Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. maí 2020 20:12 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/Friðrik Þór Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. Stofnunin greindi frá því í yfirlýsingu í dag að hún hefði ekki heimild til að afhenda né birta listann. „Málið er einfalt það á að birta þennan lista! Það er ein af forsendunum fyrir aðgerðunum sem eru til að vernda störf á fordæmalausum tímum,“ skrifar Guðlaugur Þór í færslu á Facebook-síðu sinni nú í kvöld, og vísar í frétt sem skrifuð er um umrædda yfirlýsingu Vinnumálastofnunar. Stofnunin segir í yfirlýsingunni að afstaða sín byggi á lögum um persónuvernd. „[…] því það liggur fyrir að ef birtur er listi fyrirtækjanna þá er auðveld leið að finna út nöfn þeirra sem fengið hafa greiddar atvinnuleysisbætur í minnkuðu starfshlutfalli. Það er óumdeilt, að rík skylda hvílir á stofnuninni að gæta þess að engin leið sé að nálgast upplýsingar um það, hvaða einstaklingar fái greiðslur frá henni, hvort sem um er að ræða atvinnuleysisbætur, fæðingarorlof, greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa osfrv. Um greiðslur til einstaklinga í minnkuðu starfshlutfalli gilda sömu lög og reglur.“ Til að taka af allan vafa hefur Vinnumálastofnun leitað álits Persónuverndar hið fyrsta og óska eftir flýtimeðferð á erindi sínu. Hlutabótaleið stjórnvalda hefur verið mjög til umræðu síðustu daga eftir að í ljós kom að nokkur stöndug fyrirtæki nýttu sér leiðina, þar á meðal Skeljungur, Hagar og Festi. Skeljungur tilkynnti þó í gær að fyrirtækið hygðist endurgreiða Vinnumálastofnun um sjö milljónir króna sem fyrirtækið taldi sig hafa sparað með því að nýta sér hlutabótaleiðina. Í dag tilkynntu svo Hagar og Festi að þau hefðu einnig ákveðið að hætta að nýta sér hlutabótaleiðina. Hagar ætla jafnframt að endurgreiða Vinnumálastofnun þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. Ríkistjórnin kynnti hlutabótaleiðina vegna kórónuveirufaraldurs í mars. 6.700 fyrirtæki nýttu sér úrræðið og 35-36 þúsund manns fengu greitt samkvæmt því síðustu mánaðamót. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 Vildu verja störf og völdu því hlutabótaleiðina Félagið Origo sem skráð er í Kauphöllinni skilaði 425 milljóna króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi. 8. maí 2020 14:25 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. Stofnunin greindi frá því í yfirlýsingu í dag að hún hefði ekki heimild til að afhenda né birta listann. „Málið er einfalt það á að birta þennan lista! Það er ein af forsendunum fyrir aðgerðunum sem eru til að vernda störf á fordæmalausum tímum,“ skrifar Guðlaugur Þór í færslu á Facebook-síðu sinni nú í kvöld, og vísar í frétt sem skrifuð er um umrædda yfirlýsingu Vinnumálastofnunar. Stofnunin segir í yfirlýsingunni að afstaða sín byggi á lögum um persónuvernd. „[…] því það liggur fyrir að ef birtur er listi fyrirtækjanna þá er auðveld leið að finna út nöfn þeirra sem fengið hafa greiddar atvinnuleysisbætur í minnkuðu starfshlutfalli. Það er óumdeilt, að rík skylda hvílir á stofnuninni að gæta þess að engin leið sé að nálgast upplýsingar um það, hvaða einstaklingar fái greiðslur frá henni, hvort sem um er að ræða atvinnuleysisbætur, fæðingarorlof, greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa osfrv. Um greiðslur til einstaklinga í minnkuðu starfshlutfalli gilda sömu lög og reglur.“ Til að taka af allan vafa hefur Vinnumálastofnun leitað álits Persónuverndar hið fyrsta og óska eftir flýtimeðferð á erindi sínu. Hlutabótaleið stjórnvalda hefur verið mjög til umræðu síðustu daga eftir að í ljós kom að nokkur stöndug fyrirtæki nýttu sér leiðina, þar á meðal Skeljungur, Hagar og Festi. Skeljungur tilkynnti þó í gær að fyrirtækið hygðist endurgreiða Vinnumálastofnun um sjö milljónir króna sem fyrirtækið taldi sig hafa sparað með því að nýta sér hlutabótaleiðina. Í dag tilkynntu svo Hagar og Festi að þau hefðu einnig ákveðið að hætta að nýta sér hlutabótaleiðina. Hagar ætla jafnframt að endurgreiða Vinnumálastofnun þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. Ríkistjórnin kynnti hlutabótaleiðina vegna kórónuveirufaraldurs í mars. 6.700 fyrirtæki nýttu sér úrræðið og 35-36 þúsund manns fengu greitt samkvæmt því síðustu mánaðamót.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 Vildu verja störf og völdu því hlutabótaleiðina Félagið Origo sem skráð er í Kauphöllinni skilaði 425 milljóna króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi. 8. maí 2020 14:25 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45
Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53
Vildu verja störf og völdu því hlutabótaleiðina Félagið Origo sem skráð er í Kauphöllinni skilaði 425 milljóna króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi. 8. maí 2020 14:25