Björgunarsveitarfólk tilbúið að taka á móti mesta skellinum í veðrinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2019 16:55 Björgunarsveitarmenn reyna að bjarga skilti við Bryggjuna brugghús úti á Granda. vísir/sigurjón Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að veðurspáin sé að miklu leyti að ganga eftir. Mesti skellurinn í veðrinu sé því fram undan næstu klukkutímana og er björgunarsveitarfólk um allt land í startholunum. Rauð veðurviðvörun tók gildi klukkan 16 á Norðurlandi vestra, Ströndum og Norðurlandi eystra. Á þessu landsvæði verður veðrið mjög slæmt, norðan ofsaveður og stórhríð. Framan af var dagurinn viðráðanlegur að sögn Davíðs, eitthvað var af verkefnum hjá björgunarsveitum á Norðurlandi, sérstaklega í kringum Tröllaskaga og í Skagafirði. Tilkynnt var um fok á þakklæðningum á Sauðárkróki og Ólafsfirði. „Nú er það svona aðeins búið að færast til í kringum Blönduós og þar og núna um þrjúleytið þá virðist spáin vera að ganga eftir. Það er búið að virkja vel flestar stjórnstöðvar hjá okkur og lögreglunni hérna megin á landinu og það eru farnir að mæta hópar í hús hérna á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og í Árnessýslu,“ segir Davíð. Á fjórða tímanum fóru síðan að detta inn aðstoðarbeiðnir á suðvesturhorni og í Árnessýslu en það er enn vel viðráðanlegt og gengur vel. „Spáin er að miklu leyti að rætast og þá er allt sem bendir til þess að núna fram undan, næstu klukkutímana sé mesti skellurinn að koma. Við tökum því bara um leið og það kemur. Björgunarsveitir eru orðnar mjög virkar, hópar komnir í hús víða um land og aðgerðastjórnendur hjá okkur og lögreglu eru vel meðvitaðir um ástandið,“ segir Davíð Már. Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Bein útsending: Veðrið um allt land í vefmyndavélum Aftakaveður mun ganga yfir landið í dag og á morgun. Veðurstofan hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun frá því að litakóðakerfið var tekið upp, en það er á Norðurlandi vestra og Ströndum. Alls staðar annars staðar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun. 10. desember 2019 14:30 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að veðurspáin sé að miklu leyti að ganga eftir. Mesti skellurinn í veðrinu sé því fram undan næstu klukkutímana og er björgunarsveitarfólk um allt land í startholunum. Rauð veðurviðvörun tók gildi klukkan 16 á Norðurlandi vestra, Ströndum og Norðurlandi eystra. Á þessu landsvæði verður veðrið mjög slæmt, norðan ofsaveður og stórhríð. Framan af var dagurinn viðráðanlegur að sögn Davíðs, eitthvað var af verkefnum hjá björgunarsveitum á Norðurlandi, sérstaklega í kringum Tröllaskaga og í Skagafirði. Tilkynnt var um fok á þakklæðningum á Sauðárkróki og Ólafsfirði. „Nú er það svona aðeins búið að færast til í kringum Blönduós og þar og núna um þrjúleytið þá virðist spáin vera að ganga eftir. Það er búið að virkja vel flestar stjórnstöðvar hjá okkur og lögreglunni hérna megin á landinu og það eru farnir að mæta hópar í hús hérna á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og í Árnessýslu,“ segir Davíð. Á fjórða tímanum fóru síðan að detta inn aðstoðarbeiðnir á suðvesturhorni og í Árnessýslu en það er enn vel viðráðanlegt og gengur vel. „Spáin er að miklu leyti að rætast og þá er allt sem bendir til þess að núna fram undan, næstu klukkutímana sé mesti skellurinn að koma. Við tökum því bara um leið og það kemur. Björgunarsveitir eru orðnar mjög virkar, hópar komnir í hús víða um land og aðgerðastjórnendur hjá okkur og lögreglu eru vel meðvitaðir um ástandið,“ segir Davíð Már.
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Bein útsending: Veðrið um allt land í vefmyndavélum Aftakaveður mun ganga yfir landið í dag og á morgun. Veðurstofan hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun frá því að litakóðakerfið var tekið upp, en það er á Norðurlandi vestra og Ströndum. Alls staðar annars staðar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun. 10. desember 2019 14:30 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Bein útsending: Veðrið um allt land í vefmyndavélum Aftakaveður mun ganga yfir landið í dag og á morgun. Veðurstofan hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun frá því að litakóðakerfið var tekið upp, en það er á Norðurlandi vestra og Ströndum. Alls staðar annars staðar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun. 10. desember 2019 14:30
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15