Enn ófært víða um land Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2019 07:15 Eins og sést á þessu korti Vegagerðarinnar reru vegir á Norðurlandi eystra enn víða lokaðir vegna ófærðar. vegagerðin Víða er enn ófært á vegum á Norðaustur- og Austurlandi vegna óveðurs sem þar var í gær og nótt. Mokstur er hafinn í Vatnsskarði og er verið að skoða með mokstur á Öxnadalsheiði. Þá verður skoðað með mokstur í Ljósavatnsskarði í birtingu en veginum var lokað í gærkvöldi eftir að þar féll snjóflóð sem er um 500 metra breitt. Flóðið féll úr Krossfjöllum, ofan við Ljósavatnsskarð og fór yfir þjóðveg 1 við Ljósavatn. Bíl var ekið inn í snjóflóðið í gær en til allrar mildi urðu engin slys á fólki. Eitt til tvö flóð féllu svo til viðbótar í fjallinu. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð að Stóru-Tjörnum og að sögn Hjálmars Boga Hafliðasonar, sem á sæti í aðgerðarstjórn björgunarsveita og lögreglu á Húsavík sem opnuð var vegna snjóflóðanna, fékk fólk þar inni sem var á ferðinni og komst ekki leiðar sinnar vegna óveðurs. Siglufjarðarvegur er lokaður sem og vegurinn um Mývatnsöræfi og vegurinn um Möðrudalsöræfi einnig. Þá er Vopnafjarðarheiði lokuð og Fjarðarheiði. Ljósavatnsskarð: Veginum hefur verið lokað vegna snjóflóðs. Það á að skoða með mokstur í birtingu. #lokað#færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 20, 2019 Gular viðvaranir eru enn í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Suðausturlandi og miðhálendinu en viðvaranirnar falla úr gildi á milli klukkan 8 og 9. Það verður minnkandi norðaustan átt í dag að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands, víða 10 til 15 metrar á sekúndu en um 15 til 20 metrar norðvestan til á landinu og einnig á Suðausturlandi í kvöld. „Það verður slydda eða snjókoma um landið norðan- og austanvert, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Hiti nálægt frostmarki, en hiti allt að 7 stigum sunnanlands. Það hvessir aftur á morgun og bætir í úrkomuna norðan- og austanlands, en áfram verður þurrt á Suður- og Vesturlandi. Á sunnudaginn dregur heldur úr vindi, en það verður áfram úrkomusamt norðan- og austan til,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu:Minnkandi norðaustan átt, víða 10-15 m/s um hádegi, en 15-20 norðvestan til á landinu og einnig á Suðausturlandi í kvöld. Slydda eða snjókoma um landið norðan- og austanvert, en yfirleitt bjart sunnan heiða.Norðaustan 13-20 m/s á morgun, en hvassari í vindstrengjum suðaustanlands. Það bætir í úrkomuna norðan- og austanlands, en áfram verður þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti nálægt frostmarki, en hiti að 7 stigum sunnanlands.Á laugardag:Norðaustan 13-20 m/s, en hvassari í vindstrengjum suðaustanlands. Skýjað á Suður- og Vesturlandi, él norðanlands, en snjókoma eða slydda austast á landinu. Hiti kringum frostmark.Á sunnudag (vetrarsólstöður):Allhvöss eða hvöss norðaustan átt með snjókomu eða slyddu norðan- og austanlands, en úrkomulaust sunnan heiða. Hiti breytist lítið.Á mánudag (Þorláksmessa):Norðaustan átt, víða 8-13 m/s og él, en þurrt að kalla sunnanlands. Hiti áfram um frostmark.Á þriðjudag (aðfangadagur jóla):Austlæg átt 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða slydda um tíma á Suður- og Vesturlandi, en rigning með ströndinni. Hiti um og yfir frostmarki. Skýjað um landið norðan- og austanvert, él á stöku stað og vægt frost. Samgöngur Veður Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Víða er enn ófært á vegum á Norðaustur- og Austurlandi vegna óveðurs sem þar var í gær og nótt. Mokstur er hafinn í Vatnsskarði og er verið að skoða með mokstur á Öxnadalsheiði. Þá verður skoðað með mokstur í Ljósavatnsskarði í birtingu en veginum var lokað í gærkvöldi eftir að þar féll snjóflóð sem er um 500 metra breitt. Flóðið féll úr Krossfjöllum, ofan við Ljósavatnsskarð og fór yfir þjóðveg 1 við Ljósavatn. Bíl var ekið inn í snjóflóðið í gær en til allrar mildi urðu engin slys á fólki. Eitt til tvö flóð féllu svo til viðbótar í fjallinu. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð að Stóru-Tjörnum og að sögn Hjálmars Boga Hafliðasonar, sem á sæti í aðgerðarstjórn björgunarsveita og lögreglu á Húsavík sem opnuð var vegna snjóflóðanna, fékk fólk þar inni sem var á ferðinni og komst ekki leiðar sinnar vegna óveðurs. Siglufjarðarvegur er lokaður sem og vegurinn um Mývatnsöræfi og vegurinn um Möðrudalsöræfi einnig. Þá er Vopnafjarðarheiði lokuð og Fjarðarheiði. Ljósavatnsskarð: Veginum hefur verið lokað vegna snjóflóðs. Það á að skoða með mokstur í birtingu. #lokað#færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 20, 2019 Gular viðvaranir eru enn í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Suðausturlandi og miðhálendinu en viðvaranirnar falla úr gildi á milli klukkan 8 og 9. Það verður minnkandi norðaustan átt í dag að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands, víða 10 til 15 metrar á sekúndu en um 15 til 20 metrar norðvestan til á landinu og einnig á Suðausturlandi í kvöld. „Það verður slydda eða snjókoma um landið norðan- og austanvert, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Hiti nálægt frostmarki, en hiti allt að 7 stigum sunnanlands. Það hvessir aftur á morgun og bætir í úrkomuna norðan- og austanlands, en áfram verður þurrt á Suður- og Vesturlandi. Á sunnudaginn dregur heldur úr vindi, en það verður áfram úrkomusamt norðan- og austan til,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu:Minnkandi norðaustan átt, víða 10-15 m/s um hádegi, en 15-20 norðvestan til á landinu og einnig á Suðausturlandi í kvöld. Slydda eða snjókoma um landið norðan- og austanvert, en yfirleitt bjart sunnan heiða.Norðaustan 13-20 m/s á morgun, en hvassari í vindstrengjum suðaustanlands. Það bætir í úrkomuna norðan- og austanlands, en áfram verður þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti nálægt frostmarki, en hiti að 7 stigum sunnanlands.Á laugardag:Norðaustan 13-20 m/s, en hvassari í vindstrengjum suðaustanlands. Skýjað á Suður- og Vesturlandi, él norðanlands, en snjókoma eða slydda austast á landinu. Hiti kringum frostmark.Á sunnudag (vetrarsólstöður):Allhvöss eða hvöss norðaustan átt með snjókomu eða slyddu norðan- og austanlands, en úrkomulaust sunnan heiða. Hiti breytist lítið.Á mánudag (Þorláksmessa):Norðaustan átt, víða 8-13 m/s og él, en þurrt að kalla sunnanlands. Hiti áfram um frostmark.Á þriðjudag (aðfangadagur jóla):Austlæg átt 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða slydda um tíma á Suður- og Vesturlandi, en rigning með ströndinni. Hiti um og yfir frostmarki. Skýjað um landið norðan- og austanvert, él á stöku stað og vægt frost.
Samgöngur Veður Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira