26 skemmtiferðaskip afboða komu sína til Íslands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2020 23:25 26 skemmtiferðaskip hafa afboðað komu sína hingað til lands næsta sumar. Vísir/Vilhelm Fyrsta skemmtiferðaskipið þessa árs kom hingað til lands í marsmánuði en óvíst er hver áhrif kórónuveirufaraldursins verða á ferðaþjónustu hér á landi á næstu misserum. Annað skip hefur skráð komu sína hingað til lands þann 21. maí næstkomandi en óvíst er hvort það muni ganga eftir vegna kórónuveirufaraldursins. Ljóst er að hann muni setja mark sitt á ferðamennsku hér á landi næstu misseri. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Faxaflóahafna, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að kvarnast hafi úr þeim hópi skemmtiferðaskipa sem höfðu boðað komu sína hingað í sumar. Um var að ræða 189 skip en þegar hafa 26 þeirra afboðað komu sína. „Við reiknum með að það verði meiri afföll af þessu. Nánast öll skip liggja núna bundin við bryggju í ýmsum höfnum í Evrópu og við erum að vonast til að upp úr páskum þá geti farið að heyrast hljóð utan að hvað menn hyggjast fyrir en við erum nú ekki bjartsýn með maí og fram í júní en við skulum sjá til,“ sagði Gísli. Hann segir að víða erlendis sé enn meiri vandi til staðar, meðal annars vegna þess að nú liggi mörg skip við höfn og liggi við að ekki sé bryggjupláss til staðar. Mörg skemmtiferðaskipanna liggi nú við hafnir á Ítalíu, Spáni, Hollandi, Þýskalandi og á Norðurlöndunum. „Öll fyrirtækin í þessu eru að ráða ráðum sínum nánast en eitt er það hvernig ástandið verður á Íslandi en við sjáum það að ástandið er ekki björgulegt á Bretlandi og Bandaríkjunum þannig heimsmyndin mun ráða miklu um hvernig þetta þróast hérna hjá okkur.“ Segir greinilegt að sóttvarnaryfirvöld hafi verið framsýn Um borð í farþegaskipunum eru heilsugæslur og mikill búnaður enda eru þetta fljótandi samfélög segir Gísli. Þá segir hann að þegar skipin leggjast hér við höfn eiga þau að senda heilbrigðisvottorð og hefur tollurinn tekið við því hingað til en nú komi landhelgisgæslan sterkari inn og fái frekari upplýsingar. „Það verður örugglega áfram að ef skip er með eitthvað sem kallar á aðgæslu, smit eða annað, þá eru viðkomandi yfirvöld kölluð til og tekið er á málinu á þeim nótum. Það kemur ekki að bryggju fyrr en allt er klárt í landi.“ Hann segir líklegt að frekari ráðstafanir verði gerðar nú og muni verða beitt áfram þegar stórir hópar koma með þessum hætti til landa. „Kannski er það í rauninni bara skynsamlegt. Við höfum sloppið býsna vel síðustu áratugi. Ég hef nefnt það líka að fyrir nokkrum árum var sett sérstök sóttvarnaráætlun fyrir skip, landsáætlun, sem að Þórólfur og hans fólk stóð fyrir. Ég verð að viðurkenna það að jú, menn tóku boðskapinn en ég er nokkuð viss um það að ekki mjög margir í hafnarstarfseminni sem áttu von á því að þetta gagn yrði grundvallaratriði árið 2020.“ „Það sýnir kannski líka að sóttvarnaryfirvöld hafa verið framsýn og það er gríðarlega mikilvægt að hugsa fram fyrir tærnar á sér því atvikin sem gerast í kring um skip og sjó við þekkjum þau mörg en við erum að læra um ný atvik sem við þurfum að hafa augun á líka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ástralar hefja rannsókn á skemmtiferðaskipinu Ruby Princess Hafin er rannsókn á því í Ástralíu hvers vegna farþegar skemmtiferðaskipsins Ruby Princess fengu að fara frá borði í Sydney þrátt fyrir að hafa sýnt flensueinkenni. 5. apríl 2020 11:47 Andvaka vegna ástandsins Ef ég væri móðir-náttúra, þá hefði ég líka hannað veiru sem dregur stórlega úr neyslu og hægir á hagvexi. Móðir náttúra veit að 3% hagvöxtur þýðir 3% samdráttur í náttúru. 27. mars 2020 13:00 Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru á leið til landsins. 16. mars 2020 12:17 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Fyrsta skemmtiferðaskipið þessa árs kom hingað til lands í marsmánuði en óvíst er hver áhrif kórónuveirufaraldursins verða á ferðaþjónustu hér á landi á næstu misserum. Annað skip hefur skráð komu sína hingað til lands þann 21. maí næstkomandi en óvíst er hvort það muni ganga eftir vegna kórónuveirufaraldursins. Ljóst er að hann muni setja mark sitt á ferðamennsku hér á landi næstu misseri. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Faxaflóahafna, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að kvarnast hafi úr þeim hópi skemmtiferðaskipa sem höfðu boðað komu sína hingað í sumar. Um var að ræða 189 skip en þegar hafa 26 þeirra afboðað komu sína. „Við reiknum með að það verði meiri afföll af þessu. Nánast öll skip liggja núna bundin við bryggju í ýmsum höfnum í Evrópu og við erum að vonast til að upp úr páskum þá geti farið að heyrast hljóð utan að hvað menn hyggjast fyrir en við erum nú ekki bjartsýn með maí og fram í júní en við skulum sjá til,“ sagði Gísli. Hann segir að víða erlendis sé enn meiri vandi til staðar, meðal annars vegna þess að nú liggi mörg skip við höfn og liggi við að ekki sé bryggjupláss til staðar. Mörg skemmtiferðaskipanna liggi nú við hafnir á Ítalíu, Spáni, Hollandi, Þýskalandi og á Norðurlöndunum. „Öll fyrirtækin í þessu eru að ráða ráðum sínum nánast en eitt er það hvernig ástandið verður á Íslandi en við sjáum það að ástandið er ekki björgulegt á Bretlandi og Bandaríkjunum þannig heimsmyndin mun ráða miklu um hvernig þetta þróast hérna hjá okkur.“ Segir greinilegt að sóttvarnaryfirvöld hafi verið framsýn Um borð í farþegaskipunum eru heilsugæslur og mikill búnaður enda eru þetta fljótandi samfélög segir Gísli. Þá segir hann að þegar skipin leggjast hér við höfn eiga þau að senda heilbrigðisvottorð og hefur tollurinn tekið við því hingað til en nú komi landhelgisgæslan sterkari inn og fái frekari upplýsingar. „Það verður örugglega áfram að ef skip er með eitthvað sem kallar á aðgæslu, smit eða annað, þá eru viðkomandi yfirvöld kölluð til og tekið er á málinu á þeim nótum. Það kemur ekki að bryggju fyrr en allt er klárt í landi.“ Hann segir líklegt að frekari ráðstafanir verði gerðar nú og muni verða beitt áfram þegar stórir hópar koma með þessum hætti til landa. „Kannski er það í rauninni bara skynsamlegt. Við höfum sloppið býsna vel síðustu áratugi. Ég hef nefnt það líka að fyrir nokkrum árum var sett sérstök sóttvarnaráætlun fyrir skip, landsáætlun, sem að Þórólfur og hans fólk stóð fyrir. Ég verð að viðurkenna það að jú, menn tóku boðskapinn en ég er nokkuð viss um það að ekki mjög margir í hafnarstarfseminni sem áttu von á því að þetta gagn yrði grundvallaratriði árið 2020.“ „Það sýnir kannski líka að sóttvarnaryfirvöld hafa verið framsýn og það er gríðarlega mikilvægt að hugsa fram fyrir tærnar á sér því atvikin sem gerast í kring um skip og sjó við þekkjum þau mörg en við erum að læra um ný atvik sem við þurfum að hafa augun á líka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ástralar hefja rannsókn á skemmtiferðaskipinu Ruby Princess Hafin er rannsókn á því í Ástralíu hvers vegna farþegar skemmtiferðaskipsins Ruby Princess fengu að fara frá borði í Sydney þrátt fyrir að hafa sýnt flensueinkenni. 5. apríl 2020 11:47 Andvaka vegna ástandsins Ef ég væri móðir-náttúra, þá hefði ég líka hannað veiru sem dregur stórlega úr neyslu og hægir á hagvexi. Móðir náttúra veit að 3% hagvöxtur þýðir 3% samdráttur í náttúru. 27. mars 2020 13:00 Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru á leið til landsins. 16. mars 2020 12:17 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Ástralar hefja rannsókn á skemmtiferðaskipinu Ruby Princess Hafin er rannsókn á því í Ástralíu hvers vegna farþegar skemmtiferðaskipsins Ruby Princess fengu að fara frá borði í Sydney þrátt fyrir að hafa sýnt flensueinkenni. 5. apríl 2020 11:47
Andvaka vegna ástandsins Ef ég væri móðir-náttúra, þá hefði ég líka hannað veiru sem dregur stórlega úr neyslu og hægir á hagvexi. Móðir náttúra veit að 3% hagvöxtur þýðir 3% samdráttur í náttúru. 27. mars 2020 13:00
Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru á leið til landsins. 16. mars 2020 12:17