Perlur Íslands: Löngufjörur á Snæfellsnesi standa upp úr Stefán Árni Pálsson skrifar 12. maí 2020 14:33 Sóli með fjölskyldunni á Akureyri sumarið 2019. Að þessu sinni var Brynjuísinn frægi fyrir valinu. „Ég hef verið allt of lélegur að ferðast innanlands í gegnum tíðina en í sumar verður heldur betur bætt úr því,“ segir Sólmundur Hólm Sólmundarson einn þekktasti grínisti landsins. Hann ætlar að ferðast innanlands með unnustu sinni Viktoríu Hermannsdóttur og börnum í sumar. „Við skötuhjú keyptum fellihýsi fyrir nokkrum dögum sem við ætlum að draga um landið vítt og breitt í sumar með börnin fjögur. Mín ferðamennska hefur að mestu farið fram á hestum í gegnum tíðina og þar standa Löngufjörur á Snæfellsnesi sennilega upp úr.“ Hann segir að það jafnist ekkert á við að sitja viljugan töltara á góðri yfirferð í þéttum sandinum. „Þegar ég verð búinn að fara norður á Strandir með fellihýsið í sumar held ég að þær verði líka komnar ofarlega á listann.“ Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi. Perlur Íslands Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarbyggð Ferðalög Tengdar fréttir Perlur Íslands: „Ógleymanlegt að hvíla sig í lyngbrekku hjá þessari náttúruperlu“ „Það er mjög erfitt fyrir mig að nefna einn uppáhalds ferðamannastað á Íslandi því þeir eru margir sem eiga sérstakan stað í mínu hjarta.“ 11. maí 2020 11:30 Perlur Íslands: „Ólýsanleg upplifun að ferðast um þetta svæði á skíðum“ Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir segir að undanfarna vetur hafi sér þótt skemmtilegast að ferðast um landið á skíðum. Stórbrotin náttúra og langar skíðabrekkur heilla. 10. maí 2020 15:00 Perlur Íslands: „Mjóifjörður er að mínu mati fallegasti staður landsins“ Sálfræðingurinn og svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir hefur ferðast víða en Austfirðirnir eru hennar uppáhalds staður á Íslandi. 9. maí 2020 20:00 Perlur Íslands: „Einstök orka þarna og hvergi betra að vera“ Fatahönnuðurinn og verslunareigandinn Andrea Magnúsdóttir segir að sín uppáhalds perla sé Ólafsfjörður en hún elskar líka Hvaleyrarvatn og sundlaugina á Hofsósi. 8. maí 2020 15:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið
„Ég hef verið allt of lélegur að ferðast innanlands í gegnum tíðina en í sumar verður heldur betur bætt úr því,“ segir Sólmundur Hólm Sólmundarson einn þekktasti grínisti landsins. Hann ætlar að ferðast innanlands með unnustu sinni Viktoríu Hermannsdóttur og börnum í sumar. „Við skötuhjú keyptum fellihýsi fyrir nokkrum dögum sem við ætlum að draga um landið vítt og breitt í sumar með börnin fjögur. Mín ferðamennska hefur að mestu farið fram á hestum í gegnum tíðina og þar standa Löngufjörur á Snæfellsnesi sennilega upp úr.“ Hann segir að það jafnist ekkert á við að sitja viljugan töltara á góðri yfirferð í þéttum sandinum. „Þegar ég verð búinn að fara norður á Strandir með fellihýsið í sumar held ég að þær verði líka komnar ofarlega á listann.“ Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Perlur Íslands Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarbyggð Ferðalög Tengdar fréttir Perlur Íslands: „Ógleymanlegt að hvíla sig í lyngbrekku hjá þessari náttúruperlu“ „Það er mjög erfitt fyrir mig að nefna einn uppáhalds ferðamannastað á Íslandi því þeir eru margir sem eiga sérstakan stað í mínu hjarta.“ 11. maí 2020 11:30 Perlur Íslands: „Ólýsanleg upplifun að ferðast um þetta svæði á skíðum“ Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir segir að undanfarna vetur hafi sér þótt skemmtilegast að ferðast um landið á skíðum. Stórbrotin náttúra og langar skíðabrekkur heilla. 10. maí 2020 15:00 Perlur Íslands: „Mjóifjörður er að mínu mati fallegasti staður landsins“ Sálfræðingurinn og svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir hefur ferðast víða en Austfirðirnir eru hennar uppáhalds staður á Íslandi. 9. maí 2020 20:00 Perlur Íslands: „Einstök orka þarna og hvergi betra að vera“ Fatahönnuðurinn og verslunareigandinn Andrea Magnúsdóttir segir að sín uppáhalds perla sé Ólafsfjörður en hún elskar líka Hvaleyrarvatn og sundlaugina á Hofsósi. 8. maí 2020 15:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið
Perlur Íslands: „Ógleymanlegt að hvíla sig í lyngbrekku hjá þessari náttúruperlu“ „Það er mjög erfitt fyrir mig að nefna einn uppáhalds ferðamannastað á Íslandi því þeir eru margir sem eiga sérstakan stað í mínu hjarta.“ 11. maí 2020 11:30
Perlur Íslands: „Ólýsanleg upplifun að ferðast um þetta svæði á skíðum“ Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir segir að undanfarna vetur hafi sér þótt skemmtilegast að ferðast um landið á skíðum. Stórbrotin náttúra og langar skíðabrekkur heilla. 10. maí 2020 15:00
Perlur Íslands: „Mjóifjörður er að mínu mati fallegasti staður landsins“ Sálfræðingurinn og svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir hefur ferðast víða en Austfirðirnir eru hennar uppáhalds staður á Íslandi. 9. maí 2020 20:00
Perlur Íslands: „Einstök orka þarna og hvergi betra að vera“ Fatahönnuðurinn og verslunareigandinn Andrea Magnúsdóttir segir að sín uppáhalds perla sé Ólafsfjörður en hún elskar líka Hvaleyrarvatn og sundlaugina á Hofsósi. 8. maí 2020 15:00