COVID-19: Álag á heilbrigðiskerfi ógn við barnshafandi konur og kornabörn Heimsljós 8. maí 2020 11:03 unicef Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) beinir kastljósinu að barnshafandi konum og kornabörnum í tilefni mæðradagsins næstkomandi sunnudag, 10. maí. UNICEF segir að áætlað sé að 116 milljónir barna komi í heiminn í skugga COVID-19 heimsfaraldursins. Ástæða sé til þess að óttast gríðarlegt álag á sjúkrahús og heilsugæslur víðs vegar um heiminn og álagið ógni öryggi þungaðra kvenna og nýfæddra barna. UNICEF segir að þess séu dæmi að heilbrigðisstarfsfólk, eins og ljósmæður, hafi verið sett í önnur störf sem tengjast umönnun COVID-19 sjúklinga. UNICEF vekur athygli á því að verðandi mæður veigri sér við því að leita til heilbrigðiskerfisins af ótta við smit, þær fari á mis við nauðsynlega bráðaþjónustu af því álagið sé svo mikið og einnig að reglur um lokanir séu strangar. UNICEF segir að þótt engar vísbendingar séu um að barnshafandi konum stafi meiri hætta af COVID-19 en öðrum verði þjóðir samt sem áður að tryggja aðgengi þeirra að mæðravernd, fæðingaþjónustu og ungbarnavernd. Um 130 þjóðir halda sérstaklega upp á mæðradaginn á sunnudaginn og samkvæmt frétt UNICEF eru í hópi þeirra þjóðir þar sem barnsfæðingar eru flestar frá því COVID-19 varð að heimsfaraldri í mars. Þannig er til dæmis áætlað að 20 milljónir barna fæðist á Indlandi, 13,5 milljónir í Kína, 6,4 milljónir í Nígeríu, 5 milljónir í Pakistan og 4 milljónir í Indónesíu. „Flestar þessara þjóða voru fyrir faraldurinn með háa tíðni nýburadauða og óttast er að hún kunni nú að hækka vegna hans. Meira að segja ríkari þjóðir fara ekki varhluta af þessu ástandi. Í Bandaríkjunum er áætlað að 3,3 milljónir barna fæðist á tímabilinu 11. mars til 16. desember og í New York eru yfirvöld að leita leiða til að útbúa fæðingamiðstöðvar þar sem mörgum konum hugnast ekki að koma á sjúkrahús í ástandinu,“ segir í frétt UNICEF. „Mæðradagurinn í ár er sérstaklega átakanlegur fyrir marga þar sem margar fjölskyldur hafa ekki getað hist mjög lengi vegna kórónaveirunnar,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „En þetta er líka tími samstöðu. Við getum hjálpað til við að bjarga lífum með því að tryggja að hver einasta barnshafandi kona fái þann stuðning og þjónustu sem hún þarf til að fæða barn í öryggi á komandi mánuðum.“ Mæðradagsgjöf UNICEF Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) beinir kastljósinu að barnshafandi konum og kornabörnum í tilefni mæðradagsins næstkomandi sunnudag, 10. maí. UNICEF segir að áætlað sé að 116 milljónir barna komi í heiminn í skugga COVID-19 heimsfaraldursins. Ástæða sé til þess að óttast gríðarlegt álag á sjúkrahús og heilsugæslur víðs vegar um heiminn og álagið ógni öryggi þungaðra kvenna og nýfæddra barna. UNICEF segir að þess séu dæmi að heilbrigðisstarfsfólk, eins og ljósmæður, hafi verið sett í önnur störf sem tengjast umönnun COVID-19 sjúklinga. UNICEF vekur athygli á því að verðandi mæður veigri sér við því að leita til heilbrigðiskerfisins af ótta við smit, þær fari á mis við nauðsynlega bráðaþjónustu af því álagið sé svo mikið og einnig að reglur um lokanir séu strangar. UNICEF segir að þótt engar vísbendingar séu um að barnshafandi konum stafi meiri hætta af COVID-19 en öðrum verði þjóðir samt sem áður að tryggja aðgengi þeirra að mæðravernd, fæðingaþjónustu og ungbarnavernd. Um 130 þjóðir halda sérstaklega upp á mæðradaginn á sunnudaginn og samkvæmt frétt UNICEF eru í hópi þeirra þjóðir þar sem barnsfæðingar eru flestar frá því COVID-19 varð að heimsfaraldri í mars. Þannig er til dæmis áætlað að 20 milljónir barna fæðist á Indlandi, 13,5 milljónir í Kína, 6,4 milljónir í Nígeríu, 5 milljónir í Pakistan og 4 milljónir í Indónesíu. „Flestar þessara þjóða voru fyrir faraldurinn með háa tíðni nýburadauða og óttast er að hún kunni nú að hækka vegna hans. Meira að segja ríkari þjóðir fara ekki varhluta af þessu ástandi. Í Bandaríkjunum er áætlað að 3,3 milljónir barna fæðist á tímabilinu 11. mars til 16. desember og í New York eru yfirvöld að leita leiða til að útbúa fæðingamiðstöðvar þar sem mörgum konum hugnast ekki að koma á sjúkrahús í ástandinu,“ segir í frétt UNICEF. „Mæðradagurinn í ár er sérstaklega átakanlegur fyrir marga þar sem margar fjölskyldur hafa ekki getað hist mjög lengi vegna kórónaveirunnar,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „En þetta er líka tími samstöðu. Við getum hjálpað til við að bjarga lífum með því að tryggja að hver einasta barnshafandi kona fái þann stuðning og þjónustu sem hún þarf til að fæða barn í öryggi á komandi mánuðum.“ Mæðradagsgjöf UNICEF Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent