Jóhannes Laxdal Sigurðsson, verslunarstjóri í Bónus á Granda, segir mikið hafa verið að gera í versluninni það sem af er degi. Óvenjulegt margt fólk.
„Já, heldur betur. Mjög mikið,“ segir Jóhannes. Svo virðist sem fólk sé að hamstra vegna veðursins.
„Já, það virðist vera, salan hefur verið furðuleg. Fólk er hamstra nammi og snakk og svoleiðis ofan á venjulegt magn.“
Hann segir enn nóg til í hillum, ástandið sé ekki alvarlegra en svo. Mikil umferð hafi verið síðan klukkan 11 í morgun þegar verslunin var opnuð. Aðeins var farið að hægjast á sölu um þrjúleytið þegar fréttastofa leit við.
Mikið var sömuleiðis að gera í verslun Krónunnar á Granda fyrr í dag eins og komið var inn á í Veðurvaktinni á Vísi þar sem grannt er fylgst með gangi mála á meðan stormurinn fer yfir landið.
Landsmenn hamstra nammi og snakk í óveðrinu
