„Jólin koma þegar lyktin kemur“ Sylvía Hall skrifar 23. desember 2019 21:15 Skötuát er langt frá því að vera deyjandi siður. Fjöldi fólks lagði sér þetta sjávarfang til munns í dag og tók fréttastofa nokkra þeirra tali. Hér á öldum áður var til siðs að fasta fyrir jólin. Sem mestur munur átti að vera á föstumat og jólakræsingum. Aðalreglan var að borða lélegt fiskmeti á Þorláksmessu og í því sambandi skötuát borist víða um land frá Vestfjörðum. Á Hrafnistu lagði á annað hundrað manns sér skötu til munns og lét vel að. Á Ölveri komu saman íbúar Laugardals og létu ekki sitt eftir liggja í að viðhalda þessum sið. „Á þessum degi finnst mér mjög skemmtilegt að fara og fá mér skötuna,“ sagði Laufey Björg Sigurðardóttir arkitekt sem var ein þeirra sem gæddi sér á skötu í dag. Feðginin Bjarni og Hulda voru hæstánægð með skötuna.Vísir Hulda Bjarnadóttir, fyrrum útvarpskona og skötuunnandi, tók í sama streng og sagði skötuna góða svo lengi sem það væri nóg af kartöflum með. Faðir hennar, Bjarni Sveinsson, var hæstánægður með veitingarnar. „Þetta er algjörlega frábært. Tindabikkjan, skatan, saltfiskurinn, rúgbrauðið – þetta er allt saman fyrsta klassa.“ Hann gefur lítið fyrir tal um vonda lykt sem fylgir skötuveislum og segir margt verra en skötulykt. „Bara sætta sig við það. Það er ólykt víðar heldur en af skötunni í umhverfinu,“ sagði Bjarni. Rakel Garðarsdóttir var einnig á meðal þeirra sem fengu sér skötu í tilefni dagsins og var hæstánægð. Hún segir einfalt að forðast það að lykta eins og skata allan daginn. „Maður bara mætir í skötufötum, svo fer maður heim í kjólinn og fær sér jólabjórinn í kvöld.“ Þá var handboltakempan Sigurður Sveinsson svo sannarlega kominn í jólaskapið eftir skötuveisluna á Ölver í dag, þá sérstaklega út af lyktinni. „Þetta er yndisleg lykt, það er ekkert að henni. Jólin koma þegar lyktin kemur, það er málið.“ Jól Jólamatur Matur Reykjavík Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Skötuát er langt frá því að vera deyjandi siður. Fjöldi fólks lagði sér þetta sjávarfang til munns í dag og tók fréttastofa nokkra þeirra tali. Hér á öldum áður var til siðs að fasta fyrir jólin. Sem mestur munur átti að vera á föstumat og jólakræsingum. Aðalreglan var að borða lélegt fiskmeti á Þorláksmessu og í því sambandi skötuát borist víða um land frá Vestfjörðum. Á Hrafnistu lagði á annað hundrað manns sér skötu til munns og lét vel að. Á Ölveri komu saman íbúar Laugardals og létu ekki sitt eftir liggja í að viðhalda þessum sið. „Á þessum degi finnst mér mjög skemmtilegt að fara og fá mér skötuna,“ sagði Laufey Björg Sigurðardóttir arkitekt sem var ein þeirra sem gæddi sér á skötu í dag. Feðginin Bjarni og Hulda voru hæstánægð með skötuna.Vísir Hulda Bjarnadóttir, fyrrum útvarpskona og skötuunnandi, tók í sama streng og sagði skötuna góða svo lengi sem það væri nóg af kartöflum með. Faðir hennar, Bjarni Sveinsson, var hæstánægður með veitingarnar. „Þetta er algjörlega frábært. Tindabikkjan, skatan, saltfiskurinn, rúgbrauðið – þetta er allt saman fyrsta klassa.“ Hann gefur lítið fyrir tal um vonda lykt sem fylgir skötuveislum og segir margt verra en skötulykt. „Bara sætta sig við það. Það er ólykt víðar heldur en af skötunni í umhverfinu,“ sagði Bjarni. Rakel Garðarsdóttir var einnig á meðal þeirra sem fengu sér skötu í tilefni dagsins og var hæstánægð. Hún segir einfalt að forðast það að lykta eins og skata allan daginn. „Maður bara mætir í skötufötum, svo fer maður heim í kjólinn og fær sér jólabjórinn í kvöld.“ Þá var handboltakempan Sigurður Sveinsson svo sannarlega kominn í jólaskapið eftir skötuveisluna á Ölver í dag, þá sérstaklega út af lyktinni. „Þetta er yndisleg lykt, það er ekkert að henni. Jólin koma þegar lyktin kemur, það er málið.“
Jól Jólamatur Matur Reykjavík Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira