Komst í gegnum skoðun með bilaðan hemlunarbúnað tæpum þremur mánuðum fyrir slysið Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 09:08 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá Brunavörnum Austur-Húnvetninga á vettvangi slyssins í apríl 2019. BRUNAVARNIR AUSTUR-HÚNVETNINGA Hemlabúnaður fólksbifreiðar sem hafnaði út af veginum í banaslysi í Langadal síðasta vor reyndist bilaður þegar slysið varð. Líkur eru á því að búnaðurinn hafi þegar verið í bágbornu ástandi þegar bíllinn fór í skoðun, og stóðst hana án athugasemda, tæpum þremur mánuðum fyrr. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Slysið varð að kvöldi 23. apríl er ökumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri með erlent ríkisfang, var einn á ferð eftir Norðurlandsvegi í botni Langadals. Viðbragðsaðilar frá Norðurlandi voru kallaðir til og þá var óskað eftir aðstoð áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ökumaðurinn lést í slysinu, sem var fyrsta banaslysið í umferðinni árið 2019. Slitnir hjólbarðar og bilaður hemlabúnaður Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að vitni hafi verið að slysinu. Ökumaðurinn hafi misst hægra hjól bifreiðarinnar út fyrir slitlagið á beinum vegkafla, náð að koma bílnum aftur inn á veginn en beygt of harkalega svo bifreiðinn skreið til og rann á hlið út af veginum vinstra megin. Þá hóf hún fljótlega að velta og stöðvaðist á hvolfi utan vegar. Ökumaðurinn var spenntur í öryggisbelti og loftpúði í stýri sprakk út. Bifreiðin valt margar veltur og hlaut ökumaðurinn banvæna fjöláverka í slysinu, að því er segir í skýrslunni. Aðstæður til aksturs voru góðar á vettvangi. Bifreiðin var af gerðinni Hyundai Matrix og var nýskráð árið 2007. Farið var með bílinn í skoðun í byrjun febrúar, rúmum tveimur mánuðum fyrir slysið, og hlaut hún þar skoðun án athugasemda. „Hún var útbúin slitnum negldum vetrarhjólbörðum þar sem margir naglanna voru horfnir eða brotnir. Rannsókn leiddi í ljós að henni hafði verið ekið á hjólbörðunum með of háum loftþrýstingi í töluverðan tíma,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Frá vettvangi slyssins.SKjáskot/RNSA Rannsóknin leiddi einnig í ljós bilun í hemlabúnaði og líkur taldar á að hann hafi þegar verið í slæmu ástandi þegar skoðun fór fram í febrúar. „Hemlaborðar að aftan voru ónýtir og líkur á að hemlun afturhjóla hafi verið takmörkuð. Stöðuhemill var óvirkur. Hemlabúnaður að framan var talsvert slitinn og breidd slitflatar undir öryggismörkum. Niðurstaða rannsóknar á bifreiðinni var m.a. sú að líkur eru á að hemlabúnaður hafi verið í bágbornu ástandi þegar aðalskoðun var framkvæmd tæpum þremur mánuðum fyrir slysið.“ Rannsóknarnefndin ítrekar í skýrslunni mikilvægi þess að ökumenn aki eigi hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa en talið er að bifreiðin hafi verið á 115 ± 14 kílómetra hraða rétt fyrir slysið. „Of hraður akstur er ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni,“ segir í skýrslunni. Þá er bent á nauðsyn þess að mikilvægur öryggisbúnaður ökutækja sé skoðaður af gaumgæfni á skoðunarstöðvunum og athugasemdir gerðar standist hann ekki lágmarkskröfur skoðunarhandbókar ökutækja. Samgönguslys Húnavatnshreppur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Hemlabúnaður fólksbifreiðar sem hafnaði út af veginum í banaslysi í Langadal síðasta vor reyndist bilaður þegar slysið varð. Líkur eru á því að búnaðurinn hafi þegar verið í bágbornu ástandi þegar bíllinn fór í skoðun, og stóðst hana án athugasemda, tæpum þremur mánuðum fyrr. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Slysið varð að kvöldi 23. apríl er ökumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri með erlent ríkisfang, var einn á ferð eftir Norðurlandsvegi í botni Langadals. Viðbragðsaðilar frá Norðurlandi voru kallaðir til og þá var óskað eftir aðstoð áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ökumaðurinn lést í slysinu, sem var fyrsta banaslysið í umferðinni árið 2019. Slitnir hjólbarðar og bilaður hemlabúnaður Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að vitni hafi verið að slysinu. Ökumaðurinn hafi misst hægra hjól bifreiðarinnar út fyrir slitlagið á beinum vegkafla, náð að koma bílnum aftur inn á veginn en beygt of harkalega svo bifreiðinn skreið til og rann á hlið út af veginum vinstra megin. Þá hóf hún fljótlega að velta og stöðvaðist á hvolfi utan vegar. Ökumaðurinn var spenntur í öryggisbelti og loftpúði í stýri sprakk út. Bifreiðin valt margar veltur og hlaut ökumaðurinn banvæna fjöláverka í slysinu, að því er segir í skýrslunni. Aðstæður til aksturs voru góðar á vettvangi. Bifreiðin var af gerðinni Hyundai Matrix og var nýskráð árið 2007. Farið var með bílinn í skoðun í byrjun febrúar, rúmum tveimur mánuðum fyrir slysið, og hlaut hún þar skoðun án athugasemda. „Hún var útbúin slitnum negldum vetrarhjólbörðum þar sem margir naglanna voru horfnir eða brotnir. Rannsókn leiddi í ljós að henni hafði verið ekið á hjólbörðunum með of háum loftþrýstingi í töluverðan tíma,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Frá vettvangi slyssins.SKjáskot/RNSA Rannsóknin leiddi einnig í ljós bilun í hemlabúnaði og líkur taldar á að hann hafi þegar verið í slæmu ástandi þegar skoðun fór fram í febrúar. „Hemlaborðar að aftan voru ónýtir og líkur á að hemlun afturhjóla hafi verið takmörkuð. Stöðuhemill var óvirkur. Hemlabúnaður að framan var talsvert slitinn og breidd slitflatar undir öryggismörkum. Niðurstaða rannsóknar á bifreiðinni var m.a. sú að líkur eru á að hemlabúnaður hafi verið í bágbornu ástandi þegar aðalskoðun var framkvæmd tæpum þremur mánuðum fyrir slysið.“ Rannsóknarnefndin ítrekar í skýrslunni mikilvægi þess að ökumenn aki eigi hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa en talið er að bifreiðin hafi verið á 115 ± 14 kílómetra hraða rétt fyrir slysið. „Of hraður akstur er ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni,“ segir í skýrslunni. Þá er bent á nauðsyn þess að mikilvægur öryggisbúnaður ökutækja sé skoðaður af gaumgæfni á skoðunarstöðvunum og athugasemdir gerðar standist hann ekki lágmarkskröfur skoðunarhandbókar ökutækja.
Samgönguslys Húnavatnshreppur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira