Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Gunnar Reynir Valþórsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 10. desember 2019 07:15 Svona líta viðvaranirnar út um kvöldmatarleytið. Skjáskot/veðurstofan Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landið í dag. Appelsínugul viðvörun er í gildi í öllum landshlutum í dag og á Ströndum og Norðurlandi vestra mun rauð viðvörun taka gildi frá klukkan fimm síðdegis, þar sem spáð er ofsaveðri eða fárviðri með mikilli snjókomu og skafrenningi. Þá verða miklar raskanir á þjónustu víða á landinu í dag.Sjá einnig: Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að spár dagsins hafi lítið sem ekkert breyst frá því í gær. „Það er orðið hvasst á annnesjum á norðurströndinni núna og yst á Vestfjörðum erum við farin að sjá þennan mikla streng sem fylgir lægðinni sem er hérna á réttum stað miðað við spárnar í gær,“ segir Elín. „Vestfirðir og strandir finna fyrst fyrir látunum.“ Óveðrið mun standa yfir fram á morgundaginn. Þá taka appelsínugular viðvaranir við á Austurlandi í nótt en á morgun mun hvessa mjög í landshlutanum. Veðrið þar gengur ekki yfir fyrr en á fimmtudag. Samg ö ngur v íð a í lamasessi Vegagerðin gerir ráð fyrir að þurfa mögulega að loka einhverjum vegum á meðan veðrið gengur yfir. Þannig verður öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu mögulega lokað í um sólarhring frá hádegi. Á vef Vegagerðarinnar segir að Suðurlandsvegur (frá Rauðavatni að Hveragerði), bæði um Hellisheiði og Þrengsli, verði líklegast lokaður frá hádegi. Sömu sögu er að segja um Reykjanesbraut. Vegagerðin gerir sömuleiðis ráð fyrir að Vesturlandsvegi um Kjalarnes verði lokað klukkan 13 á morgun og í sólarhring. Á Norðvesturlandi, þar sem veður verður verst, má búast við því að vegum verði lokað í Húnavatnssýslum og þá verður Holtavörðuheiði lokað klukkan tíu. Hér má fylgjast með tilkynningum um lokanir vega. Appelsínugul viðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis.Vísir/Vilhelm Þá ríkir óvissa um akstur Strætós í dag vegna óveðursins. Í tilkynningu frá Strætó segir að gera megi ráð fyrir að flestar strætóferðir á landsbyggðinni falli niður eftir hádegi og gætu orðið óvirkar fram á miðvikudag. Tvísýnt gæti orðið með nokkrar leiðir Strætó innan höfuðborgarsvæðisins, eins og leið 15 sem ekur Vesturlandsveg milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Stjórnstöð Strætó fylgist náið með stöðunni og tilkynnir um frávik sem kunna að verða á akstri. Röskun verður á millilandaflugi um Keflavíkurflugvöll þegar líður á daginn. Nú þegar hefur öllum ferðum Icelandair síðdegis verið aflýst. Ferðir annarra flugfélaga eru margar enn sem komið er á áætlun og er fólki bent á að fylgjast með uppfærslum á heimasíðu flugvallarins. B ö rnin haldi sig heima Þá fellur skólahald víða niður á landinu. Öllu skólahaldi hefur verið aflýst á Norðurlandi vestra í dag og á miðvikudag. Skólahald í leik- og grunnskólum Snæfellsbæjar fellur einnig niður í dag. Á Vestfjörðum er mælst til þess að börn verði heima í dag en skólar þar verða þó opnir. Þá fellur skólahald niður í dag í Varmalandsdeild og Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar, sem og í Grenivíkurskóla og Þelamerkurskóla. Í Reykjavík raskast skóla- og frístundastarf eftir hádegi og eru foreldrar beðnir um að sækja börn sín fyrir klukkan 15.Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi tekur gildi núna klukkan átta og búast má við því að snjóflóðahætta geti skapast í fjalllendi í Skagafirði, Tröllaskaga og austur fyrir Eyjafjörð. Viðbúið er að snjóflóð falli í bröttum brekkum sem safna í sig snjó í norðaustan- og norðanáttum, einkum þar sem snjór safnast í gil. Fylgst verður með snjóflóðahættu í byggð en reistar hafa verið varnir í þéttbýli þar sem hættan var áður mest, t.d. á Siglufirði. Síðdegis í gær lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi á landinu. Ákvörðunin er tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins og í samræmi við veðurspá Veðurstofu Íslands. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að óvissustigi sé lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum, sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar séógnað. Samráð á milli almannavarna og þeirra stofnana sem málið varðar er aukið. Í gærkvöldi lögðu björgunarsveitarmenn af stað úr Reykjavík með þrjá snjóbíla norður í land. Bílarnir verða til taks í ofsaveðrinu sem spáð er á Ströndum og Norðurlandi vestra. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, fara hátt í tuttugu björgunarsveitarmenn á vettvang með bílunum þremur. Einn bíllinn verður staðsettur á Hólmavík, annar í Hrútafirði og sá þriðji í Skagafirði. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42 Yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra: „Vitum illa á hverju við eigum von öðru en því að þetta verður kolvitlaust veður“ Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir að undirbúningur lögreglu fyrir óveðrið sem skellur á í fyrramálið hafi gengið þokkalega. 9. desember 2019 21:30 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi Klukkan átta í fyrramálið tekur gildi óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi. 9. desember 2019 19:07 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Sjá meira
Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landið í dag. Appelsínugul viðvörun er í gildi í öllum landshlutum í dag og á Ströndum og Norðurlandi vestra mun rauð viðvörun taka gildi frá klukkan fimm síðdegis, þar sem spáð er ofsaveðri eða fárviðri með mikilli snjókomu og skafrenningi. Þá verða miklar raskanir á þjónustu víða á landinu í dag.Sjá einnig: Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að spár dagsins hafi lítið sem ekkert breyst frá því í gær. „Það er orðið hvasst á annnesjum á norðurströndinni núna og yst á Vestfjörðum erum við farin að sjá þennan mikla streng sem fylgir lægðinni sem er hérna á réttum stað miðað við spárnar í gær,“ segir Elín. „Vestfirðir og strandir finna fyrst fyrir látunum.“ Óveðrið mun standa yfir fram á morgundaginn. Þá taka appelsínugular viðvaranir við á Austurlandi í nótt en á morgun mun hvessa mjög í landshlutanum. Veðrið þar gengur ekki yfir fyrr en á fimmtudag. Samg ö ngur v íð a í lamasessi Vegagerðin gerir ráð fyrir að þurfa mögulega að loka einhverjum vegum á meðan veðrið gengur yfir. Þannig verður öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu mögulega lokað í um sólarhring frá hádegi. Á vef Vegagerðarinnar segir að Suðurlandsvegur (frá Rauðavatni að Hveragerði), bæði um Hellisheiði og Þrengsli, verði líklegast lokaður frá hádegi. Sömu sögu er að segja um Reykjanesbraut. Vegagerðin gerir sömuleiðis ráð fyrir að Vesturlandsvegi um Kjalarnes verði lokað klukkan 13 á morgun og í sólarhring. Á Norðvesturlandi, þar sem veður verður verst, má búast við því að vegum verði lokað í Húnavatnssýslum og þá verður Holtavörðuheiði lokað klukkan tíu. Hér má fylgjast með tilkynningum um lokanir vega. Appelsínugul viðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis.Vísir/Vilhelm Þá ríkir óvissa um akstur Strætós í dag vegna óveðursins. Í tilkynningu frá Strætó segir að gera megi ráð fyrir að flestar strætóferðir á landsbyggðinni falli niður eftir hádegi og gætu orðið óvirkar fram á miðvikudag. Tvísýnt gæti orðið með nokkrar leiðir Strætó innan höfuðborgarsvæðisins, eins og leið 15 sem ekur Vesturlandsveg milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Stjórnstöð Strætó fylgist náið með stöðunni og tilkynnir um frávik sem kunna að verða á akstri. Röskun verður á millilandaflugi um Keflavíkurflugvöll þegar líður á daginn. Nú þegar hefur öllum ferðum Icelandair síðdegis verið aflýst. Ferðir annarra flugfélaga eru margar enn sem komið er á áætlun og er fólki bent á að fylgjast með uppfærslum á heimasíðu flugvallarins. B ö rnin haldi sig heima Þá fellur skólahald víða niður á landinu. Öllu skólahaldi hefur verið aflýst á Norðurlandi vestra í dag og á miðvikudag. Skólahald í leik- og grunnskólum Snæfellsbæjar fellur einnig niður í dag. Á Vestfjörðum er mælst til þess að börn verði heima í dag en skólar þar verða þó opnir. Þá fellur skólahald niður í dag í Varmalandsdeild og Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar, sem og í Grenivíkurskóla og Þelamerkurskóla. Í Reykjavík raskast skóla- og frístundastarf eftir hádegi og eru foreldrar beðnir um að sækja börn sín fyrir klukkan 15.Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi tekur gildi núna klukkan átta og búast má við því að snjóflóðahætta geti skapast í fjalllendi í Skagafirði, Tröllaskaga og austur fyrir Eyjafjörð. Viðbúið er að snjóflóð falli í bröttum brekkum sem safna í sig snjó í norðaustan- og norðanáttum, einkum þar sem snjór safnast í gil. Fylgst verður með snjóflóðahættu í byggð en reistar hafa verið varnir í þéttbýli þar sem hættan var áður mest, t.d. á Siglufirði. Síðdegis í gær lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi á landinu. Ákvörðunin er tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins og í samræmi við veðurspá Veðurstofu Íslands. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að óvissustigi sé lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum, sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar séógnað. Samráð á milli almannavarna og þeirra stofnana sem málið varðar er aukið. Í gærkvöldi lögðu björgunarsveitarmenn af stað úr Reykjavík með þrjá snjóbíla norður í land. Bílarnir verða til taks í ofsaveðrinu sem spáð er á Ströndum og Norðurlandi vestra. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, fara hátt í tuttugu björgunarsveitarmenn á vettvang með bílunum þremur. Einn bíllinn verður staðsettur á Hólmavík, annar í Hrútafirði og sá þriðji í Skagafirði.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42 Yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra: „Vitum illa á hverju við eigum von öðru en því að þetta verður kolvitlaust veður“ Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir að undirbúningur lögreglu fyrir óveðrið sem skellur á í fyrramálið hafi gengið þokkalega. 9. desember 2019 21:30 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi Klukkan átta í fyrramálið tekur gildi óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi. 9. desember 2019 19:07 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Sjá meira
Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42
Yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra: „Vitum illa á hverju við eigum von öðru en því að þetta verður kolvitlaust veður“ Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir að undirbúningur lögreglu fyrir óveðrið sem skellur á í fyrramálið hafi gengið þokkalega. 9. desember 2019 21:30
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15
Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi Klukkan átta í fyrramálið tekur gildi óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi. 9. desember 2019 19:07