„Jólin koma þegar lyktin kemur“ Sylvía Hall skrifar 23. desember 2019 21:15 Skötuát er langt frá því að vera deyjandi siður. Fjöldi fólks lagði sér þetta sjávarfang til munns í dag og tók fréttastofa nokkra þeirra tali. Hér á öldum áður var til siðs að fasta fyrir jólin. Sem mestur munur átti að vera á föstumat og jólakræsingum. Aðalreglan var að borða lélegt fiskmeti á Þorláksmessu og í því sambandi skötuát borist víða um land frá Vestfjörðum. Á Hrafnistu lagði á annað hundrað manns sér skötu til munns og lét vel að. Á Ölveri komu saman íbúar Laugardals og létu ekki sitt eftir liggja í að viðhalda þessum sið. „Á þessum degi finnst mér mjög skemmtilegt að fara og fá mér skötuna,“ sagði Laufey Björg Sigurðardóttir arkitekt sem var ein þeirra sem gæddi sér á skötu í dag. Feðginin Bjarni og Hulda voru hæstánægð með skötuna.Vísir Hulda Bjarnadóttir, fyrrum útvarpskona og skötuunnandi, tók í sama streng og sagði skötuna góða svo lengi sem það væri nóg af kartöflum með. Faðir hennar, Bjarni Sveinsson, var hæstánægður með veitingarnar. „Þetta er algjörlega frábært. Tindabikkjan, skatan, saltfiskurinn, rúgbrauðið – þetta er allt saman fyrsta klassa.“ Hann gefur lítið fyrir tal um vonda lykt sem fylgir skötuveislum og segir margt verra en skötulykt. „Bara sætta sig við það. Það er ólykt víðar heldur en af skötunni í umhverfinu,“ sagði Bjarni. Rakel Garðarsdóttir var einnig á meðal þeirra sem fengu sér skötu í tilefni dagsins og var hæstánægð. Hún segir einfalt að forðast það að lykta eins og skata allan daginn. „Maður bara mætir í skötufötum, svo fer maður heim í kjólinn og fær sér jólabjórinn í kvöld.“ Þá var handboltakempan Sigurður Sveinsson svo sannarlega kominn í jólaskapið eftir skötuveisluna á Ölver í dag, þá sérstaklega út af lyktinni. „Þetta er yndisleg lykt, það er ekkert að henni. Jólin koma þegar lyktin kemur, það er málið.“ Jól Jólamatur Matur Reykjavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Skötuát er langt frá því að vera deyjandi siður. Fjöldi fólks lagði sér þetta sjávarfang til munns í dag og tók fréttastofa nokkra þeirra tali. Hér á öldum áður var til siðs að fasta fyrir jólin. Sem mestur munur átti að vera á föstumat og jólakræsingum. Aðalreglan var að borða lélegt fiskmeti á Þorláksmessu og í því sambandi skötuát borist víða um land frá Vestfjörðum. Á Hrafnistu lagði á annað hundrað manns sér skötu til munns og lét vel að. Á Ölveri komu saman íbúar Laugardals og létu ekki sitt eftir liggja í að viðhalda þessum sið. „Á þessum degi finnst mér mjög skemmtilegt að fara og fá mér skötuna,“ sagði Laufey Björg Sigurðardóttir arkitekt sem var ein þeirra sem gæddi sér á skötu í dag. Feðginin Bjarni og Hulda voru hæstánægð með skötuna.Vísir Hulda Bjarnadóttir, fyrrum útvarpskona og skötuunnandi, tók í sama streng og sagði skötuna góða svo lengi sem það væri nóg af kartöflum með. Faðir hennar, Bjarni Sveinsson, var hæstánægður með veitingarnar. „Þetta er algjörlega frábært. Tindabikkjan, skatan, saltfiskurinn, rúgbrauðið – þetta er allt saman fyrsta klassa.“ Hann gefur lítið fyrir tal um vonda lykt sem fylgir skötuveislum og segir margt verra en skötulykt. „Bara sætta sig við það. Það er ólykt víðar heldur en af skötunni í umhverfinu,“ sagði Bjarni. Rakel Garðarsdóttir var einnig á meðal þeirra sem fengu sér skötu í tilefni dagsins og var hæstánægð. Hún segir einfalt að forðast það að lykta eins og skata allan daginn. „Maður bara mætir í skötufötum, svo fer maður heim í kjólinn og fær sér jólabjórinn í kvöld.“ Þá var handboltakempan Sigurður Sveinsson svo sannarlega kominn í jólaskapið eftir skötuveisluna á Ölver í dag, þá sérstaklega út af lyktinni. „Þetta er yndisleg lykt, það er ekkert að henni. Jólin koma þegar lyktin kemur, það er málið.“
Jól Jólamatur Matur Reykjavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira