Innlent

Ellefu félög BHM semja við ríkið

Samúel Karl Ólason skrifar
Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður BHM.
Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður BHM. BHM

Fulltrúar ellefu aðildarfélaga BHM skrifuðu í dag undir nýjan kjarasamning við ríkið. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum og svo efnt til atkvæðagreiðslu um hann meðal hvers félags. Samkvæmt tilkynningu frá BHM segir að niðurstaða eigi að liggja fyrir þann 17. apríl.

Gildistími samningsins er frá 1. apríl 2019.

Í áðurnefndri tilkynningu segir að samninganefndir BHM hafi fengið tilboð frá Samninganefnd ríkisins og í ljósi „fordæmalausrar stöðu í samfélaginu“ hafi verið ákveðið að bera það undir félagsmenn í atkvæðagreiðslu.

Félögin sem um ræðir eru:

Dýralæknafélag Íslands (DÍ)

Félag geislafræðinga (FG)

Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH)

Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN)

Félag lífeindafræðinga (FL)

Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ)

Iðjuþjálfafélag Íslands (IÞÍ)

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH)

Ljósmæðrafélag Íslands (LMFÍ)

Sálfræðingafélag Íslands (SÍ)

Þroskaþjálfafélag Íslands (ÞÍ)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×