Nota hitaskynjandi dróna í umfangsmikilli leit að hundinum Bangsa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2020 11:56 Hundurinn Bangsi hefur verið týndur frá því á þriðjudaginn. Mynd/Aðsend Umfangsmikil leit stendur nú yfir að hundinum Bangsa sem varð viðskila við eiganda sinn nærri Helgufoss ofan við Gljúfrastein i Mosfellsdal. Um fimmtíu manns komu að leitinni í gær og í dag er leitinni svæðaskipt. Meðal annars er notast við hitaskynjandi dróna. Bangsi er 15 ára hundur sem er blanda af íslenskum hundi og Border Collie, gylltur og hvítur. Hann týndist á þriðjudaginn og síðan þá hafa eigendur hans leitað hans með dyggri aðstoð vina, kunningja og hundaáhugamanna. Í samtali við Vísi segir Hermann Georg Gunnlaugsson, eigandi hundarins að nú sé leitinni beint að tveimur svæðum. Annars vegar með hitaskynjandi drónum á svæðinu þar sem hann varð viðskila við eigandann. Um 50 manns komu að leitinni í gær.Mynd/Aðsend „Við erum með hjálparsveit skáta sem er komið með dróna og eru að nota hitadróna til að fara yfir og sjá heita bletti,“ segir Hermann en kórfélagar hans, sem einnig eru meðlimir í björgunarsveit hafi boðið fram aðstoð sína. „Þau eru líka að nota tækifærið að prufa hitaskannann og sjá hvernig hann virkar í þessu umhverfi,“ segir Hermann. Annar hluti leitarinnar fer fram við Höfðahverfi, Grafarvogi, Ártúnshöfði, Hálsum, Fákum, Úlfarsárdal og Elliðaárdal og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið hvattir til að aðstoða við leitina. Þá hvetur Hermann þá sem ætla að nýta daginn til útisvistar að hafa augun hjá sér ef Bangsi skyldi dúkka upp einhver staðar. Þrátt fyrir að Bangsi sé kominn til ára sinna segir Hermann að hann sé vel sprækur, gangi allajafna 3-4 kílómetra á dag og hafi honum tekist að komast af svæðinu þar sem hann týndist sé mögulegt að hann hafi komist allt að 60 kílómetra. Einnig sé sá möguleiki fyrir hendi að hann sé fastur einhvers staðar og geti ekki látið vita af sér. Bangsa er sárt saknaðMynd/Aðsend „Frá því á þriðjudag er mikill fjöldi fólks búinn að taka þátt í leitinni og í gær komu um 50 manns meira og minna að leitinni. Ótrúlegt hvað fólk hefur sýnt þessu áhuga og tekið þátt í að leita,“ skrifar Hermann á Facebook sem biður þá sem kunna að hafa séð til Bangsa að hafa samband við sig. Upplýsingar um hvernig megi hafa samband við Hermann má finna í Facebook-færslu hans hér að neðan. Bangsi enn ófundinn. Uppfærsla 9. maí kl. 00:20 Bangsi er 15 ára hundur sem er blanda af íslenskum hundi og Border...Posted by Hermann Georg Gunnlaugsson on Föstudagur, 8. maí 2020 Dýr Mosfellsbær Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Umfangsmikil leit stendur nú yfir að hundinum Bangsa sem varð viðskila við eiganda sinn nærri Helgufoss ofan við Gljúfrastein i Mosfellsdal. Um fimmtíu manns komu að leitinni í gær og í dag er leitinni svæðaskipt. Meðal annars er notast við hitaskynjandi dróna. Bangsi er 15 ára hundur sem er blanda af íslenskum hundi og Border Collie, gylltur og hvítur. Hann týndist á þriðjudaginn og síðan þá hafa eigendur hans leitað hans með dyggri aðstoð vina, kunningja og hundaáhugamanna. Í samtali við Vísi segir Hermann Georg Gunnlaugsson, eigandi hundarins að nú sé leitinni beint að tveimur svæðum. Annars vegar með hitaskynjandi drónum á svæðinu þar sem hann varð viðskila við eigandann. Um 50 manns komu að leitinni í gær.Mynd/Aðsend „Við erum með hjálparsveit skáta sem er komið með dróna og eru að nota hitadróna til að fara yfir og sjá heita bletti,“ segir Hermann en kórfélagar hans, sem einnig eru meðlimir í björgunarsveit hafi boðið fram aðstoð sína. „Þau eru líka að nota tækifærið að prufa hitaskannann og sjá hvernig hann virkar í þessu umhverfi,“ segir Hermann. Annar hluti leitarinnar fer fram við Höfðahverfi, Grafarvogi, Ártúnshöfði, Hálsum, Fákum, Úlfarsárdal og Elliðaárdal og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið hvattir til að aðstoða við leitina. Þá hvetur Hermann þá sem ætla að nýta daginn til útisvistar að hafa augun hjá sér ef Bangsi skyldi dúkka upp einhver staðar. Þrátt fyrir að Bangsi sé kominn til ára sinna segir Hermann að hann sé vel sprækur, gangi allajafna 3-4 kílómetra á dag og hafi honum tekist að komast af svæðinu þar sem hann týndist sé mögulegt að hann hafi komist allt að 60 kílómetra. Einnig sé sá möguleiki fyrir hendi að hann sé fastur einhvers staðar og geti ekki látið vita af sér. Bangsa er sárt saknaðMynd/Aðsend „Frá því á þriðjudag er mikill fjöldi fólks búinn að taka þátt í leitinni og í gær komu um 50 manns meira og minna að leitinni. Ótrúlegt hvað fólk hefur sýnt þessu áhuga og tekið þátt í að leita,“ skrifar Hermann á Facebook sem biður þá sem kunna að hafa séð til Bangsa að hafa samband við sig. Upplýsingar um hvernig megi hafa samband við Hermann má finna í Facebook-færslu hans hér að neðan. Bangsi enn ófundinn. Uppfærsla 9. maí kl. 00:20 Bangsi er 15 ára hundur sem er blanda af íslenskum hundi og Border...Posted by Hermann Georg Gunnlaugsson on Föstudagur, 8. maí 2020
Dýr Mosfellsbær Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira