Sólveig Anna kveðst þiggja boð Dags með skilyrðum í skilaboðum á Facebook-vegg hans Atli Ísleifsson skrifar 4. mars 2020 10:06 Baráttufundur Eflingar í Iðnó vegna verkafalla Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kveðst þiggja boð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að þau fundi saman til að leita lausna á kjaradeilu Eflingar-fólks í borginni. Sólveig Anna svarar Degi með því að birta færslu á Facebook-vegg borgarstjóra. Þar segir hún að hún eigi erfitt með að skila hvers vegna hann vilji ekki ganga til samkomulags en að hún sé reiðubúin að hitta hann á fundi en með tveimur skilyrðum þó. Fyrra skilyrðið sé að hann birti opinberlega það tilboð, það er glærurnar, sem samninganefnd Eflingar var kynnt á samningafundi 19. febrúar, það er sama dag og Dagur mætti í Kastljóssviðtalið. Þannig geti allir borið tilboðið saman við ummæli þín í Kastljósinu. „Í öðru lagi að þú fallist á að mæta mér eða öðrum fulltrúa Eflingar í setti í útvarps- eða sjónvarpsviðtali áður en vikan er úti. Ef þú fellst á þetta þá skal ég koma og hitta þig til fundar á hvaða tíma sem hentar þér,“ segir Sólveig Anna. Sólveig minnist ekkert á í hvaða fjölmiðli slíkt viðtal eigi að fara fram. Capture Vill ekki standa í skeytasendingum í fjölmiðlum Verkföll Eflingarfólks halda áfram í dag. Efling bauð Degi tveggja daga verkfallshlé í gær gegn því að hann myndi veita skriflega staðfestingu á „Kastljóstilboðinu“ svokallaða. Efling veitti Degi frest til klukkan fjögur í gær, en svar Dags barst hins vegar ekki fyrr en eftir að fresturinn var liðinn. Í svari sínu bauðst Dagur til að hitta Sólveigu Önnu. „Ég stend að sjálfsögðu við allt sem ég sagði í Kastljósi á sínum tíma en það er ekki gagnlegt þegar reynt er að snúa út úr þeim yfirlýsingum eða standa í skeytasendingum í fjölmiðlum til að leysa kjaradeilur,“ bætir hann við,“ sagði Dagur í sinni færslu. Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Verkfall Eflingar heldur áfram þrátt fyrir tilboð um verkfallshlé Verkföll Eflingarfólks munu halda áfram þrátt fyrir boð samningarnefndar félagsins um tveggja daga verkfallshlé. 3. mars 2020 16:27 Bjóða verkfallshlé í tvo daga gegn skriflegri staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“ Þessu greinir Efling frá í tilkynningu og kveðst hafa sent erindi þess efnis til borgarstjóra, með afriti á ríkissáttasemjara. 3. mars 2020 10:17 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kveðst þiggja boð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að þau fundi saman til að leita lausna á kjaradeilu Eflingar-fólks í borginni. Sólveig Anna svarar Degi með því að birta færslu á Facebook-vegg borgarstjóra. Þar segir hún að hún eigi erfitt með að skila hvers vegna hann vilji ekki ganga til samkomulags en að hún sé reiðubúin að hitta hann á fundi en með tveimur skilyrðum þó. Fyrra skilyrðið sé að hann birti opinberlega það tilboð, það er glærurnar, sem samninganefnd Eflingar var kynnt á samningafundi 19. febrúar, það er sama dag og Dagur mætti í Kastljóssviðtalið. Þannig geti allir borið tilboðið saman við ummæli þín í Kastljósinu. „Í öðru lagi að þú fallist á að mæta mér eða öðrum fulltrúa Eflingar í setti í útvarps- eða sjónvarpsviðtali áður en vikan er úti. Ef þú fellst á þetta þá skal ég koma og hitta þig til fundar á hvaða tíma sem hentar þér,“ segir Sólveig Anna. Sólveig minnist ekkert á í hvaða fjölmiðli slíkt viðtal eigi að fara fram. Capture Vill ekki standa í skeytasendingum í fjölmiðlum Verkföll Eflingarfólks halda áfram í dag. Efling bauð Degi tveggja daga verkfallshlé í gær gegn því að hann myndi veita skriflega staðfestingu á „Kastljóstilboðinu“ svokallaða. Efling veitti Degi frest til klukkan fjögur í gær, en svar Dags barst hins vegar ekki fyrr en eftir að fresturinn var liðinn. Í svari sínu bauðst Dagur til að hitta Sólveigu Önnu. „Ég stend að sjálfsögðu við allt sem ég sagði í Kastljósi á sínum tíma en það er ekki gagnlegt þegar reynt er að snúa út úr þeim yfirlýsingum eða standa í skeytasendingum í fjölmiðlum til að leysa kjaradeilur,“ bætir hann við,“ sagði Dagur í sinni færslu.
Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Verkfall Eflingar heldur áfram þrátt fyrir tilboð um verkfallshlé Verkföll Eflingarfólks munu halda áfram þrátt fyrir boð samningarnefndar félagsins um tveggja daga verkfallshlé. 3. mars 2020 16:27 Bjóða verkfallshlé í tvo daga gegn skriflegri staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“ Þessu greinir Efling frá í tilkynningu og kveðst hafa sent erindi þess efnis til borgarstjóra, með afriti á ríkissáttasemjara. 3. mars 2020 10:17 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
Verkfall Eflingar heldur áfram þrátt fyrir tilboð um verkfallshlé Verkföll Eflingarfólks munu halda áfram þrátt fyrir boð samningarnefndar félagsins um tveggja daga verkfallshlé. 3. mars 2020 16:27
Bjóða verkfallshlé í tvo daga gegn skriflegri staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“ Þessu greinir Efling frá í tilkynningu og kveðst hafa sent erindi þess efnis til borgarstjóra, með afriti á ríkissáttasemjara. 3. mars 2020 10:17