Mæðgurnar klæddu sig upp fyrir kökuboð og Eva skellti sér í brúðarkjólinn Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2020 13:31 Eva Laufey skellti sér í brúðarkjólinn. Í ljósi aðstæðna kunni Eva Laufey ekki við að biðja gesti sína að halda matarboð í þáttunum Matarboð með Evu Laufey og því ákvað hún að bjóða áhorfendum Stöðvar 2 í matarboð heim sín upp á Akranesi þar sem hún eldaði fyrir fjölskyldu sína. Dætur Evu, þær Ingibjörg Rósa og Kristín Rannveig fóru á kostum í síðasta þætti og það sama má segja um þáttinn á miðvikudagskvöldið. Þær mæðgur ákváðu að klæða sig upp og halda kökuboð og meðal annars var boðið upp á Oreo-bollakökur með hvítsúkkulaðikremi en hér að neðan má sjá uppskriftina sjálfa. Klippa: Mæðgurnar klæddu sig upp fyrir kökuboð Oreo-bollakökur með hvítsúkkulaðikremi 20-24 bollakökur 250 g smjör, við stofuhita 4 dl sykur 4 egg 4-5 dl mjólk (eða rjómi) 6 dl hveiti 2-3 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 2 tsk. vanillu-extract (eða vanillusykur) 16 Oreo-smákökur (1 pakki) 1. Hitið ofninn í 180°C (blástur) 2. Þeytið saman smjör og sykur í þrjár mínútur, bætið einu og einu eggi saman við. Þeytið vel á milli. 3. Sigtið saman hveiti og lyftiduft a.m.k. þrisvar sinnum. Bætið hveitiblöndunni, matarsódanum, vanillunni og mjólkinni saman við og þeytið mjög vel í nokkrar mínútur þar til blandan verður orðin silkimjúk. 4. Hakkið Oreo-smákökurnar í blandara eða þá bara með handaflinu í mjög smáa bita. 5. Skiptið deiginu niður í bollakökuform og bakið í 15-18 mínútur. Kælið kökurnar mjög vel áður en þið smyrjið á þær kremi. Hvítt súkkulaðikrem 200 g smjör, við stofuhita 300 g rjómaostur, við stofuhita 500 g flórsykur 2 tsk. vanillu-extract eða vanillusykur 140 g hvítt súkkulaði Þeytið saman smjör, rjómaost og flórsykur í nokkrar mínútur, því lengur sem þið hrærið kremið því betri áferð verður á því. Bræðið hvítt súkkulaði í vatnsbaði og bætið við smjörkremið ásamt vanillu. Blandið öllu vel saman þar til kremið verður orðið ansi létt, ef þið ætlið að nota matarlit þá bætið honum við rétt í lokin. Ég skreytti kökurnar með Oreo-smákökum, einfaldlega vegna þess að ég fæ ekki nóg af þessum kökum. Eva Laufey Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingi Bauer og VÆB menn reyndu að semja sumarsmell á staðnum Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Sjá meira
Í ljósi aðstæðna kunni Eva Laufey ekki við að biðja gesti sína að halda matarboð í þáttunum Matarboð með Evu Laufey og því ákvað hún að bjóða áhorfendum Stöðvar 2 í matarboð heim sín upp á Akranesi þar sem hún eldaði fyrir fjölskyldu sína. Dætur Evu, þær Ingibjörg Rósa og Kristín Rannveig fóru á kostum í síðasta þætti og það sama má segja um þáttinn á miðvikudagskvöldið. Þær mæðgur ákváðu að klæða sig upp og halda kökuboð og meðal annars var boðið upp á Oreo-bollakökur með hvítsúkkulaðikremi en hér að neðan má sjá uppskriftina sjálfa. Klippa: Mæðgurnar klæddu sig upp fyrir kökuboð Oreo-bollakökur með hvítsúkkulaðikremi 20-24 bollakökur 250 g smjör, við stofuhita 4 dl sykur 4 egg 4-5 dl mjólk (eða rjómi) 6 dl hveiti 2-3 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 2 tsk. vanillu-extract (eða vanillusykur) 16 Oreo-smákökur (1 pakki) 1. Hitið ofninn í 180°C (blástur) 2. Þeytið saman smjör og sykur í þrjár mínútur, bætið einu og einu eggi saman við. Þeytið vel á milli. 3. Sigtið saman hveiti og lyftiduft a.m.k. þrisvar sinnum. Bætið hveitiblöndunni, matarsódanum, vanillunni og mjólkinni saman við og þeytið mjög vel í nokkrar mínútur þar til blandan verður orðin silkimjúk. 4. Hakkið Oreo-smákökurnar í blandara eða þá bara með handaflinu í mjög smáa bita. 5. Skiptið deiginu niður í bollakökuform og bakið í 15-18 mínútur. Kælið kökurnar mjög vel áður en þið smyrjið á þær kremi. Hvítt súkkulaðikrem 200 g smjör, við stofuhita 300 g rjómaostur, við stofuhita 500 g flórsykur 2 tsk. vanillu-extract eða vanillusykur 140 g hvítt súkkulaði Þeytið saman smjör, rjómaost og flórsykur í nokkrar mínútur, því lengur sem þið hrærið kremið því betri áferð verður á því. Bræðið hvítt súkkulaði í vatnsbaði og bætið við smjörkremið ásamt vanillu. Blandið öllu vel saman þar til kremið verður orðið ansi létt, ef þið ætlið að nota matarlit þá bætið honum við rétt í lokin. Ég skreytti kökurnar með Oreo-smákökum, einfaldlega vegna þess að ég fæ ekki nóg af þessum kökum.
Eva Laufey Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingi Bauer og VÆB menn reyndu að semja sumarsmell á staðnum Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið