Agnes Hulda Agnarsdóttir, íbúi á Sauðárkróki, segist hafa undirbúið sig undir óveðrið strax síðustu nótt.
„Þá kom ég frá Reykjavík og fór í að setja inn grill og garðhúsgögn sem voru í kassa úti. Karfan bundin föst,“ segir Agnes.
Hún á von á því að allt verði í lagi í kvöld og spár gangi eftir.
„Já, svona nokkurn veginn. Þetta verður vonandi aðeins mildara.“
