Gera ráð fyrir 7,6 prósent fækkun farþega á næsta ári Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 13:00 Annað árið í röð fækkar skiptifarþegum mest. Vísir/vilhelm Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári verði 6,7 milljónir og dragist þannig saman um 7,6% frá 2019. Þetta kemur fram í farþegaspá Isavia fyrir árið 2020 sem gefin var út í dag. Heildarfjöldi komufararfarþega verði tæpar 2,6 milljónir sem er 1,4% samdráttur frá í fyrra. Annað árið í röð fækkar skiptifarþegum mest. Þeir fara úr rétt rúmum 2 milljónum í rúmlega 1,5 milljón eða niður um 24,3%. Í tilkynningu frá Isavia segir að þegar horft sé til ársins 2019 sé rétt að hafa í huga að fyrstu þrjá mánuðina hafi flugfélagið Wow air verið starfandi. Að frátöldum farþegum Wow air fækkar farþegum í heild um 1,9%. Komu og brottfararfarþegum fjölgar um 3,3% en skiptifarþegum fækkar um 16,2%. „Því má ekki gleyma að stærsta hluta fækkunarinnar má rekja til þess að WOW air var starfandi fyrstu þrjá mánuði ársins á síðasta ári. Það jákvæða er að þessi spá gerir ráð fyrir að að komu- og brottfararfarþegum fækki einungis um rétt rúmt eitt prósent á komandi ári,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia. Íslenskum ferðalöngum fækkar nokkuð Þá segir í tilkynningu frá Isavia að enn sé nokkur óvissa varðandi ferðamannaspá félagsins, sem iðulega er unnin samhliða farþegaspánni. Fyrstu niðurstöður bendi þó til að íslenskum ferðalöngum fækki um 7-8% frá 2019 en á móti gæti fjöldi erlendra ferðamanna staðið nokkurn veginn í stað milli ára. Þetta sé þó ekki endanleg niðurstaða. Farþegaspáin byggir á upplýsingum úr kerfum Isavia og samtölum við flugfélög sem hafa afnot af flugvellinum, auk frétta sem fluttar eru af flugfélögum. Hún er þannig unnin úr samanteknum upplýsingum um öll þau flugfélög sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli eða hafa hafið sölu á ferðum til og frá flugvellinum. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Helmingi fleiri ferðamenn frá Asíu Asískum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 53 prósent á milli ára, sé nýliðinn nóvembermánuður borinn saman við sama mánuð í fyrra. 12. desember 2019 14:59 Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Sjá meira
Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári verði 6,7 milljónir og dragist þannig saman um 7,6% frá 2019. Þetta kemur fram í farþegaspá Isavia fyrir árið 2020 sem gefin var út í dag. Heildarfjöldi komufararfarþega verði tæpar 2,6 milljónir sem er 1,4% samdráttur frá í fyrra. Annað árið í röð fækkar skiptifarþegum mest. Þeir fara úr rétt rúmum 2 milljónum í rúmlega 1,5 milljón eða niður um 24,3%. Í tilkynningu frá Isavia segir að þegar horft sé til ársins 2019 sé rétt að hafa í huga að fyrstu þrjá mánuðina hafi flugfélagið Wow air verið starfandi. Að frátöldum farþegum Wow air fækkar farþegum í heild um 1,9%. Komu og brottfararfarþegum fjölgar um 3,3% en skiptifarþegum fækkar um 16,2%. „Því má ekki gleyma að stærsta hluta fækkunarinnar má rekja til þess að WOW air var starfandi fyrstu þrjá mánuði ársins á síðasta ári. Það jákvæða er að þessi spá gerir ráð fyrir að að komu- og brottfararfarþegum fækki einungis um rétt rúmt eitt prósent á komandi ári,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia. Íslenskum ferðalöngum fækkar nokkuð Þá segir í tilkynningu frá Isavia að enn sé nokkur óvissa varðandi ferðamannaspá félagsins, sem iðulega er unnin samhliða farþegaspánni. Fyrstu niðurstöður bendi þó til að íslenskum ferðalöngum fækki um 7-8% frá 2019 en á móti gæti fjöldi erlendra ferðamanna staðið nokkurn veginn í stað milli ára. Þetta sé þó ekki endanleg niðurstaða. Farþegaspáin byggir á upplýsingum úr kerfum Isavia og samtölum við flugfélög sem hafa afnot af flugvellinum, auk frétta sem fluttar eru af flugfélögum. Hún er þannig unnin úr samanteknum upplýsingum um öll þau flugfélög sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli eða hafa hafið sölu á ferðum til og frá flugvellinum.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Helmingi fleiri ferðamenn frá Asíu Asískum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 53 prósent á milli ára, sé nýliðinn nóvembermánuður borinn saman við sama mánuð í fyrra. 12. desember 2019 14:59 Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Sjá meira
Helmingi fleiri ferðamenn frá Asíu Asískum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 53 prósent á milli ára, sé nýliðinn nóvembermánuður borinn saman við sama mánuð í fyrra. 12. desember 2019 14:59
Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07