Landsvirkjun býst við sterkri eftirspurn þegar kreppu lýkur Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2020 22:14 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Forstjóri Landsvirkjunar spáir því að sterk eftirspurn verði eftir íslenskri orku þegar kreppunni lýkur og skoðar fyrirtækið núna hvort hægt verði að taka ákvörðun síðar á árinu um að hefja undirbúningsframkvæmdir við næstu stórvirkjun í Þjórsá. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Stjórn Landsvirkjunar ákvað í síðasta mánuði að greiða eiganda sínum, ríkissjóði, tíu milljarða króna í arð. Það var vegna góðrar afkomu á síðasta ári, áður en veiran rústaði efnahag heimsbyggðarinnar og þar með orkumörkuðum. „Við erum náttúrlega bara mjög ánægð með að vera í stakk búin til að greiða arð. Fyrirtækið hefur lækkað skuldir mjög mikið á síðustu árum, samanborið við til dæmis síðustu kreppu um 2010. Þá var fyrirtækið ekki aflögufært en núna er fyrirtækið það fjárhagslega sterkt að það rúmast innan nýsamþykktrar arðgreiðslustefnu að greiða þennan arð,“ segir forstjórinn, Hörður Arnarson. Frá Búðarhálsvirkjun. Bygging hennar fór á fullt í síðustu kreppu fyrir áratug.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Landsvirkjun ákvað fyrir tveim vikum að veita stærstu raforkukaupendum sínum allt að 25 prósenta tímabundinn afslátt. „Við teljum að það þjóni hagsmunum Landsvirkjunar að standa með okkar viðskiptavinum á þessum erfiðu tímum og þar af leiðandi komum við til móts við þá með því að veita þennan afslátt, sem er heilmiklir peningar. Þetta er allt að einn og hálfur milljarður.“ Hörður segir það ráðast af mörgum þáttum hvort ríkissjóður geti áfram vænst álíka arðs á næstu árum. „Skuldsetningin er áfram að lækka. En það má búast við því að arðgreiðslugetan minnki eitthvað tímabundið. En við teljum að þetta séu eingöngu tímabundnar aðstæður á mörkuðum.“ En vill þó engu spá um hvenær viðsnúningurinn verði. „Oft hafa nú svona kreppur tilhneigingu til að koma hratt til baka. En það er mikil óvissa og held ég útilokað að segja hvernig þetta þróast á næstu mánuðum.“ Landsvirkjunarmenn ætla samt vera viðbúnir því að geta hafið undirbúningsframkvæmdir við næstu virkjun, líklega í neðri Þjórsá. Hvammsvirkjun í Þjórsá gæti orðið næsta stóra vatnsaflsvirkjun landsins. Undirbúningsframkvæmdir gætu hafist á næsta ári.Mynd/Landsvirkjun. „Þar er Hvammsvirkjun næst á dagskrá hjá okkur, að öllum líkindum. Við munum nota það sem eftir er á þessu ári til að meta aðstæður, - meta aðstæður á mörkuðum, - hvort þetta sé rétti tímapunkturinn til þess að fara af stað. Við teljum að þegar kreppunni lýkur þá muni verða sterk eftirspurn eftir orku á Íslandi. En það mun verða ljóst svona í árslok, - þá munu áætlanir liggja fyrir hvort við teljum þetta rétta tímapunktinn,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Stóriðja Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Tengdar fréttir Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð Eigendur Landsvirkjunar samþykktu á aðalfundi fyrirtækisins í dag tillögu stjórnar um arðgreiðslu til íslenska ríkisins upp á tíu milljarða króna fyrir árið 2019. Það er rúmlega tvisvar sinnum hærri upphæð en arðgreiðsla síðasta árs, sem nam 4,25 milljörðum. 22. apríl 2020 18:15 Landsvirkjun ræðst í milljarðaframkvæmdir og gefur stórnotendum allt að 25 prósent afslátt Landsvirkjun hyggst verja um 12 milljörðum króna í ýmsar framkvæmdir, þróunarverkefni auk þess að veita stórnotendum sínum afslætti. 28. apríl 2020 11:01 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar spáir því að sterk eftirspurn verði eftir íslenskri orku þegar kreppunni lýkur og skoðar fyrirtækið núna hvort hægt verði að taka ákvörðun síðar á árinu um að hefja undirbúningsframkvæmdir við næstu stórvirkjun í Þjórsá. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Stjórn Landsvirkjunar ákvað í síðasta mánuði að greiða eiganda sínum, ríkissjóði, tíu milljarða króna í arð. Það var vegna góðrar afkomu á síðasta ári, áður en veiran rústaði efnahag heimsbyggðarinnar og þar með orkumörkuðum. „Við erum náttúrlega bara mjög ánægð með að vera í stakk búin til að greiða arð. Fyrirtækið hefur lækkað skuldir mjög mikið á síðustu árum, samanborið við til dæmis síðustu kreppu um 2010. Þá var fyrirtækið ekki aflögufært en núna er fyrirtækið það fjárhagslega sterkt að það rúmast innan nýsamþykktrar arðgreiðslustefnu að greiða þennan arð,“ segir forstjórinn, Hörður Arnarson. Frá Búðarhálsvirkjun. Bygging hennar fór á fullt í síðustu kreppu fyrir áratug.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Landsvirkjun ákvað fyrir tveim vikum að veita stærstu raforkukaupendum sínum allt að 25 prósenta tímabundinn afslátt. „Við teljum að það þjóni hagsmunum Landsvirkjunar að standa með okkar viðskiptavinum á þessum erfiðu tímum og þar af leiðandi komum við til móts við þá með því að veita þennan afslátt, sem er heilmiklir peningar. Þetta er allt að einn og hálfur milljarður.“ Hörður segir það ráðast af mörgum þáttum hvort ríkissjóður geti áfram vænst álíka arðs á næstu árum. „Skuldsetningin er áfram að lækka. En það má búast við því að arðgreiðslugetan minnki eitthvað tímabundið. En við teljum að þetta séu eingöngu tímabundnar aðstæður á mörkuðum.“ En vill þó engu spá um hvenær viðsnúningurinn verði. „Oft hafa nú svona kreppur tilhneigingu til að koma hratt til baka. En það er mikil óvissa og held ég útilokað að segja hvernig þetta þróast á næstu mánuðum.“ Landsvirkjunarmenn ætla samt vera viðbúnir því að geta hafið undirbúningsframkvæmdir við næstu virkjun, líklega í neðri Þjórsá. Hvammsvirkjun í Þjórsá gæti orðið næsta stóra vatnsaflsvirkjun landsins. Undirbúningsframkvæmdir gætu hafist á næsta ári.Mynd/Landsvirkjun. „Þar er Hvammsvirkjun næst á dagskrá hjá okkur, að öllum líkindum. Við munum nota það sem eftir er á þessu ári til að meta aðstæður, - meta aðstæður á mörkuðum, - hvort þetta sé rétti tímapunkturinn til þess að fara af stað. Við teljum að þegar kreppunni lýkur þá muni verða sterk eftirspurn eftir orku á Íslandi. En það mun verða ljóst svona í árslok, - þá munu áætlanir liggja fyrir hvort við teljum þetta rétta tímapunktinn,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Stóriðja Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Tengdar fréttir Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð Eigendur Landsvirkjunar samþykktu á aðalfundi fyrirtækisins í dag tillögu stjórnar um arðgreiðslu til íslenska ríkisins upp á tíu milljarða króna fyrir árið 2019. Það er rúmlega tvisvar sinnum hærri upphæð en arðgreiðsla síðasta árs, sem nam 4,25 milljörðum. 22. apríl 2020 18:15 Landsvirkjun ræðst í milljarðaframkvæmdir og gefur stórnotendum allt að 25 prósent afslátt Landsvirkjun hyggst verja um 12 milljörðum króna í ýmsar framkvæmdir, þróunarverkefni auk þess að veita stórnotendum sínum afslætti. 28. apríl 2020 11:01 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð Eigendur Landsvirkjunar samþykktu á aðalfundi fyrirtækisins í dag tillögu stjórnar um arðgreiðslu til íslenska ríkisins upp á tíu milljarða króna fyrir árið 2019. Það er rúmlega tvisvar sinnum hærri upphæð en arðgreiðsla síðasta árs, sem nam 4,25 milljörðum. 22. apríl 2020 18:15
Landsvirkjun ræðst í milljarðaframkvæmdir og gefur stórnotendum allt að 25 prósent afslátt Landsvirkjun hyggst verja um 12 milljörðum króna í ýmsar framkvæmdir, þróunarverkefni auk þess að veita stórnotendum sínum afslætti. 28. apríl 2020 11:01