum sérstaklega. Dreifbýlið á Tröllaskaga er það sem við erum að horfa á og svo austan Eyjafjalla.“ Magni Hreinn minnir á að það hafi ekki verið neitt ferðaveður svo fólk ætti ekki að vera á ferð í fjallendi eða undir svona snjóflóðafarvegum. „Ég held að það sé enginn að því.“ Ísafjarðarbær Óveður 10. og 11. desember 2019 Súðavíkurhreppur Veður Vesturbyggð Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. „Snjóflóðin hafa fallið í veðrinu og uppgötvuðust í dag þegar fólk var að fara á ferðina. Snjóflóð féll úr Súðarvíkurhlíð á veginn þar og kom í ljós þegar hann var mokaður. Svo féll snjóflóð á hringveginn í Langadal og uppgötvaðist um hádegið þegar björgunarsveitarfólk kom að því,“ segir Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands. Hvorugt flóðanna hafi ógnað byggð. Meðalstór flóð „Þetta eru einu flóðin í veðrinu sem við höfum fengið fregnir af. En við reiknum fastlega með því að fleiri snjóflóð hafi fallið. En það eru fáir á ferli og skyggni hefur verið slæmt. Þegar vegir verða opnaðir og rofar til reiknum við með að sjá töluvert fleiri snjóflóð.“ Svo sé þriðja flóðið skráð sem lítil spýja á Patreksfirði. Það féll í upphafi veðursins. „Þetta eru meðalstór flóð, svona 30-50 metra breið. Eins metra þykk á vegi.“ Flóðin hafi ekki haft áhrif. Óvissustig vegna snjóflóðahættu „Súðurvíkurhlíðin var lokuð vegna veðurs og snjóflóðahættu. Og vegurinn í Langadal var lokaður vegna veðurs eins og flestir vegir á Norðurlandi,“ segir Magni Hreinn. „Það er óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi og það verður áfram í gangi meðan veðrið er að ganga niður. Við höfum verið að fylgjast með aðstæðum í dreifbýlum sérstaklega. Dreifbýlið á Tröllaskaga er það sem við erum að horfa á og svo austan Eyjafjalla.“ Magni Hreinn minnir á að það hafi ekki verið neitt ferðaveður svo fólk ætti ekki að vera á ferð í fjallendi eða undir svona snjóflóðafarvegum. „Ég held að það sé enginn að því.“
Ísafjarðarbær Óveður 10. og 11. desember 2019 Súðavíkurhreppur Veður Vesturbyggð Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira