COVID-19: Óttast að þrjár milljónir láti lífið í þróunarríkjunum Heimsljós 7. apríl 2020 16:05 Save the Children - Barnaheill Barnaheill – Save the Children hefur hrundið af stað umfangsmesta fjáröflunarátaki í hundrað ára sögu samtakanna. Stefnt er að því að safna 14,6 milljörðum íslenskra króna – hundrað milljónum bandarískra dala – til þess að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í COVID-19 heimsfaraldrinum. Samtökin vara við því að nú þegar kórónaveiran breiðist út í þróunarlöndum sé hætta á því að um þrjár milljónir manna láti lífið, verði ekki strax brugðist við útbreiðslu hennar. Frá því að faraldurinn hófst hafa Barnaheill – Save the Children brugðist við þörfum barna á svæðum þar sem smit hafa komið upp, eins og í Kína, Bandaríkjunum og um alla Evrópu, að því er fram kemur í frétt Barnaheilla. Inger Ashing, framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna hefur miklar áhyggjur af þróunarríkjum og segir börn nú þegar farin að líða fyrir óviðunandi heilbrigðiskerfi. ,,Við höfum öll séð hvernig Covid-19 hefur umturnað lífi fólks út um allan heim. Faraldurinn dreifist nú um í fátækustu ríkjum heims þar sem heilbrigðiskerfi eru veik fyrir. Börn hafa nú þegar fundið fyrir afleiðingum þess og fá ekki viðeigandi meðferð við malaríu, lungnabólgu og vannæringu. Það er nauðsynlegt að við grípum til skjótra aðgerða.“ Með þeim fjármunum sem safnast munu Barnaheill – Save the Children styrkja núverandi starfsemi sína svo hægt sé að takast á við áhrif kórónaveirunnar. Það verður gert með því að vernda og styðja við börn á þeim svæðum sem verða hvað verst úti og búa við fátækt, eru á flótta eða búa á átakasvæðum. Það felur einnig í sér að auka stuðning við heilbrigðiskerfi, veita fjárhagsstuðning til fjölskyldna sem missa tekjur vegna ástandsins, styðja við fylgdarlaus börn og tryggja börnum áframhaldandi aðgang að menntun. Fram kemur í frétt Barnaheilla að alþjóðasamtökin hafi vaxandi áhyggjur af útbreiðslu veirunnar í flóttamannabúðum víða um heim og í Sýrlandi og Jemen þar sem stríð ríkir og innviðir eru veikir. „Heilbrigðiskerfin í þessum löndum eru gífurlega brotin og ekki í stakk búin til þess að takast á við faraldurinn,“ segir í fréttinni. Fjáröflunarsíða Barnaheilla Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent
Barnaheill – Save the Children hefur hrundið af stað umfangsmesta fjáröflunarátaki í hundrað ára sögu samtakanna. Stefnt er að því að safna 14,6 milljörðum íslenskra króna – hundrað milljónum bandarískra dala – til þess að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í COVID-19 heimsfaraldrinum. Samtökin vara við því að nú þegar kórónaveiran breiðist út í þróunarlöndum sé hætta á því að um þrjár milljónir manna láti lífið, verði ekki strax brugðist við útbreiðslu hennar. Frá því að faraldurinn hófst hafa Barnaheill – Save the Children brugðist við þörfum barna á svæðum þar sem smit hafa komið upp, eins og í Kína, Bandaríkjunum og um alla Evrópu, að því er fram kemur í frétt Barnaheilla. Inger Ashing, framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna hefur miklar áhyggjur af þróunarríkjum og segir börn nú þegar farin að líða fyrir óviðunandi heilbrigðiskerfi. ,,Við höfum öll séð hvernig Covid-19 hefur umturnað lífi fólks út um allan heim. Faraldurinn dreifist nú um í fátækustu ríkjum heims þar sem heilbrigðiskerfi eru veik fyrir. Börn hafa nú þegar fundið fyrir afleiðingum þess og fá ekki viðeigandi meðferð við malaríu, lungnabólgu og vannæringu. Það er nauðsynlegt að við grípum til skjótra aðgerða.“ Með þeim fjármunum sem safnast munu Barnaheill – Save the Children styrkja núverandi starfsemi sína svo hægt sé að takast á við áhrif kórónaveirunnar. Það verður gert með því að vernda og styðja við börn á þeim svæðum sem verða hvað verst úti og búa við fátækt, eru á flótta eða búa á átakasvæðum. Það felur einnig í sér að auka stuðning við heilbrigðiskerfi, veita fjárhagsstuðning til fjölskyldna sem missa tekjur vegna ástandsins, styðja við fylgdarlaus börn og tryggja börnum áframhaldandi aðgang að menntun. Fram kemur í frétt Barnaheilla að alþjóðasamtökin hafi vaxandi áhyggjur af útbreiðslu veirunnar í flóttamannabúðum víða um heim og í Sýrlandi og Jemen þar sem stríð ríkir og innviðir eru veikir. „Heilbrigðiskerfin í þessum löndum eru gífurlega brotin og ekki í stakk búin til þess að takast á við faraldurinn,“ segir í fréttinni. Fjáröflunarsíða Barnaheilla Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent