Fótbolti

Toppliðin þurftu að hafa fyrir sigrunum | Zirkzee kom Bayern til bjargar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Zirkzee fagnar marki sínu gegn Freiburg á dögunum.
Zirkzee fagnar marki sínu gegn Freiburg á dögunum. Vísir/Getty

Ungstirnið Joshua Zirkzee kom Bayern Munich til bjargar annan leikinn í röð er liðið lagði Wolfsburg af velli í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur á Allianz vellinum 2-0 fyrir Bayern en leikurinn var markalaus allt fram á 85. mínútu. Þá kom RB Leipzig til baka gegn Augsburg og vann á endanum öruggan 3-1 sigur.

Líkt og gegn Freiburg í vikunni skoraði hinn 18 ára gamli Zirkzee undir lok leiks. Það reyndist þó ekki sigurmarkið gegn Freiburg né gegn Wolfsburg í dag en í báðum leikjum skoraði Serge Gnabry í uppbótartíma og gulltryggði sigur Bayern. Sigurinn þýðir að Bayern er áfram fjórum stigum á eftir toppliði RB Leipzig.

Toppliðið lenti einnig í vandræðum í dag en liðið lenti undir á heimavelli gegn Augsburg þegar Florian Niederlechner kom gestunum yfir. Heimamenn skoruðu hins vegar þrjú mörk í síðari hálfleik og lokatölur því 3-1. Alfreð Finnbagason var ekki í hóp hjá Augsburg RB Leipzig en íslenski landsliðsframherjinn er enn að glíma við meiðsli.

Leipzig er sem stendur í efsta sæti deildarinnar með 37 stig að loknum 17 umferðum. Borussia Mönchengladbach geta náð þeim að stigum en liðið mætir Herthu Berlin síðar í dag.

Önnur úrslit dagsins

Köln 1-0 Werder Bremen

Mainz 0-0 Bayer Leverkusen

Schalke 2-2 Freiburg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×