Málfarsfasistar fá á baukinn Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2019 09:54 Höfundur Vigdísar bókarinnar um konuforsetann hefur ritað umvöndunarsinnum á netinu handskrifað bréf. Ein þeirra bóka sem hefur hlotið góðar undirtektir í jólabókaflóðinu er Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring. En, þar er þó ekki um eintómt lof og prís að ræða. Umvöndunarsemi netverja er við brugðið og hafa margir viljað hnýta í þetta orð „konuforseti“ og telja það ekki boðlegt. Rán hefur gripið til þess ráðs að rita handskrifað bréf sem hún birtir á netinu og sjá má hér neðar. Rán hefur einnig eignast góðan bandamann í Eiríki Rögnvaldssyni prófessor emeritus sem hefur snúið vörn í sókn. Hann ritar pistil um málið í Facebookhópinn Málvöndunarhópinn þar sem hann nefnir að oftar en einu sinni hafi á þeim vettvangi skapast umræða um orðið „konuforseti“ sem kemur fyrir í titli á nýrri barnabók um Vigdísi Finnbogadóttur. „Margir hafa hneykslast á þessu orði og sagt að það sé barnamál – þetta heiti „kvenforseti“ á íslensku. Það er auðvitað rétt að það er hefð fyrir orðinu „kvenforseti“ þótt sú hefð sé raunar ekki ýkja gömul – elsta dæmið um orðið á tímarit.is er 60 ára gamalt og orðið komst ekki í almenna notkun fyrr en með kjöri Vigdísar 1980.“ Eftir að umvöndunarsemin keyrði um þverbak ákvað Eiríkur að grípa í taumana. Hann hefur nú kveðið úr um að ekkert sé að orðinu konuforseti. Eiríkur segir það einfaldlega svo að bæði orðin, „kvenforseti“ og „konuforseti“, séu jafnrétt íslenska, í þeim skilningi að þau lúta orðmyndunarreglum málsins. hann segir jafnframt samsett orð í íslensku einkum af tvennum toga – í sumum er fyrri liðurinn orðstofn, eins og „kven-“, en í öðrum er fyrri liðurinn eignarfall (eintölu eða fleirtölu), eins og „konu-“. Það eru til ýmsar fullkomlega viðurkenndar samsetningar með „konu-“ sem fyrri lið – „konudagur“, „konukvöld“, „konuríki“, „konubíll“, „konuleit“, „konuefni“, „konukind“, „Konukot“ og fleiri orð mætti nefna. „En þótt báðar orðmyndunaraðferðirnar sem nefndar eru hér að ofan séu jafnréttar er almennt séð eðlilegt að halda sig við hefðina – ef komin er hefð á aðra aðferðina er oft ástæðulaust að mynda orð sömu merkingar eftir hinni aðferðinni. En það er samt ekki rangt.“ Eiríkur setur þannig ofan í við umvöndunarseggi, segir rétt að athuga að fjölbreytni í málnotkun þykir yfirleitt af hinu góða. Það er ekkert að því að hafa fleiri en eitt orð yfir sama hugtak. „En hér hangir meira á spýtunni,“ segir Eiríkur meðal annars um málið. „Börn hafa gaman af tungumálinu og hæfileikar þeirra til nýsköpunar í máli eru dýrmætir fyrir íslenskuna og framtíð hennar. Með því að hafna nýsköpun barnanna, með því að vera sífellt að segja að þeirra orð séu ekki til, erum við að brjóta niður áhuga þeirra á málinu og vinna gegn íslenskunni. Þess í stað eigum við að taka nýmyndunum barnanna vel og nota þær til að kveikja umræður um tungumálið – umræður sem börnin eru móttækileg fyrir.“ Bókmenntir Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ein þeirra bóka sem hefur hlotið góðar undirtektir í jólabókaflóðinu er Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring. En, þar er þó ekki um eintómt lof og prís að ræða. Umvöndunarsemi netverja er við brugðið og hafa margir viljað hnýta í þetta orð „konuforseti“ og telja það ekki boðlegt. Rán hefur gripið til þess ráðs að rita handskrifað bréf sem hún birtir á netinu og sjá má hér neðar. Rán hefur einnig eignast góðan bandamann í Eiríki Rögnvaldssyni prófessor emeritus sem hefur snúið vörn í sókn. Hann ritar pistil um málið í Facebookhópinn Málvöndunarhópinn þar sem hann nefnir að oftar en einu sinni hafi á þeim vettvangi skapast umræða um orðið „konuforseti“ sem kemur fyrir í titli á nýrri barnabók um Vigdísi Finnbogadóttur. „Margir hafa hneykslast á þessu orði og sagt að það sé barnamál – þetta heiti „kvenforseti“ á íslensku. Það er auðvitað rétt að það er hefð fyrir orðinu „kvenforseti“ þótt sú hefð sé raunar ekki ýkja gömul – elsta dæmið um orðið á tímarit.is er 60 ára gamalt og orðið komst ekki í almenna notkun fyrr en með kjöri Vigdísar 1980.“ Eftir að umvöndunarsemin keyrði um þverbak ákvað Eiríkur að grípa í taumana. Hann hefur nú kveðið úr um að ekkert sé að orðinu konuforseti. Eiríkur segir það einfaldlega svo að bæði orðin, „kvenforseti“ og „konuforseti“, séu jafnrétt íslenska, í þeim skilningi að þau lúta orðmyndunarreglum málsins. hann segir jafnframt samsett orð í íslensku einkum af tvennum toga – í sumum er fyrri liðurinn orðstofn, eins og „kven-“, en í öðrum er fyrri liðurinn eignarfall (eintölu eða fleirtölu), eins og „konu-“. Það eru til ýmsar fullkomlega viðurkenndar samsetningar með „konu-“ sem fyrri lið – „konudagur“, „konukvöld“, „konuríki“, „konubíll“, „konuleit“, „konuefni“, „konukind“, „Konukot“ og fleiri orð mætti nefna. „En þótt báðar orðmyndunaraðferðirnar sem nefndar eru hér að ofan séu jafnréttar er almennt séð eðlilegt að halda sig við hefðina – ef komin er hefð á aðra aðferðina er oft ástæðulaust að mynda orð sömu merkingar eftir hinni aðferðinni. En það er samt ekki rangt.“ Eiríkur setur þannig ofan í við umvöndunarseggi, segir rétt að athuga að fjölbreytni í málnotkun þykir yfirleitt af hinu góða. Það er ekkert að því að hafa fleiri en eitt orð yfir sama hugtak. „En hér hangir meira á spýtunni,“ segir Eiríkur meðal annars um málið. „Börn hafa gaman af tungumálinu og hæfileikar þeirra til nýsköpunar í máli eru dýrmætir fyrir íslenskuna og framtíð hennar. Með því að hafna nýsköpun barnanna, með því að vera sífellt að segja að þeirra orð séu ekki til, erum við að brjóta niður áhuga þeirra á málinu og vinna gegn íslenskunni. Þess í stað eigum við að taka nýmyndunum barnanna vel og nota þær til að kveikja umræður um tungumálið – umræður sem börnin eru móttækileg fyrir.“
Bókmenntir Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira