Annalísa lést eftir þriggja vikna baráttu við Covid-19: Vona að fæstir þurfi að kveðja við þessar aðstæður Sylvía Hall skrifar 10. apríl 2020 16:20 Annalísa ásamt Önnu Margréti dóttur sinni. Úr einkasafni Annalísa Jansen lést í morgun á Landspítalanum af völdum kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, 81 árs að aldri. Annalísa hafði legið inni vegna veikindanna í þrjár vikur og var útlit fyrir að hlutirnir færu batnandi þar til hún fékk hjartaáfall um síðustu helgi. Þá var hún sett á líknandi meðferð. Aðstandendur Önnulísu minnast hennar á samfélagsmiðlum og hefur Vísir fengið leyfi til þess að greina frá færslum þeirra, þar sem þeir minnast móður sinnar, ömmu og langömmu. „Um leið og augun fyllast af tárum og ég græt elsku bestu mömmu mína þá er ég gríðarlega þakklát fyrir að hafa haft hana hjá mér í tæp 60 ár. Nú þegar ég sit hér heima með kveikt á kerti fyrir hana og borða kruður að dönskum sið eins og mamma gerði hvern einasta dag birtast alls konar minningabrot úr æsku sem ylja strax og munu gera áfram,“ skrifar Anna Margrét Ólafsdóttir, dóttir Önnulísu um móður sína. Aðstandendur þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hafa þurft að treysta á tækni að stórum hluta til þess að eiga samskipti við ástvini sína en þó fengu Anna Margrét og fjölskylda að heimsækja Önnulísu á spítalann. Hún segir upplifunina hafa verið líkt og í hryllingsmynd, þar sem þau þurftu að klæðast hlífðarbúningi. Það hafi verið erfiðara en þau gátu ímyndað sér. „Upplifunin mín var eins og ég væri aukaleikari í hryllingsmynd bíðandi eftir „cut“ skipun frá leikstjóranum þegar ég gekk inn í rýmið þar sem smitaðir einstaklingar voru. Ég vona heitt og innilega að sem fæstir aðstandendur þurfi að kveðja sína nánustu við þessar aðstæður,“ skrifar Anna Margrét. Helgaði líf sitt börnum Annalísa starfaði sem dagmamma í fjölda ára og síðar á leikskólanum Skógarborg þar sem hún starfaði þar til hún fór á eftirlaun. Bæði Anna Margrét og Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, barnabarn Önnulísu tala um hversu barngóð hún var og að börnin hafi alltaf verið í forgangi. „Ég var heppin og bjó í næsta húsi við þau afa frá níu ára aldri og naut þess að líta við eftir skóla langt fram á unglingsár - fá kaffitíma, hjálpa til með dagmömmubörnin, spjalla og jafnvel spila smá Nintendo með ömmu. Ég er endalaust þakklát fyrir tímann með henni og fyrir að börnin mín fengið tækifæri til að kynnast yndislegu langömmu sinni,“ skrifar Ragnheiður um ömmu Lísu. Hún segir ömmu sína hafa verið ljúfa og góða konu sem hafi alla tíð verið barngóð og tekur Anna Margrét í sama streng í sínum minningarorðum. „Það eru margir sem munu minnast elsku mömmu með mikilli hlýju og kærleika.“ Annalísa starfaði alla tíð með börnum, bæði sem dagmamma og á leikskóla. Barnabarn hennar segist þakklát fyrir tímann með henni og að börnin hennar hafi fengið að kynnast langömmu sinni.Úr einkasafni Starfsfólk hjálpaði við fjölskyldumyndsímtal Fjölskyldan segist afar þakklát starfsfólki A6 á Landspítalanum sem hafi gert allt til þess að létta undir með þeim í veikindunum. Þau hafi aðstoðað fjölskylduna við að halda sambandi með nútímatækni, Annalísa hafi fengið að skoða Snapchat á kvöldin og í gærkvöldi hafi hún fengið að kveðja í gegnum Facebook-myndsímtal. „Ég er líka óendanlega þakklát fyrir englana á A6 sem vöktu yfir henni í þessum erfiðu aðstæðum og sinntu henni af einstakri hlýju, horfðu með henni á snöpp sem við sendum til hennar og hjálpuðu henni að hringja eitt óvænt stórfjölskyldumyndsímtal áður en henni fór að versna,“ skrifar Ragnheiður Ásta. Erfiðar aðstæður en biður fólk um að taka þeim alvarlega Anna Margrét segir það hafa verið erfitt að þurfa að kveðja við þessar aðstæður, sérstaklega að aðstandendur geti ekki verið saman og hughreyst hvort annað í sorgarferlinu sem nú tekur við. Aðstæðurnar í samfélaginu séu óraunverulegar. Ragnheiður Ásta með ömmu Lísu.Úr einkasafni „Það er erfitt að við afkomendur mömmu getum ekki verið saman, hughreyst og knúsað hvert annað en aðstæðurnar í samfélaginu í dag eru óraunverulegar og fordæmalausar og koma í veg fyrir það sem verður erfitt en við munum engu að síður komast í gegnum þetta saman því við erum mjög náin og samrýnd fjölskylda.“ Að lokum biðlar Ragnheiður Ásta til fólks að fylgja fyrirmælum yfirvalda og taka ástandinu alvarlega. Veiran sé ekkert til þess að gera lítið úr og það þurfi allir að leggja sitt af mörkum í baráttunni. „Bústaður, bíltúr, kaffiboð og það allt má bíða. Ég vildi óska að við fjölskyldan gætum hist í dag og knúsast og rifjað upp góðar minningar en það er bara ekki í boði eins og er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Annalísa Jansen lést í morgun á Landspítalanum af völdum kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, 81 árs að aldri. Annalísa hafði legið inni vegna veikindanna í þrjár vikur og var útlit fyrir að hlutirnir færu batnandi þar til hún fékk hjartaáfall um síðustu helgi. Þá var hún sett á líknandi meðferð. Aðstandendur Önnulísu minnast hennar á samfélagsmiðlum og hefur Vísir fengið leyfi til þess að greina frá færslum þeirra, þar sem þeir minnast móður sinnar, ömmu og langömmu. „Um leið og augun fyllast af tárum og ég græt elsku bestu mömmu mína þá er ég gríðarlega þakklát fyrir að hafa haft hana hjá mér í tæp 60 ár. Nú þegar ég sit hér heima með kveikt á kerti fyrir hana og borða kruður að dönskum sið eins og mamma gerði hvern einasta dag birtast alls konar minningabrot úr æsku sem ylja strax og munu gera áfram,“ skrifar Anna Margrét Ólafsdóttir, dóttir Önnulísu um móður sína. Aðstandendur þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hafa þurft að treysta á tækni að stórum hluta til þess að eiga samskipti við ástvini sína en þó fengu Anna Margrét og fjölskylda að heimsækja Önnulísu á spítalann. Hún segir upplifunina hafa verið líkt og í hryllingsmynd, þar sem þau þurftu að klæðast hlífðarbúningi. Það hafi verið erfiðara en þau gátu ímyndað sér. „Upplifunin mín var eins og ég væri aukaleikari í hryllingsmynd bíðandi eftir „cut“ skipun frá leikstjóranum þegar ég gekk inn í rýmið þar sem smitaðir einstaklingar voru. Ég vona heitt og innilega að sem fæstir aðstandendur þurfi að kveðja sína nánustu við þessar aðstæður,“ skrifar Anna Margrét. Helgaði líf sitt börnum Annalísa starfaði sem dagmamma í fjölda ára og síðar á leikskólanum Skógarborg þar sem hún starfaði þar til hún fór á eftirlaun. Bæði Anna Margrét og Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, barnabarn Önnulísu tala um hversu barngóð hún var og að börnin hafi alltaf verið í forgangi. „Ég var heppin og bjó í næsta húsi við þau afa frá níu ára aldri og naut þess að líta við eftir skóla langt fram á unglingsár - fá kaffitíma, hjálpa til með dagmömmubörnin, spjalla og jafnvel spila smá Nintendo með ömmu. Ég er endalaust þakklát fyrir tímann með henni og fyrir að börnin mín fengið tækifæri til að kynnast yndislegu langömmu sinni,“ skrifar Ragnheiður um ömmu Lísu. Hún segir ömmu sína hafa verið ljúfa og góða konu sem hafi alla tíð verið barngóð og tekur Anna Margrét í sama streng í sínum minningarorðum. „Það eru margir sem munu minnast elsku mömmu með mikilli hlýju og kærleika.“ Annalísa starfaði alla tíð með börnum, bæði sem dagmamma og á leikskóla. Barnabarn hennar segist þakklát fyrir tímann með henni og að börnin hennar hafi fengið að kynnast langömmu sinni.Úr einkasafni Starfsfólk hjálpaði við fjölskyldumyndsímtal Fjölskyldan segist afar þakklát starfsfólki A6 á Landspítalanum sem hafi gert allt til þess að létta undir með þeim í veikindunum. Þau hafi aðstoðað fjölskylduna við að halda sambandi með nútímatækni, Annalísa hafi fengið að skoða Snapchat á kvöldin og í gærkvöldi hafi hún fengið að kveðja í gegnum Facebook-myndsímtal. „Ég er líka óendanlega þakklát fyrir englana á A6 sem vöktu yfir henni í þessum erfiðu aðstæðum og sinntu henni af einstakri hlýju, horfðu með henni á snöpp sem við sendum til hennar og hjálpuðu henni að hringja eitt óvænt stórfjölskyldumyndsímtal áður en henni fór að versna,“ skrifar Ragnheiður Ásta. Erfiðar aðstæður en biður fólk um að taka þeim alvarlega Anna Margrét segir það hafa verið erfitt að þurfa að kveðja við þessar aðstæður, sérstaklega að aðstandendur geti ekki verið saman og hughreyst hvort annað í sorgarferlinu sem nú tekur við. Aðstæðurnar í samfélaginu séu óraunverulegar. Ragnheiður Ásta með ömmu Lísu.Úr einkasafni „Það er erfitt að við afkomendur mömmu getum ekki verið saman, hughreyst og knúsað hvert annað en aðstæðurnar í samfélaginu í dag eru óraunverulegar og fordæmalausar og koma í veg fyrir það sem verður erfitt en við munum engu að síður komast í gegnum þetta saman því við erum mjög náin og samrýnd fjölskylda.“ Að lokum biðlar Ragnheiður Ásta til fólks að fylgja fyrirmælum yfirvalda og taka ástandinu alvarlega. Veiran sé ekkert til þess að gera lítið úr og það þurfi allir að leggja sitt af mörkum í baráttunni. „Bústaður, bíltúr, kaffiboð og það allt má bíða. Ég vildi óska að við fjölskyldan gætum hist í dag og knúsast og rifjað upp góðar minningar en það er bara ekki í boði eins og er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira