Eitt versta veður sem Eyjamenn muna eftir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2019 12:50 Mestu tjónin voru á fiskimjölsverksmiðjunni FES en þar fór klæðning af norðurhlið hússins. Tígull Björgunarfélag Vestmannaeyja og lögregla sinntu á annað hundrað útköllum vegna veðursins sem gengur yfir landið. Í Vestmannaeyjum byrjaði að hvessa verulega um kvöldmatarleytið og klukkan 19 var stöðugur vindur kominn í 40 m/s og 52 m/s í hviðum af norðvestri. Vindhraðinn var mikill fram á nótt og fór vind ekki að lægja fyrr en undir morgun. Þetta var mun meiri vindur en spáð hafði verið að sögn lögreglunnar í Eyjum. Lögregla hafði varað við norðvestanáttinni, sem getur verið mjög skæð í Eyjum með sínum hvössu vindstrengjum sem skella á bænum. Íbúar höfðu verið beðnir að fergja allt lauslegt og lýst hafði verið yfir óvissuástandi vegna veðurspárinnar.Mestu tjónin voru á fiskimjölsverksmiðjunni FES en þar fór klæðning af norðurhlið hússins. Miklar skemmdir urðu einnig á skemmu Vinnslustöðvarinnar en þar fléttist dúkklæðning af stálgrindarhúsi. Þá var Eiðinu lokað fyrir allri umferð í gærkvöldi enda lausamunir á ferðinni og aðstæður hættulegar. Mestar fokskemmdir urðu á húsum á Illugagötu. Þar fuku geymsluskúrar, þakklæðningar, girðingar og þakdúkar. Einnig urðu skemmdir á húsum á Flötum, Vestmannabraut, Brekastíg, Boðaslóð og fleiri götum. Rúður brotnuðu er hlutir fuku í þær. Járnplötur og þakdúkar losnuðu af húsþökum og fánastangir brotnuðu. Sendibíll lagðist á hliðina í óveðrinu og smábátar voru nálægt því að sökkva. Hátt var í og læti innan hafnar. Margt annað lauslegt fauk. „Umhugsunarvert er hve víða illa er gengið frá ruslatunnum við hús en töluvert var um að þær væru á ferðinni í óveðrinu en mikil hætta er á að þær geti fokið í rúður og bíla og valdið tjóni,“ segir í skýrslu lögreglunnar í Eyjum. Lögreglan þakkar Björgunarfélagi Vestmannaeyja fyrir vel unnin störf. „Það sannast enn og aftur hve öflugt lið við eigum í BV. Um 30 björgunarfélagsmenn, ásamt öðrum aðstoðarmönnum unnu sleitulaust frá því fyrir kvöldmat og fram á morgun við að aðstoða fólk en kallað var eftir aðstoð kranabíls og smiðs til að byrgja glugga og fergja hluti sem voru að fjúka.“ Er það mat lögreglu að fárviðri þetta sé eitt versta veður sem menn muni eftir í Vestmannaeyjum. Vindátt úr norðvestri sé Eyjamönnum afar erfið. „Engin slys urðu á fólki vegna veðursins sem er helst því að þakka að fólk hélt sig innandyra og þá voru félagar björgunarfélagsins vel búnir. Enn er bálhvasst í Eyjum og verður fram eftir degi.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Vestmannaeyjar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Björgunarfélag Vestmannaeyja og lögregla sinntu á annað hundrað útköllum vegna veðursins sem gengur yfir landið. Í Vestmannaeyjum byrjaði að hvessa verulega um kvöldmatarleytið og klukkan 19 var stöðugur vindur kominn í 40 m/s og 52 m/s í hviðum af norðvestri. Vindhraðinn var mikill fram á nótt og fór vind ekki að lægja fyrr en undir morgun. Þetta var mun meiri vindur en spáð hafði verið að sögn lögreglunnar í Eyjum. Lögregla hafði varað við norðvestanáttinni, sem getur verið mjög skæð í Eyjum með sínum hvössu vindstrengjum sem skella á bænum. Íbúar höfðu verið beðnir að fergja allt lauslegt og lýst hafði verið yfir óvissuástandi vegna veðurspárinnar.Mestu tjónin voru á fiskimjölsverksmiðjunni FES en þar fór klæðning af norðurhlið hússins. Miklar skemmdir urðu einnig á skemmu Vinnslustöðvarinnar en þar fléttist dúkklæðning af stálgrindarhúsi. Þá var Eiðinu lokað fyrir allri umferð í gærkvöldi enda lausamunir á ferðinni og aðstæður hættulegar. Mestar fokskemmdir urðu á húsum á Illugagötu. Þar fuku geymsluskúrar, þakklæðningar, girðingar og þakdúkar. Einnig urðu skemmdir á húsum á Flötum, Vestmannabraut, Brekastíg, Boðaslóð og fleiri götum. Rúður brotnuðu er hlutir fuku í þær. Járnplötur og þakdúkar losnuðu af húsþökum og fánastangir brotnuðu. Sendibíll lagðist á hliðina í óveðrinu og smábátar voru nálægt því að sökkva. Hátt var í og læti innan hafnar. Margt annað lauslegt fauk. „Umhugsunarvert er hve víða illa er gengið frá ruslatunnum við hús en töluvert var um að þær væru á ferðinni í óveðrinu en mikil hætta er á að þær geti fokið í rúður og bíla og valdið tjóni,“ segir í skýrslu lögreglunnar í Eyjum. Lögreglan þakkar Björgunarfélagi Vestmannaeyja fyrir vel unnin störf. „Það sannast enn og aftur hve öflugt lið við eigum í BV. Um 30 björgunarfélagsmenn, ásamt öðrum aðstoðarmönnum unnu sleitulaust frá því fyrir kvöldmat og fram á morgun við að aðstoða fólk en kallað var eftir aðstoð kranabíls og smiðs til að byrgja glugga og fergja hluti sem voru að fjúka.“ Er það mat lögreglu að fárviðri þetta sé eitt versta veður sem menn muni eftir í Vestmannaeyjum. Vindátt úr norðvestri sé Eyjamönnum afar erfið. „Engin slys urðu á fólki vegna veðursins sem er helst því að þakka að fólk hélt sig innandyra og þá voru félagar björgunarfélagsins vel búnir. Enn er bálhvasst í Eyjum og verður fram eftir degi.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Vestmannaeyjar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira