Hummer EV verður sennilega ekki fyrsti raf-pallbíllinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. apríl 2020 07:00 Forseti General Motors hefur gefið út yfirlýsingu sem segir að Hummer gæti orðið fyrsti raf-pallbíllinn á markað. GM ætlar að kynna Hummer EV þann 20. maí næstkomandi. Hann á að vera fáanlegur á haustmánuðum næsta árs. Hann á að vera allt að 1000 hestöfl og vera 3 sekúndur í 100km/klst. úr kyrrstöðu. Annað hvort veit Mark Reuss, forseti GM ekki af Rivian sem ætti samkvæmt sínum áætlunum að fara að afhenda pallbíla af gerðinni R1T á þessu ári. Eða þá að Reuss telji Rivian einfaldlega ekki samkeppnisaðila. Tesla hristi upp í pallbílaheimum síðasta haust þegar framleiðandinn kynnti Cybertruck til sögunnar. Tesla tókst að sela sviðsljósi raf-pallbíla um stund. Það má ætla að risarnir þrír í Detriot (GM, FORD og Fiat Chrysler) séu undir pressu að skila sínum raf-pallbílum til neytenda sem allra fyrst. Annars verða þeir gripnir í bólinu. Hættan á slíkri smánun gæti verið kveikjan að þeirri yfirlýsingu sem Reuss gaf út. Yfirlýsingin er röng ef áætlanir Rivian ganga eftir. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent
Forseti General Motors hefur gefið út yfirlýsingu sem segir að Hummer gæti orðið fyrsti raf-pallbíllinn á markað. GM ætlar að kynna Hummer EV þann 20. maí næstkomandi. Hann á að vera fáanlegur á haustmánuðum næsta árs. Hann á að vera allt að 1000 hestöfl og vera 3 sekúndur í 100km/klst. úr kyrrstöðu. Annað hvort veit Mark Reuss, forseti GM ekki af Rivian sem ætti samkvæmt sínum áætlunum að fara að afhenda pallbíla af gerðinni R1T á þessu ári. Eða þá að Reuss telji Rivian einfaldlega ekki samkeppnisaðila. Tesla hristi upp í pallbílaheimum síðasta haust þegar framleiðandinn kynnti Cybertruck til sögunnar. Tesla tókst að sela sviðsljósi raf-pallbíla um stund. Það má ætla að risarnir þrír í Detriot (GM, FORD og Fiat Chrysler) séu undir pressu að skila sínum raf-pallbílum til neytenda sem allra fyrst. Annars verða þeir gripnir í bólinu. Hættan á slíkri smánun gæti verið kveikjan að þeirri yfirlýsingu sem Reuss gaf út. Yfirlýsingin er röng ef áætlanir Rivian ganga eftir.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent