Segir það hafa skipt sköpum að fólk hafi farið að tilmælum viðbragðsaðila Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 10. desember 2019 20:30 Sjór gekk yfir götuna við JL húsið úti á Granda. vísir/vilhelm „Það sem af er degi hafa björgunarsveitir á landinu öllu sinnt rúmlega tvö hundruð verkefnum og þetta er allt frá því að vera þessi hefðbundnu foktjón, sem er þá fok sérstaklega á klæðningum á húsum, þakplötum og veggklæðningu og svo fok á lausamunum,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu Vísis. Hann sagði að útköll hafi tekið kipp í kring um sjö á höfuðborgarsvæðinu en um þrjátíu aðstoðarbeiðnir hafi borist á höfuðborgarsvæðinu. Stórar girðingaplötur fóru að fjúka við byggingasvæði á austurbakkanum við Hörpu fyrr í kvöld og vildi það svo vel til að iðnaðarmenn voru að störfum í húsinu og náðu þeir að binda niður plöturnar ásamt björgunarsveitafólki sem var mætt á svæðið. vísir/vilhelm Þá hefur hópur björgunarsveitafólks nýlokið störfum á Boðagranda í Reykjavík en tilkynning barst um brotnar rúður, að þakplötur og húsaklæðningar hafi fokið og bílar skemmst. Davíð sagði að nokkrir björgunarsveitahópar hafi mætt á staðinn, þar hafi verið erfiðar aðstæður en sjórinn hafi gengið yfir götuna. „Það var einhver veggklæðning sem hafði farið að fjúka af einu húsi sem virðist hafa skemmt út frá sér. Það voru einhverjar tilkynningar um brotna glugga og skemmdir á handriðum,“ bætti Davíð við. Á Suðurnesjunum fór að bæta í veður á fimmta tímanum og þó nokkur verkefni hafa komið upp. „Það eru rúmlega fjörutíu aðstoðarbeiðnir sem hafa borist þar, það er aðallega fok á lausamunum, húsaklæðningu og grindverkum. Mér skilst að það hafi verið það mikill vindur á Suðurnesjunum að það hafi verið varhugavert að vera á svæðinu.“ Fólk hefur lítið verið á ferðinni.vísir/vilhelm Ekki hafa borist neinar tilkynningar enn sem komið er að björgunarsveitarfólk hafi slasast við störf sín og enn hafa ekki orðið nein slys á fólki. Þá sagði Davíð það hafa skipt sköpum að fólk hafi farið að tilmælum viðbragðsaðila og haldið sig inni. „Eins og maður sér á götum Reykjavíkurborgar núna þá eru mjög fáir á ferðinni og ég held að við verðum að taka það úr því að fólk er augljóslega að fara að þessum fyrirmælum, þau hafa náð til fólks og það eru miklu færri á ferðinni. Atvinnulífið og ríkið hefur örugglega lagt sitt lóð á vogarskálarnar í því með því að stytta vinnudaginn á einhverjum stofnunum og vinnustöðum,“ sagði Davíð. „Það er augljóst að áhrifin hefðu getað orðið meiri af þessu veðri ef fleira fólk hefði verið á ferðinni. Það er nokkuð kýrskýrt að það er hætta sem stafar af því að vera á ferðinni þegar hlutir, klæðningar og lausamunir, byrja að fjúka.“ Hann sagði ástandið hafa verið erfiðast á norðanverðu landinu um miðjan daginn og rafmagnsleysið hafi bætt gráu ofan á svart. „Að öðru leiti hefur þetta gengið nokkuð vel í dag enda var þetta mjög vel undirbúið. Því ber að fagna að allir hafi tekið mark á tilmælum sem hafa borist úr öllum áttum.“Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni. Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Það sem af er degi hafa björgunarsveitir á landinu öllu sinnt rúmlega tvö hundruð verkefnum og þetta er allt frá því að vera þessi hefðbundnu foktjón, sem er þá fok sérstaklega á klæðningum á húsum, þakplötum og veggklæðningu og svo fok á lausamunum,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu Vísis. Hann sagði að útköll hafi tekið kipp í kring um sjö á höfuðborgarsvæðinu en um þrjátíu aðstoðarbeiðnir hafi borist á höfuðborgarsvæðinu. Stórar girðingaplötur fóru að fjúka við byggingasvæði á austurbakkanum við Hörpu fyrr í kvöld og vildi það svo vel til að iðnaðarmenn voru að störfum í húsinu og náðu þeir að binda niður plöturnar ásamt björgunarsveitafólki sem var mætt á svæðið. vísir/vilhelm Þá hefur hópur björgunarsveitafólks nýlokið störfum á Boðagranda í Reykjavík en tilkynning barst um brotnar rúður, að þakplötur og húsaklæðningar hafi fokið og bílar skemmst. Davíð sagði að nokkrir björgunarsveitahópar hafi mætt á staðinn, þar hafi verið erfiðar aðstæður en sjórinn hafi gengið yfir götuna. „Það var einhver veggklæðning sem hafði farið að fjúka af einu húsi sem virðist hafa skemmt út frá sér. Það voru einhverjar tilkynningar um brotna glugga og skemmdir á handriðum,“ bætti Davíð við. Á Suðurnesjunum fór að bæta í veður á fimmta tímanum og þó nokkur verkefni hafa komið upp. „Það eru rúmlega fjörutíu aðstoðarbeiðnir sem hafa borist þar, það er aðallega fok á lausamunum, húsaklæðningu og grindverkum. Mér skilst að það hafi verið það mikill vindur á Suðurnesjunum að það hafi verið varhugavert að vera á svæðinu.“ Fólk hefur lítið verið á ferðinni.vísir/vilhelm Ekki hafa borist neinar tilkynningar enn sem komið er að björgunarsveitarfólk hafi slasast við störf sín og enn hafa ekki orðið nein slys á fólki. Þá sagði Davíð það hafa skipt sköpum að fólk hafi farið að tilmælum viðbragðsaðila og haldið sig inni. „Eins og maður sér á götum Reykjavíkurborgar núna þá eru mjög fáir á ferðinni og ég held að við verðum að taka það úr því að fólk er augljóslega að fara að þessum fyrirmælum, þau hafa náð til fólks og það eru miklu færri á ferðinni. Atvinnulífið og ríkið hefur örugglega lagt sitt lóð á vogarskálarnar í því með því að stytta vinnudaginn á einhverjum stofnunum og vinnustöðum,“ sagði Davíð. „Það er augljóst að áhrifin hefðu getað orðið meiri af þessu veðri ef fleira fólk hefði verið á ferðinni. Það er nokkuð kýrskýrt að það er hætta sem stafar af því að vera á ferðinni þegar hlutir, klæðningar og lausamunir, byrja að fjúka.“ Hann sagði ástandið hafa verið erfiðast á norðanverðu landinu um miðjan daginn og rafmagnsleysið hafi bætt gráu ofan á svart. „Að öðru leiti hefur þetta gengið nokkuð vel í dag enda var þetta mjög vel undirbúið. Því ber að fagna að allir hafi tekið mark á tilmælum sem hafa borist úr öllum áttum.“Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni.
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent