Fleiri bókuðu sumarbústaði VR nú í mars en árin áður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2020 12:25 Stéttarfélögin hafa flest orlofshús til útleigu á sínum vegum. BHM Nokkuð er um afbókanir á orlofshúsum á vegum Bandalags háskólamanna vegna faraldurs kórónuveirunnar. Annað er uppi á teningnum hjá VR en bókun þar var meiri í marsmánuði en árin áður. Félögin tvö munu þó að öllum líkindum loka fyrir bókanir yfir páskana vegna faraldursins. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson hefur lýst yfir áhyggjum af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. „Ef að fólk hópast saman í þessar sumarbústaðarbyggðir sem eru mjög víða þá erum við að safna saman jafnvel þúsundum á heilbrigðissvæði sem eru mjög veik,“ sagði Viðir Reynisson, yfirlögreglujónn. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna föstudaginn 3. apríl 2020.Lögreglan Stéttarfélögin hafa flest orlofshús til útleigu á sínum vegum. Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri Bandalags háskólamanna segir nokkuð um afbókanir. „Páskarnir eru alltaf háannatímabil hjá orlofssjóðum og í venjulegu árferði þá eru orlofskostirnir þétt settnir og fullbókaðir á þessum tíma. Í gærmorgun var það þannig að við höfðum fengið inn 29 afbókanir vegna þeirra 45 kosta sem eru í boði núna um páskana,“ sagði Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri Bandalags háskólamanna. Segir hann líklegast að afbókanir sé tilkomnar vegna þess að sjóðurinn hafi slakað verulega á verklagi um endurgreiðslur. Sjóðsmenn geti nú fengið orlofskostnað endurgreiddan að fullu með litlum fyrirvara. Bókunarstaðan er önnur hjá VR. „Páskarnir hafa alltaf verið uppbókaðir hjá okkur og tímabilið í kringum páska, en við höfum aldrei séð eins miklar bókanir núna í mars eins og hefur verið. Það hefur nánast allt verið uppbókað hjá okkur bæði á virkum dögum og um helgar frá miðjum mars og það hefur aldrei gerst áður þannig þetta er mjög sérstök staða,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Bæði félög taka áhyggjum almannavarna alvarlega og nýta helgina til að endurmeta stöðuna. Til greina kemur að loka fyrir bókanir yfir páskana. „Já það hefur komið til tals, stjórn sjóðsins hefur funað mjög títt vegna ástandsins. Ég geri ráð fyrir því að hún hittist núna um helgina og endurmeti stöðuna og taki ákvörðun um það hvort tilefni sé til að fara í umfangsmeiri lokanir en nú hefur ríkt,“ sagði Gissur. „Við munum fara eftir þeim tilmælum sem sóttvarnarteymið setur og að sjálfsögðu taka virkan þátt í að leggja okkar að mörkum til að virða þær reglur og þau tilmæli sem sett eru fram, ég á von á því að VR muni loka orlofshúsum um páskana,“ sagði Ragnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Nokkuð er um afbókanir á orlofshúsum á vegum Bandalags háskólamanna vegna faraldurs kórónuveirunnar. Annað er uppi á teningnum hjá VR en bókun þar var meiri í marsmánuði en árin áður. Félögin tvö munu þó að öllum líkindum loka fyrir bókanir yfir páskana vegna faraldursins. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson hefur lýst yfir áhyggjum af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. „Ef að fólk hópast saman í þessar sumarbústaðarbyggðir sem eru mjög víða þá erum við að safna saman jafnvel þúsundum á heilbrigðissvæði sem eru mjög veik,“ sagði Viðir Reynisson, yfirlögreglujónn. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna föstudaginn 3. apríl 2020.Lögreglan Stéttarfélögin hafa flest orlofshús til útleigu á sínum vegum. Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri Bandalags háskólamanna segir nokkuð um afbókanir. „Páskarnir eru alltaf háannatímabil hjá orlofssjóðum og í venjulegu árferði þá eru orlofskostirnir þétt settnir og fullbókaðir á þessum tíma. Í gærmorgun var það þannig að við höfðum fengið inn 29 afbókanir vegna þeirra 45 kosta sem eru í boði núna um páskana,“ sagði Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri Bandalags háskólamanna. Segir hann líklegast að afbókanir sé tilkomnar vegna þess að sjóðurinn hafi slakað verulega á verklagi um endurgreiðslur. Sjóðsmenn geti nú fengið orlofskostnað endurgreiddan að fullu með litlum fyrirvara. Bókunarstaðan er önnur hjá VR. „Páskarnir hafa alltaf verið uppbókaðir hjá okkur og tímabilið í kringum páska, en við höfum aldrei séð eins miklar bókanir núna í mars eins og hefur verið. Það hefur nánast allt verið uppbókað hjá okkur bæði á virkum dögum og um helgar frá miðjum mars og það hefur aldrei gerst áður þannig þetta er mjög sérstök staða,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Bæði félög taka áhyggjum almannavarna alvarlega og nýta helgina til að endurmeta stöðuna. Til greina kemur að loka fyrir bókanir yfir páskana. „Já það hefur komið til tals, stjórn sjóðsins hefur funað mjög títt vegna ástandsins. Ég geri ráð fyrir því að hún hittist núna um helgina og endurmeti stöðuna og taki ákvörðun um það hvort tilefni sé til að fara í umfangsmeiri lokanir en nú hefur ríkt,“ sagði Gissur. „Við munum fara eftir þeim tilmælum sem sóttvarnarteymið setur og að sjálfsögðu taka virkan þátt í að leggja okkar að mörkum til að virða þær reglur og þau tilmæli sem sett eru fram, ég á von á því að VR muni loka orlofshúsum um páskana,“ sagði Ragnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira