Nokkrar konur sem beittar eru heimilisofbeldi telja sig fastar á heimilinu með börnin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. apríl 2020 19:00 Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. Rannsóknir og reynsla þeirra sem starfa með þolendum heimilisofbeldis sýna að í tíð eins og nú er sé hætta á að heimilisofbeldi verði tíðara og hættulegra. Mikið að gera hjá Bjarkarhlíð Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur starfsfólks vart undan við að svara símtölum þessa dagana. Verkefnastýra hefur miklar áhyggjur af ástandinu. Engin starfsemi er í húsinu en starfsmenn veita ráðgjöf í gegn um síma. „Konur hafa þurft að koma sér út úr húsi, búa til ástæðu til að fara að heiman og fara út í bíl eða búð eða út að ganga með hundinn, til að geta tekið þessi símtöl til að geta fengið stuðninginn,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar. Hún segir nú talsvert um að fólk, sem áður hefur reynt að fara úr ofbeldissambandi en hefur farið aftur til baka, hafi samband. „Þetta eru svona sambönd sem að svona ástand eykur spennuna í og gerir í raun og veru aðstæðurnar hættulegri,“ segir Ragna. Svara neyðarsíma allan sólarhringinn Tveir eru nú í gæsluvarðahaldi í tveimur aðskildum málum: Karlamaður á sextugsaldri grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana á heimili þeirra í Sandgerði á dögunum og karlmaður um þrítugt sem er grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana á heimili hennar í Hafnarfirði aðfaranótt mánudags. „Fyrir okkur sem störfum í þessum málaflokki er það náttúrulega gríðarlegt áfall að það hafi komið upp þessi aðstaða þegar sem fólk deyr af völdum heimilisofbeldis. Þetta er þó raunveruleiki sem við vinnum alltaf með,“ segir Ragna. Til að bregðast við ástandinu hefur verið ákveðið að hafa opið fyrir símsvörun allan sólarhringinn hjá Bjarkarhlíð um páskana. Meira verið að ögra, ógna og hóta Ragna segir að þeir sem hafi hringt inn síðustu daga hafi áhyggjur af ástandinu sem skapast hefur á heimilinu. „Það eru meiri spenna, það er meira verið að ögra, ógna eða hóta,“ segir Ragna. „Þetta er olía á eldinn, þetta ástand.“ Sumir myndu vilja koma sér úr aðstæðunum en telja sig ekki hafa stað til að fara vegna faraldursins að sögn Rögnu. Kvennaathvarfið sé alltaf opið en það sé stórt skref að stíga fyrir sumar konur. „Við höfum fengið meira en þrjú mál þar sem konur eru fastar heima út af heimilisofbeldi, þær eru með börn og í flóknum aðstæðum og treysta sér ekki í Kvennaathvarfið,“ segir Ragna. Samkvæmt upplýsingum frá Kvennaathvarfinu er nú öll áhersla lögð á að reyna finna lausnir fyrir allar konur sem þangað leita vegna ofbeldis á þessum sérstöku tímum. Neyðarsími Bjarkarhlíðar um páskahelgina er 664-8321 og verður svarað í hann allan sólarhringinn. Einnig má senda tölvupóst á bjarkarhlid@bjarkarhlid.is. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana Karlmaður um þrítugt var í gærkvöldi útskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa orðið móður sinni að bana. Banameinið er talið vera hnífstunga. 7. apríl 2020 10:07 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. Rannsóknir og reynsla þeirra sem starfa með þolendum heimilisofbeldis sýna að í tíð eins og nú er sé hætta á að heimilisofbeldi verði tíðara og hættulegra. Mikið að gera hjá Bjarkarhlíð Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur starfsfólks vart undan við að svara símtölum þessa dagana. Verkefnastýra hefur miklar áhyggjur af ástandinu. Engin starfsemi er í húsinu en starfsmenn veita ráðgjöf í gegn um síma. „Konur hafa þurft að koma sér út úr húsi, búa til ástæðu til að fara að heiman og fara út í bíl eða búð eða út að ganga með hundinn, til að geta tekið þessi símtöl til að geta fengið stuðninginn,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar. Hún segir nú talsvert um að fólk, sem áður hefur reynt að fara úr ofbeldissambandi en hefur farið aftur til baka, hafi samband. „Þetta eru svona sambönd sem að svona ástand eykur spennuna í og gerir í raun og veru aðstæðurnar hættulegri,“ segir Ragna. Svara neyðarsíma allan sólarhringinn Tveir eru nú í gæsluvarðahaldi í tveimur aðskildum málum: Karlamaður á sextugsaldri grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana á heimili þeirra í Sandgerði á dögunum og karlmaður um þrítugt sem er grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana á heimili hennar í Hafnarfirði aðfaranótt mánudags. „Fyrir okkur sem störfum í þessum málaflokki er það náttúrulega gríðarlegt áfall að það hafi komið upp þessi aðstaða þegar sem fólk deyr af völdum heimilisofbeldis. Þetta er þó raunveruleiki sem við vinnum alltaf með,“ segir Ragna. Til að bregðast við ástandinu hefur verið ákveðið að hafa opið fyrir símsvörun allan sólarhringinn hjá Bjarkarhlíð um páskana. Meira verið að ögra, ógna og hóta Ragna segir að þeir sem hafi hringt inn síðustu daga hafi áhyggjur af ástandinu sem skapast hefur á heimilinu. „Það eru meiri spenna, það er meira verið að ögra, ógna eða hóta,“ segir Ragna. „Þetta er olía á eldinn, þetta ástand.“ Sumir myndu vilja koma sér úr aðstæðunum en telja sig ekki hafa stað til að fara vegna faraldursins að sögn Rögnu. Kvennaathvarfið sé alltaf opið en það sé stórt skref að stíga fyrir sumar konur. „Við höfum fengið meira en þrjú mál þar sem konur eru fastar heima út af heimilisofbeldi, þær eru með börn og í flóknum aðstæðum og treysta sér ekki í Kvennaathvarfið,“ segir Ragna. Samkvæmt upplýsingum frá Kvennaathvarfinu er nú öll áhersla lögð á að reyna finna lausnir fyrir allar konur sem þangað leita vegna ofbeldis á þessum sérstöku tímum. Neyðarsími Bjarkarhlíðar um páskahelgina er 664-8321 og verður svarað í hann allan sólarhringinn. Einnig má senda tölvupóst á bjarkarhlid@bjarkarhlid.is.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana Karlmaður um þrítugt var í gærkvöldi útskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa orðið móður sinni að bana. Banameinið er talið vera hnífstunga. 7. apríl 2020 10:07 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30
Grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana Karlmaður um þrítugt var í gærkvöldi útskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa orðið móður sinni að bana. Banameinið er talið vera hnífstunga. 7. apríl 2020 10:07
Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29