Varla hálfur spádómur völvunnar rættist Jakob Bjarnar skrifar 31. desember 2019 13:10 Sjálfsagt eru spádómar meira til gamans en hitt en varasamt getur reynst að spila með trúgjarnar sálir. getty Hefð er fyrir því að fjölmiðlar, til dæmis Vikan og DV, birti um áramót spádóma ónefndrar völvu sem rýnir í kristalkúlu sína og gægist inn í framtíðina. Á þessum tímamótum er vaninn að staldra við, líta um öxl og velta því þá jafnframt fyrir sér hvað framtíðin ber í skauti sér. Af sjálfu leiðir að þá er gósentíð spákvenna og karla. Nema, á tímum internets er tiltölulega auðvelt að kanna hvort völvan viti sínu viti en lausleg athugun Vísis, sem leit til spádóma Völvu DV sem birtist fyrir ári, sýnir að hún á sannarlega misjafna daga. Eiginlega virðist það á móti líkum hversu sjaldan hún hitti naglann á höfuðið og hefur hún, þessi tiltekna völva sem hér er nefnd til sögunnar, átt alveg sérlega vonda daga fyrir ári. Samkynhneigðir rapparar enn í skápnum Hér verða nokkur dæmi tekin af handahófi. Þannig lásu dyggir lesendur DV sér til líklega nokkurrar furðu og jafnvel ánægju að tveir ungir karlkyns rapparar myndu stíga fram og opinbera ástarsamband sitt á árinu 2019. „Samkynhneigð hefur verið tabú í hinni karllægu íslensku rappsenu og því vekur yfirlýsing rapparanna mikla og jákvæða athygli.“ Þegar allt öllu er á botninn hvolft er nánast afrek að spá fyrir um hitt og þetta og ekkert af því kemur á daginn.visir/vilhelm/getty Hafi samkynhneigðir rapparar stigið út úr skápnum á árinu sem nú er að líða fór það algerlega ofan garðs og neðan en þeir hafa enn einn dag til að gefa sig fram. Verkalýðsleiðtogar hanga í hjónaböndum sínum Þá greindi völvan frá því að landsmenn mættu búa sig undir það að vinstrisinnaður áhrifamaður í stjórn- og verkalýðsmálum tilkynni um hjónaskilnað sinn. „Tíðindin verða kunngerð í miðjum kjarabaráttustormi. Í kjölfarið dregur leiðtoginn sig í hlé frá opinberri umræðu í nokkrar vikur.“ Hafi einhverjir verkalýðsleiðtogar gengið í gegnum skilnað, þá hefur það farið afar hljótt öfugt við það sem völvan spáði. Þá voru það óneitanlega spennandi tíðindi sem völvan sá í sinni kristalkúlu með að þjóðþekktur Íslendingur myndi vekja gríðarlega athygli á árinu þegar viðkomandi stigi fram og greindi frá því að hann sé rangfeðraður. „Fleiri stíga fram í kjölfarið og mikil umræða geisar um þetta þjóðfélagsmein sem enginn hefur þorað að ræða fyrr. Sá er hóf umræðuna mun verða hylltur sem hetja í kjölfarið,“ sagði völvan þá. En landsmenn bíða enn hetjunni þeirri og hinni afhjúpandi og hollu umræðu hún á að skapa. Lostafulli ráðherrann lét lítið fyrir sér fara Ef fleiri dæmi eru skoðuð máttu þeir sem trúa á spádóma völvunnar búa sig undir það að lostafullur ráðherra myndi láta til sín taka á árinu sem nú er að líða með afgerandi hætti: „Ástamál ráðherra verða í brennidepli en upp kemst um náið samband hans við samherja í pólitík. „Það er ekki gott að segja hvort þar sé um að ræða aðstoðarmann eða annan þingmann. Kannski hefur einhver hugmyndaríkur húmoristi á ritstjórninni sett upp spáhattinn og látið ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur?getty Málið verður allt hið óþægilegasta enda tíðkast sjaldan að fjalla um málefni hjartans, eða öllu heldur lostans, hjá valdamönnum í samfélaginu,“ sagði völvan. Eitt og annað má segja um ráðherra landsins en þetta létu þeir þó eiga sig. Klámmyndaleikkona hefur hægt um sig Öfugt við það sem þeir sem treysta á völvuna hefðu mátt ætla lét íslenska klámmyndaleikkonan Tinna Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Tindra Frost, lítið fyrir sér fara á árinu 2019. Völvan taldi sig hins vegar hafa heimildir fyrir því, úr óræðum víddum spádómanna, að Tindra Frost myndi setja allt á hliðina þegar kynlífsmyndband sem er tekið upp hér á landi er frumsýnt. Og engir Íslendingar í þessari atvinnugrein komu fram í dagsljósið: „Í kjölfarið kemur í ljós að fleiri íslenskir klámmyndaleikarar hafa látið ljós sitt skína á erlendum vettvangi þó að þeir hafi farið huldu höfði hingað til.“ Og Insta-parið sem átti að vera á hvers manns vörum, eftir að það opinberaði samband sitt og færi hamförum á síðum fjölmiðla sem nýtt og umdeilt ofurpar … árið 2020 er kannski þeirra ár? Áramót Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Sjá meira
Hefð er fyrir því að fjölmiðlar, til dæmis Vikan og DV, birti um áramót spádóma ónefndrar völvu sem rýnir í kristalkúlu sína og gægist inn í framtíðina. Á þessum tímamótum er vaninn að staldra við, líta um öxl og velta því þá jafnframt fyrir sér hvað framtíðin ber í skauti sér. Af sjálfu leiðir að þá er gósentíð spákvenna og karla. Nema, á tímum internets er tiltölulega auðvelt að kanna hvort völvan viti sínu viti en lausleg athugun Vísis, sem leit til spádóma Völvu DV sem birtist fyrir ári, sýnir að hún á sannarlega misjafna daga. Eiginlega virðist það á móti líkum hversu sjaldan hún hitti naglann á höfuðið og hefur hún, þessi tiltekna völva sem hér er nefnd til sögunnar, átt alveg sérlega vonda daga fyrir ári. Samkynhneigðir rapparar enn í skápnum Hér verða nokkur dæmi tekin af handahófi. Þannig lásu dyggir lesendur DV sér til líklega nokkurrar furðu og jafnvel ánægju að tveir ungir karlkyns rapparar myndu stíga fram og opinbera ástarsamband sitt á árinu 2019. „Samkynhneigð hefur verið tabú í hinni karllægu íslensku rappsenu og því vekur yfirlýsing rapparanna mikla og jákvæða athygli.“ Þegar allt öllu er á botninn hvolft er nánast afrek að spá fyrir um hitt og þetta og ekkert af því kemur á daginn.visir/vilhelm/getty Hafi samkynhneigðir rapparar stigið út úr skápnum á árinu sem nú er að líða fór það algerlega ofan garðs og neðan en þeir hafa enn einn dag til að gefa sig fram. Verkalýðsleiðtogar hanga í hjónaböndum sínum Þá greindi völvan frá því að landsmenn mættu búa sig undir það að vinstrisinnaður áhrifamaður í stjórn- og verkalýðsmálum tilkynni um hjónaskilnað sinn. „Tíðindin verða kunngerð í miðjum kjarabaráttustormi. Í kjölfarið dregur leiðtoginn sig í hlé frá opinberri umræðu í nokkrar vikur.“ Hafi einhverjir verkalýðsleiðtogar gengið í gegnum skilnað, þá hefur það farið afar hljótt öfugt við það sem völvan spáði. Þá voru það óneitanlega spennandi tíðindi sem völvan sá í sinni kristalkúlu með að þjóðþekktur Íslendingur myndi vekja gríðarlega athygli á árinu þegar viðkomandi stigi fram og greindi frá því að hann sé rangfeðraður. „Fleiri stíga fram í kjölfarið og mikil umræða geisar um þetta þjóðfélagsmein sem enginn hefur þorað að ræða fyrr. Sá er hóf umræðuna mun verða hylltur sem hetja í kjölfarið,“ sagði völvan þá. En landsmenn bíða enn hetjunni þeirri og hinni afhjúpandi og hollu umræðu hún á að skapa. Lostafulli ráðherrann lét lítið fyrir sér fara Ef fleiri dæmi eru skoðuð máttu þeir sem trúa á spádóma völvunnar búa sig undir það að lostafullur ráðherra myndi láta til sín taka á árinu sem nú er að líða með afgerandi hætti: „Ástamál ráðherra verða í brennidepli en upp kemst um náið samband hans við samherja í pólitík. „Það er ekki gott að segja hvort þar sé um að ræða aðstoðarmann eða annan þingmann. Kannski hefur einhver hugmyndaríkur húmoristi á ritstjórninni sett upp spáhattinn og látið ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur?getty Málið verður allt hið óþægilegasta enda tíðkast sjaldan að fjalla um málefni hjartans, eða öllu heldur lostans, hjá valdamönnum í samfélaginu,“ sagði völvan. Eitt og annað má segja um ráðherra landsins en þetta létu þeir þó eiga sig. Klámmyndaleikkona hefur hægt um sig Öfugt við það sem þeir sem treysta á völvuna hefðu mátt ætla lét íslenska klámmyndaleikkonan Tinna Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Tindra Frost, lítið fyrir sér fara á árinu 2019. Völvan taldi sig hins vegar hafa heimildir fyrir því, úr óræðum víddum spádómanna, að Tindra Frost myndi setja allt á hliðina þegar kynlífsmyndband sem er tekið upp hér á landi er frumsýnt. Og engir Íslendingar í þessari atvinnugrein komu fram í dagsljósið: „Í kjölfarið kemur í ljós að fleiri íslenskir klámmyndaleikarar hafa látið ljós sitt skína á erlendum vettvangi þó að þeir hafi farið huldu höfði hingað til.“ Og Insta-parið sem átti að vera á hvers manns vörum, eftir að það opinberaði samband sitt og færi hamförum á síðum fjölmiðla sem nýtt og umdeilt ofurpar … árið 2020 er kannski þeirra ár?
Áramót Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Sjá meira