Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2020 12:36 Nú horfir til betri vegar á hjúkrunarheimilinu Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan í gær. Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. Sex starfsmenn eru með staðfest smit og sæta einangrun heima hjá sér og 23 starfsmenn til viðbótar eru ýmist í sóttkví eða einangrun. Fréttastofa greindi frá þeim sorgarfregnum í gær heimilismaður á Bergi hefði látist af völdum veirunnar eftir að hópsýking blossaði upp á heimilinu. Staðan var grafalvarleg um helgina, ekki síst vegna skorts á starfsfólki, en nú horfir til betri vegar eftir að liðsauki bakvarðasveitar barst frá Reykjavík með þyrlu gæslunnar í gær. Starfseminni á Bergi er nú nær alfarið sinnt af bakvarðasveit. „Okkur finnst við hafa náð utan um stöðuna og starfsemina og höfum veitt góða þjónustu og höldum áfram að gera það. En með þessum liðsauka sem barst í gær þá er meiri ró komin á starfsemina og ástandið betra,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í hádegisfréttum Bylgjunnar. Skelfilegar afleiðingar þess að smit berist á elliheimili Gylfi bætir við að þótt aðgerðir sóttvarnayfirvalda til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar, líkt og heimsóknarbann á elliheimilum, séu íþyngjandi, séu þær nauðsynlegar. Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur þurft að kalla til fólk úr bakvarðasveit til að manna deildir. „Þetta hópsmit hefur haft veruleg áhrif er það ástand sem allt kapp heilbrigðiskerfisins er lagt á að koma í veg fyrir, að smit komist inn á hjúkrunarheimili. Svona getur því miður gerst og þá er þetta niðurstaðan. Heimsóknarbann hefur gilt á Bergi um nokkurra vikna skeið og það gildir líka á öðrum stofnunum í kringum landið á öllum hjúkrunarheimilum, svo ég viti til og þetta er ástæðan. Ef smit berst inn á elliheimilin eru afleiðingarnar skelfilegar.“ Mikill velvilji og samstaða samfélagsins á Vestfjörðum Vestfirðingar hafa á undanförnum dögum hrundið af stað stöfnun fyrir tækjabúnaði, ýmiss konar, fyrir heilbrigðisstofnun Vestfjarða. „Tækjamálin hjá okkur er ekki eins og best væri á kosið. Meðal annars er verið að safna þarna fyrir svæfingarvélum sem eru hjá okkur orðnar 11 ára gamlar. Það er naumt skammtað í tækjakaup sem veittur er í fjárlögum á hverju ári. Það hefur verið skortur á þessu og ekki hægt að kaupa nýjustu tæki. Þessi velvilji sem við sjáum í samfélaginu er mjög skýr og fleytir okkur ansi langt. Þessi tækjakaup sem hér um ræðir. Svo er það þannig að kórónuveiran breytir þeirri þörf sem við höfum fyrir tæki. Ýmis tæki sem við í venjulegu árferði þyrftum ekki mörg eintök af, við þurfum þá kannski fleiri tæki af sambærilegri tegund á meðan þessi veira gengur yfir og það er væntanlega frekar talið í mánuðum heldur en vikum sem þetta ástand mun vara.“ Fjöldi Vestfirðinga hefur farið í sýnatöku á undanförnum dögum. Gylfi segir staðfestum smitum hafa fjölgað lítið eitt. Hertar aðgerðir tóku gildi í gær og eru nú allir norðanverðir Vestfirðir undir. Fréttastofa greindi frá því fyrir hádegi að karlmaður á sextugsaldri, sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Reykjavíkur í gærkvöldi, væri kominn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Maðurinn er þungt haldinn af Covid-19 sjúkdómnum. Bolungarvík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kominn suður og í öndunarvél á gjörgæslu Karlmaður á sextugsaldri sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Reykjavíkur í gærkvöldi er kominn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. 7. apríl 2020 11:38 Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45 „Þetta tekur verulega á“ Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir hið alvarlega ástand á hjúkrunarheimilinu Bergi taka á bæði heimilis- og starfsfólk. 6. apríl 2020 13:12 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. Sex starfsmenn eru með staðfest smit og sæta einangrun heima hjá sér og 23 starfsmenn til viðbótar eru ýmist í sóttkví eða einangrun. Fréttastofa greindi frá þeim sorgarfregnum í gær heimilismaður á Bergi hefði látist af völdum veirunnar eftir að hópsýking blossaði upp á heimilinu. Staðan var grafalvarleg um helgina, ekki síst vegna skorts á starfsfólki, en nú horfir til betri vegar eftir að liðsauki bakvarðasveitar barst frá Reykjavík með þyrlu gæslunnar í gær. Starfseminni á Bergi er nú nær alfarið sinnt af bakvarðasveit. „Okkur finnst við hafa náð utan um stöðuna og starfsemina og höfum veitt góða þjónustu og höldum áfram að gera það. En með þessum liðsauka sem barst í gær þá er meiri ró komin á starfsemina og ástandið betra,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í hádegisfréttum Bylgjunnar. Skelfilegar afleiðingar þess að smit berist á elliheimili Gylfi bætir við að þótt aðgerðir sóttvarnayfirvalda til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar, líkt og heimsóknarbann á elliheimilum, séu íþyngjandi, séu þær nauðsynlegar. Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur þurft að kalla til fólk úr bakvarðasveit til að manna deildir. „Þetta hópsmit hefur haft veruleg áhrif er það ástand sem allt kapp heilbrigðiskerfisins er lagt á að koma í veg fyrir, að smit komist inn á hjúkrunarheimili. Svona getur því miður gerst og þá er þetta niðurstaðan. Heimsóknarbann hefur gilt á Bergi um nokkurra vikna skeið og það gildir líka á öðrum stofnunum í kringum landið á öllum hjúkrunarheimilum, svo ég viti til og þetta er ástæðan. Ef smit berst inn á elliheimilin eru afleiðingarnar skelfilegar.“ Mikill velvilji og samstaða samfélagsins á Vestfjörðum Vestfirðingar hafa á undanförnum dögum hrundið af stað stöfnun fyrir tækjabúnaði, ýmiss konar, fyrir heilbrigðisstofnun Vestfjarða. „Tækjamálin hjá okkur er ekki eins og best væri á kosið. Meðal annars er verið að safna þarna fyrir svæfingarvélum sem eru hjá okkur orðnar 11 ára gamlar. Það er naumt skammtað í tækjakaup sem veittur er í fjárlögum á hverju ári. Það hefur verið skortur á þessu og ekki hægt að kaupa nýjustu tæki. Þessi velvilji sem við sjáum í samfélaginu er mjög skýr og fleytir okkur ansi langt. Þessi tækjakaup sem hér um ræðir. Svo er það þannig að kórónuveiran breytir þeirri þörf sem við höfum fyrir tæki. Ýmis tæki sem við í venjulegu árferði þyrftum ekki mörg eintök af, við þurfum þá kannski fleiri tæki af sambærilegri tegund á meðan þessi veira gengur yfir og það er væntanlega frekar talið í mánuðum heldur en vikum sem þetta ástand mun vara.“ Fjöldi Vestfirðinga hefur farið í sýnatöku á undanförnum dögum. Gylfi segir staðfestum smitum hafa fjölgað lítið eitt. Hertar aðgerðir tóku gildi í gær og eru nú allir norðanverðir Vestfirðir undir. Fréttastofa greindi frá því fyrir hádegi að karlmaður á sextugsaldri, sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Reykjavíkur í gærkvöldi, væri kominn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Maðurinn er þungt haldinn af Covid-19 sjúkdómnum.
Bolungarvík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kominn suður og í öndunarvél á gjörgæslu Karlmaður á sextugsaldri sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Reykjavíkur í gærkvöldi er kominn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. 7. apríl 2020 11:38 Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45 „Þetta tekur verulega á“ Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir hið alvarlega ástand á hjúkrunarheimilinu Bergi taka á bæði heimilis- og starfsfólk. 6. apríl 2020 13:12 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Kominn suður og í öndunarvél á gjörgæslu Karlmaður á sextugsaldri sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Reykjavíkur í gærkvöldi er kominn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. 7. apríl 2020 11:38
Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45
„Þetta tekur verulega á“ Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir hið alvarlega ástand á hjúkrunarheimilinu Bergi taka á bæði heimilis- og starfsfólk. 6. apríl 2020 13:12