„Ef ég fengi að ráða einhverju þá væri ég alltaf berrösuð á tánum og í kjól“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. maí 2020 11:31 Andrea Magnúsdóttir á og rekur fataverslunina Andreu. Andrea Magnúsdóttir útskrifaðist úr tveggja ára námi í fatahönnun frá Margrethe skólanum í Kaupmannahöfn með hæstu einkunn árið 2009. Hún og eiginmaður hennar Óli sem er grafískur hönnuður og arkitekt stofnuðu verslunina Andreu og hafa unnið að merkinu saman undafarin ár, Andrea hefur séð um klæðnaðinn og Óli hefur séð um reksturinn, ásamt því að hanna allt sem kemur að útlit merkisins. Eva Laufey hitti Andreu fyrir nokkrum vikum þegar strangt samkomubann var enn í gildi og spurðu hana hvernig það væri að reka verslun á þessum tímum. Einnig fékk hún að vita hvernig svokölluð kjólaáskorun fór af stað á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að fólk gerði sér dagamun og klæddi sig upp. „Við byrjuðum í miðju hruni árið 2008 og erum í raun komin aftur þangað,“ segir Andrea og hlær. „Leynt og ljóst ætlaði ég alltaf að verða búðarkona. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel allan tímann og við erum alltaf á tánum og þetta er svona hjól sem stoppar aldrei. Þetta er mikil vinna en meðan maður elskar það sem maður er að gera þá finnur maður ekki fyrir því. Þetta er sennilega skrýtnasti tími sem við höfum prófað. Það skiptir engu máli við hvern ég tala í Indlandi, Danmörku, Ítalíu, við erum öll við sama borðið.“ Vildu ekki taka neina sénsa Hún segir að auðvelt hafi verið fyrir þau hjónin að færa reksturinn allan yfir á netið. „Auðvitað er þetta allt önnur staða en á sama tíma í fyrra. Við lokuðum versluninni fljótlega og höfðum lokað í þrjár vikur, því við vildum ekki taka neina sénsa. Svo erum við hægt og rólega að koma okkur í sama farið aftur.“ Mæðgurnar nýttu tímann í samkomubanninu afar vel og deildu skemmtilegum myndböndum á samfélagsmiðlum sem vöktu mikla athygli. Ísabella átti að fermast á dögunum. „Á fermingardaginn hennar fórum við í sparikjólana og áttum góðan dag og skoruðum á aðrar konur að gera slíkt hið sama. Dagurinn verður bara öðruvísi og betri,“ segir Andrea en á samfélagsmiðlum má finna efni úr kjólaáskoruninni undir kassamerkinu #kjolaaskorun. „Ef ég fengi að ráða einhverju þá væri ég alltaf berrösuð á tánum og í kjól.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Tíska og hönnun Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Andrea Magnúsdóttir útskrifaðist úr tveggja ára námi í fatahönnun frá Margrethe skólanum í Kaupmannahöfn með hæstu einkunn árið 2009. Hún og eiginmaður hennar Óli sem er grafískur hönnuður og arkitekt stofnuðu verslunina Andreu og hafa unnið að merkinu saman undafarin ár, Andrea hefur séð um klæðnaðinn og Óli hefur séð um reksturinn, ásamt því að hanna allt sem kemur að útlit merkisins. Eva Laufey hitti Andreu fyrir nokkrum vikum þegar strangt samkomubann var enn í gildi og spurðu hana hvernig það væri að reka verslun á þessum tímum. Einnig fékk hún að vita hvernig svokölluð kjólaáskorun fór af stað á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að fólk gerði sér dagamun og klæddi sig upp. „Við byrjuðum í miðju hruni árið 2008 og erum í raun komin aftur þangað,“ segir Andrea og hlær. „Leynt og ljóst ætlaði ég alltaf að verða búðarkona. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel allan tímann og við erum alltaf á tánum og þetta er svona hjól sem stoppar aldrei. Þetta er mikil vinna en meðan maður elskar það sem maður er að gera þá finnur maður ekki fyrir því. Þetta er sennilega skrýtnasti tími sem við höfum prófað. Það skiptir engu máli við hvern ég tala í Indlandi, Danmörku, Ítalíu, við erum öll við sama borðið.“ Vildu ekki taka neina sénsa Hún segir að auðvelt hafi verið fyrir þau hjónin að færa reksturinn allan yfir á netið. „Auðvitað er þetta allt önnur staða en á sama tíma í fyrra. Við lokuðum versluninni fljótlega og höfðum lokað í þrjár vikur, því við vildum ekki taka neina sénsa. Svo erum við hægt og rólega að koma okkur í sama farið aftur.“ Mæðgurnar nýttu tímann í samkomubanninu afar vel og deildu skemmtilegum myndböndum á samfélagsmiðlum sem vöktu mikla athygli. Ísabella átti að fermast á dögunum. „Á fermingardaginn hennar fórum við í sparikjólana og áttum góðan dag og skoruðum á aðrar konur að gera slíkt hið sama. Dagurinn verður bara öðruvísi og betri,“ segir Andrea en á samfélagsmiðlum má finna efni úr kjólaáskoruninni undir kassamerkinu #kjolaaskorun. „Ef ég fengi að ráða einhverju þá væri ég alltaf berrösuð á tánum og í kjól.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Tíska og hönnun Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira