„Skammarleg ákvörðun“ HSu að segja upp öllu ræstingafólki Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2020 11:57 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/vilhelm BSRB mótmælir harðlega áformum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um að segja upp öllu starfsfólki í ræstingum á starfsstöð stofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB, þar sem fullyrt er að stéttarfélögum hafi verið tilkynnt um að fyrirhugað sé að leggja niður starfsemi við ræstingar hjá HSu og fara í útboð á þjónustunni á næstu vikum. „Það er skammarleg ákvörðun að segja upp starfsfólki sem hefur lagt líf og heilsu að veði í framlínunni í baráttunni við kórónaveiruna undanfarnar vikur,“ er haft eftir Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formanni BSRB, í tilkynningu. Þá er jafnframt bent á að gríðarlegt álag hafi verið á þessu starfsfólki, sem og öðrum starfsmönnum í heilbrigðisþjónustunni. Í stað þess að afhenda þessum starfsmönnum uppsagnarbréf ættu stjórnendur HSu frekar að einbeita sér að því að bæta kjör þeirra. „Þetta eru kaldar kveðjur frá yfirstjórn stofnunarinnar og við krefjumst þess að þessi ákvörðun verði dregin til baka. Það er óásættanlegt að þegar stofnanir grípa til hagræðingaaðgerða sé fyrst horft til tekjulægsta hópsins,“ segir Sonja í tilkynningu. Sonja hyggst ræða málið á fundi sínum með forsætisráðherra á mánudag. Þá hafi verið óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að ræða starfsöryggi og starfsumhverfi starfsfólks heilbrigðisstofnana. „Ef tilgangurinn með því að segja upp þessum hópi er sparnaður er ljóst að stofnunin mun ekki ná honum fram á næstu árum. Eins og lög gera ráð fyrir þegar rekstur er tekinn yfir af öðrum aðila ber að tryggja starfsmönnunum störf á óbreyttum kjörum hjá þeim sem tekur við rekstrinum. Aðgerðin mun því ekki skila neinum sparnaði og einungis verða til þess að valda starfsfólki ama og óöryggi,“ segir í tilkynningu BSRB. Kjaramál Vinnumarkaður Vestmannaeyjar Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
BSRB mótmælir harðlega áformum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um að segja upp öllu starfsfólki í ræstingum á starfsstöð stofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB, þar sem fullyrt er að stéttarfélögum hafi verið tilkynnt um að fyrirhugað sé að leggja niður starfsemi við ræstingar hjá HSu og fara í útboð á þjónustunni á næstu vikum. „Það er skammarleg ákvörðun að segja upp starfsfólki sem hefur lagt líf og heilsu að veði í framlínunni í baráttunni við kórónaveiruna undanfarnar vikur,“ er haft eftir Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formanni BSRB, í tilkynningu. Þá er jafnframt bent á að gríðarlegt álag hafi verið á þessu starfsfólki, sem og öðrum starfsmönnum í heilbrigðisþjónustunni. Í stað þess að afhenda þessum starfsmönnum uppsagnarbréf ættu stjórnendur HSu frekar að einbeita sér að því að bæta kjör þeirra. „Þetta eru kaldar kveðjur frá yfirstjórn stofnunarinnar og við krefjumst þess að þessi ákvörðun verði dregin til baka. Það er óásættanlegt að þegar stofnanir grípa til hagræðingaaðgerða sé fyrst horft til tekjulægsta hópsins,“ segir Sonja í tilkynningu. Sonja hyggst ræða málið á fundi sínum með forsætisráðherra á mánudag. Þá hafi verið óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að ræða starfsöryggi og starfsumhverfi starfsfólks heilbrigðisstofnana. „Ef tilgangurinn með því að segja upp þessum hópi er sparnaður er ljóst að stofnunin mun ekki ná honum fram á næstu árum. Eins og lög gera ráð fyrir þegar rekstur er tekinn yfir af öðrum aðila ber að tryggja starfsmönnunum störf á óbreyttum kjörum hjá þeim sem tekur við rekstrinum. Aðgerðin mun því ekki skila neinum sparnaði og einungis verða til þess að valda starfsfólki ama og óöryggi,“ segir í tilkynningu BSRB.
Kjaramál Vinnumarkaður Vestmannaeyjar Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira