Allt á kafi á Akureyri: „Ég ætlaði bara að stökkva út og moka“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2019 13:45 Svona var staðan á Akureyri í dag. Vísir/Tryggvi Páll/Aðsend Það hefur snjóað gríðarlega á Akureyri og nágrenni undanfarinn sólarhring og eru afar fáir á ferli. Það er kannski ekki skrýtið enda fjölmargir sem sitja fastir heima. Þeirra á meðal er Jón Stefán Jónsson, íbúi á Akureyri, sem áttaði sig á því að hann væri ekki að fara fet um leið og hann opnaði útidyrahurðina. Hans beið einfaldlega veggur af snjó. „Ég sá ekki út, það var ekki flóknara en það. Ég ætlaði bara að stökkva út og moka. Bjóst við því að það væri hægt að slá á þetta. Það var aldeilis ekki. Það var hnausþykkur skafl sem mætti mér,“ segir Jón Stefán í samtali við fréttamann sem kíkti í heimsókn í dag.Og engin leið að komast út?„Ég þurfti að koma mér út hinumegin og klofa snjóinn. Ekki það að maður hafi ekki séð svona snjó áður en ekki kannski svona stuttum tíma,“ segir Jón Stefán. Veðrið á Akureyri er bandvitlaust þessa stundina.Vísir/Tryggvi Páll Mjög þungfært er í bænum og hamast snjómokstursmenn við það að halda aðalleiðum opnum, flestar íbúðargötur eru ófærar og ekki möguleiki fyrir Jón Stefán, eins og svo marga íbúa bæjarins að komast í vinnunna. „Nei, ég vinn eins og sést eða sást kannski á úlpunni, hjá Þór og við fengum þau tilmæli frá bænum að loka öllu af því að það er líka þetta með rafmagnið og vatnið, það er af skornum skammti, þannig að við máttum ekki einu sinni fara í vinnu,“ segir Jón Stefán. Hann tók sér því góðan tíma í að moka frá útidyrahurðinni. „Ég var einn og hálfan tíma kannski af því að ég er svona slappur að moka,“ segir hann hlæjandi enda þýðir varla annað en brosa þegar veðrið setur strik í hinn daglega reikning. Allir leik- og grunnskólar bæjarins eru lokaðir og því var öll fjölskyldan heima í góðu yfirlæti þegar fréttamaður óð snjóinn til að kíkja í heimsókn. „Það er bara að njóta vel og ég vona að það geri allir hérna í bænum.“Reiknarðu með að komast aftur út? „Það er góð spurning, verðum við ekki bara að vona það.“ Akureyri Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Senda fimm jeppa norður í land til aðstoðar Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. 11. desember 2019 12:51 Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Það hefur snjóað gríðarlega á Akureyri og nágrenni undanfarinn sólarhring og eru afar fáir á ferli. Það er kannski ekki skrýtið enda fjölmargir sem sitja fastir heima. Þeirra á meðal er Jón Stefán Jónsson, íbúi á Akureyri, sem áttaði sig á því að hann væri ekki að fara fet um leið og hann opnaði útidyrahurðina. Hans beið einfaldlega veggur af snjó. „Ég sá ekki út, það var ekki flóknara en það. Ég ætlaði bara að stökkva út og moka. Bjóst við því að það væri hægt að slá á þetta. Það var aldeilis ekki. Það var hnausþykkur skafl sem mætti mér,“ segir Jón Stefán í samtali við fréttamann sem kíkti í heimsókn í dag.Og engin leið að komast út?„Ég þurfti að koma mér út hinumegin og klofa snjóinn. Ekki það að maður hafi ekki séð svona snjó áður en ekki kannski svona stuttum tíma,“ segir Jón Stefán. Veðrið á Akureyri er bandvitlaust þessa stundina.Vísir/Tryggvi Páll Mjög þungfært er í bænum og hamast snjómokstursmenn við það að halda aðalleiðum opnum, flestar íbúðargötur eru ófærar og ekki möguleiki fyrir Jón Stefán, eins og svo marga íbúa bæjarins að komast í vinnunna. „Nei, ég vinn eins og sést eða sást kannski á úlpunni, hjá Þór og við fengum þau tilmæli frá bænum að loka öllu af því að það er líka þetta með rafmagnið og vatnið, það er af skornum skammti, þannig að við máttum ekki einu sinni fara í vinnu,“ segir Jón Stefán. Hann tók sér því góðan tíma í að moka frá útidyrahurðinni. „Ég var einn og hálfan tíma kannski af því að ég er svona slappur að moka,“ segir hann hlæjandi enda þýðir varla annað en brosa þegar veðrið setur strik í hinn daglega reikning. Allir leik- og grunnskólar bæjarins eru lokaðir og því var öll fjölskyldan heima í góðu yfirlæti þegar fréttamaður óð snjóinn til að kíkja í heimsókn. „Það er bara að njóta vel og ég vona að það geri allir hérna í bænum.“Reiknarðu með að komast aftur út? „Það er góð spurning, verðum við ekki bara að vona það.“
Akureyri Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Senda fimm jeppa norður í land til aðstoðar Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. 11. desember 2019 12:51 Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Senda fimm jeppa norður í land til aðstoðar Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. 11. desember 2019 12:51
Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00
Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15