Forsetaembættið hjúkrar fálkaunga til heilsu Birgir Olgeirsson skrifar 28. desember 2019 17:21 Forsetinn segir mikilvægt að fara gætilega í kringum rándýrið. Forsetaembættið hjúkrar fálkaunga til heilsu sem fataðist flug á Bessastaðatúninu á öðrum degi jóla. Unginn er þar í góðu yfirlæti og forsetinn gleðst yfir því að aftur sé rekið fálkahús á Bessastöðum. Það var umsjónarmaður fasteigna sem bjargaði fálkaunganum köldum og hröktum undan hröfnum sem höfðu gert atlögu að honum. Unginn er kvendýr, tæp tvö kíló að þyngd og hefur fengið nafnið Kría. Er unginn geymdur í gróðurhúsi á Bessastöðum. Forsetinn segir litla ógn stafa af þessu rándýri. „Hann hefur ekki gert sig líklegan til að ráðast á okkur mannfólkið. Svo þarf maður að sýna almenna skynsemi, vera ekki með hraðar hreyfingar í návist hans, sýna ekki tilburði sem skepnan gæti talið vera ógn við sig. Hér ríkir bara vopnahlé,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Að ráði sérfræðinga verður unginn á Bessastöðum fram yfir áramót. Hann fer síðan í Húsdýragarðinn og verður svo vonandi sleppt aftur. Vera fálkans á Bessastöðum er merkileg í ljósi sögunnar því þar var eitt sinn rekið fálkahús. „Því fálkar voru mikil útflutningsvara hér. Keisarar, kóngar, furstar og prinsar sóttust eftir fálkum ofan af Íslandi. Þetta var dýr vara. Fálkarnir voru fangaðir hér, geymdir á Bessastöðum og seldir til útlanda, dýrum dómum.“ Forsetinn óskar þess að unginn braggist. „Þá getum við vonandi veitt honum frelsið og hann notið þess að svífa um loftin blá. Við sjáum hvað setur í þeim efnum. Við njótum leiðsagnar sérfræðinga á náttúrufræðistofnun sem telja skynsamlegasta að láta hann safna kröftum hérna og sjá svo hvað setur.“ Hægt er að sjá lengri útgáfuna af viðtalinu við Guðna um fálkann hér fyrir neðan: Dýr Forseti Íslands Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira
Forsetaembættið hjúkrar fálkaunga til heilsu sem fataðist flug á Bessastaðatúninu á öðrum degi jóla. Unginn er þar í góðu yfirlæti og forsetinn gleðst yfir því að aftur sé rekið fálkahús á Bessastöðum. Það var umsjónarmaður fasteigna sem bjargaði fálkaunganum köldum og hröktum undan hröfnum sem höfðu gert atlögu að honum. Unginn er kvendýr, tæp tvö kíló að þyngd og hefur fengið nafnið Kría. Er unginn geymdur í gróðurhúsi á Bessastöðum. Forsetinn segir litla ógn stafa af þessu rándýri. „Hann hefur ekki gert sig líklegan til að ráðast á okkur mannfólkið. Svo þarf maður að sýna almenna skynsemi, vera ekki með hraðar hreyfingar í návist hans, sýna ekki tilburði sem skepnan gæti talið vera ógn við sig. Hér ríkir bara vopnahlé,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Að ráði sérfræðinga verður unginn á Bessastöðum fram yfir áramót. Hann fer síðan í Húsdýragarðinn og verður svo vonandi sleppt aftur. Vera fálkans á Bessastöðum er merkileg í ljósi sögunnar því þar var eitt sinn rekið fálkahús. „Því fálkar voru mikil útflutningsvara hér. Keisarar, kóngar, furstar og prinsar sóttust eftir fálkum ofan af Íslandi. Þetta var dýr vara. Fálkarnir voru fangaðir hér, geymdir á Bessastöðum og seldir til útlanda, dýrum dómum.“ Forsetinn óskar þess að unginn braggist. „Þá getum við vonandi veitt honum frelsið og hann notið þess að svífa um loftin blá. Við sjáum hvað setur í þeim efnum. Við njótum leiðsagnar sérfræðinga á náttúrufræðistofnun sem telja skynsamlegasta að láta hann safna kröftum hérna og sjá svo hvað setur.“ Hægt er að sjá lengri útgáfuna af viðtalinu við Guðna um fálkann hér fyrir neðan:
Dýr Forseti Íslands Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira