Þriðja umferð Vodafone-deildarinnar gerð upp Sigtryggur Óskar Hrankelsson skrifar 14. apríl 2020 19:47 Í hverri viku gerum við upp umferðir Vodafone deildarinnar hér á Vísi. Þriðja umferð Vodafone deildarinnar í League of Legends fór fram í síðustu viku. Hér fyrir neðan má sjá uppgjör á öllum viðureignum ásamt völdum hápunktum. Vika þrjú sló mögulega öll hraðamet því að þótt að leikirnir hafi ekki alltaf verið stuttir voru lygilega fáir leikir spilaðir. Eins og áður þá köfum við ofan í hvern leik hér fyrir neðan. Tindastóll sigraði FH. FH eSports LoL - Tindastóll #STÓLLINN Bæði liðin komu inn í viku þrjú með eitt sigur og eitt tap. Fyrir fimmtu mínútu fengum við fjörugan teamfight þar sem að allir mættu öllum hjá drekanum og endaði með 2-2 stöðu. Það var Addi hjá Stólunum sem fékk bæði killin og það setti upp ansi mikla pressu í kringum miðjuna. Þökk sé því og öflugu comboi hjá Sanders og Villta sem hótaði bot gátu þeir tekið fyrsta mountain drekann nokkuð auðveldlega. Eldur einbeitti sér að top í kjölfarið og kom Leikmanni hressilega af stað ásamt því að taka herald nr. 1. Á meðan var cutress að dansa í kringum bottom lane því hann langaði í dive með wHyz og Kidda. Þeir náðu að pína Sanders það mikið að hann féll aftur úr í farmi en cutress var of lengi að leita að tækifæri og endaði þannig að Villti og Sanders náðu að drepa hann fyrir ekki neitt. Junglerarnir skiptu mappinu áfram á milli sín þar sem cutress lagði mikla áherslu á botninn á meðan að Eldur einbeitti sér að top. Leikmaður fékk fyrsta turn leiksins ásamt fimm plates og það skilaði sér aldeilis í miðju leiksins þegar að risastór Camille kom fljúgandi inn í teamfights til að moppa þá upp. Gullmunurinn var of mikill, Eldur og Leikmaður voru óstöðvandi þegar þeir hentu sér inn í FH og backupið var aldeilis til staðar frá Adda og Sanders. Það voru því Stólarnir sem gerðu sér léttan leik úr þessu á 22 mínútum og 11k gullmun. Tindastóll 1 - 0 wHyz og Kiddi voru snöggir að fá ágætis yfirhönd á botninum þar sem þeir hótuðu svakalega á Kalistu og Nautilus. Þeir náðu að frysta wave-ið á hárréttum stað hundleiðinlega lengi og það var lítið sem að Sanders og Villti gátu gert í því án þess að fá heimsókn frá Eld. Sú heimsókn kom ekki og það þýddi að wHyz var kominn í 15cs mun á 7 mínútum. Þessi yfirhönd gerði Kidda líka leyft að kíkja í heimsókn á miðjuna með cutress og tryggja first blood yfir á Desúlol. Sársaukinn á botninum hélt áfram þar sem að wave-ið neitaðist að haggast. wHyz og Kiddi fengu svo lvl 6, spóluðu í Sanders og Villta ásamt teleporti inn frá Desúlol á öflugan ward aftarlega á lane-inu þar sem þeir drápu Villta, færðu sig svo á top þar sem að Leikmaður var of framarlega og náðu að drepa hann líka. Allt annar leikur fyrir FH-ingana þar sem wHyz var 2/0/0 og Desúlol 1/0/1 á 11 mínútum ásamt því að hafa náð fyrsta dreka og herald. wHyz og Kiddi fóru aftur á bot þar sem Kainzor var enn til staðar enda var stutt í infernal. Þeir tóku þrír gegn tveimur sem gekk upp og þeir náðu að drepa Villta en þeim var strax grimmilega refsað - þeir höfðu gleymt reglu 1: Ef þú veist ekki hvar junglerinn er þá er hann sekúndu frá því að ganka þig. Eldur kom fljúgandi úr fog of war og Addi hafði sömuleiðis tekið sér göngutúr í gegnum ána og Tindastóll náði að snúa þessu ótrúlega vel við. Öll killin fóru á Sanders og skyndilega var hann kominn aftur inn í leikinn. Þetta gaf Stólunum bæði infernal drekann ásamt því að Leikmaður gat nýtt tímann í að taka niður plates. FH-ingarnir jöfnuðu sig eiginlega ekki alveg á þessu og tóku slappan slag á miðjunni sem endaði með að þeir misstu alla 5 meðlimi. Þá var gullmunurinn orðinn nákvæmlega ekki neinn, þar til að Addi átti meistaralega góða (viljandi eða óviljandi) beitu þar sem hann lokkaði FH-ingana á eftir sér og sprengdi wHyz áður en hann féll. Þá tóku FH-ingar kolvitlausa ákvörðun um að halda áfram slaginum og committuðu teleporti frá Kainzor. Compið þeirra gekk hinsvegar algjörlega út á wHyz og Desúlol og það var of erfitt fyrir þá þegar annan vantaði, þeir hreinlega höfðu ekki skaðann til að drepa Eld þó hann væri einn gegn þremur allt of lengi. Eldur keypti lygilega langan tíma þar til að Leikmaður gat komið fljúgandi inn aftur til að innsigla málin. Ace númer tvö fyrir Tindastól, dreki númer þrjú og baron í kjölfarið. Desúlol náði að halda leiknum spennandi aðeins lengur með einfaldlega geggjuðum package en það dugði að lokum ekki til, Stólarnir nældu sér í ocean sálina og þá var leikurinn hreinlega búinn á 30 mínútum. Tindastóll 2 - 0 MVP: Það er bara ein regla og það er að banna Zac. Eldur var hetja í báðum leikjunum og náði að koma sínum mönnum af stað. Það var líka hann sem snéri við seinni leiknum sem var upp að því marki í höndum FH og það dugir til að vinna inn MVP titilinn. Fylkir sigraði Dusty. Fylkir Esports - Dusty Academy Dusty mættu seinir til leiks í umferðina og fengu því dæmt á sig víti - Fylkir fengu leik eitt gefins. Þeir eiga því bæði hraðamet Vodafone deildarinnar. Fylkir 1-0 Leikur tvö var ansi áhugaverður því að Fylkir höfðu hrúgað í einhverja risastóra framlínu. Það voru samt Dusty sem tóku first blood og var það ekki flóknara en það að Kristut og Zarzator fengu lvl 3, flössuðu inn og murkuðu Oyq. Tartalaus var snöggur að refsa samt á top lane og hafði nýtt sér alcove vel til að komast í færi og drepa Nipplu. Það var mikilvægur hlutur að það var Tartalaus sem fékk killið. Dusty tóku nefnilega vafasamt dive um mínútu 6 þegar að Tartalaus var hárréttur maður á hárréttum stað og þeir báru heldur enga virðingu fyrir að flackoxd væri kominn í lvl 6 því allt í einu komu tveir hlunkar fljúgandi inn þökk sé elastic slingshot og hero's entrance. Sósa og Nippla fengu killið á Leiftur en dóu báðir í staðinn. Þá held ég að Dusty hafi verið farnir að svitna því að Tartalaus og Flacko voru farni að vera ansi stórir. Málin versnuðu þegar að Fylkir tóku fyrsta dreka leiksins, mountain drekann, því hann var alveg fullkominn fyrir compið hjá Fylki. Finnst það hreinilega furðulegt að Dusty hafi ekki lagt meiri áherslu á hann en tengist mögulega því að það var full mikil gredda í Kristut að þjarma að Oyq og Jenk og það opnaði drekagluggann fyrir Fylki. Ég nefndi að það hefði verið mikilvægur hlutur að Tartalaus hefði fengið snemmbúin kills; Dusty reyndu eins og þeir gátu að finna einhver kills í miðjupunkti leiksins en lentu alltaf í risastóra veggnum sem Tartalaus og flackoxd mynduðu. Hvað sem þeir reyndu komust þeir ekki framhjá þeim og Fylkir náðu alltaf að refsa á móti. Á mínútu 25 náðu Fylkir að tryggja cloud drekasálina, rétt áður en að Dusty hópuðust allir í pittinn með þeim. Þar fannst Fylki gott að vera því Dusty höfðu einfaldlega ekki tólin til að drepa risana og Fylkir tóku ace-ið í rólegheitunum. Baron í kjölfarið var nóg til að innsigla leikinn og Fylkir kláruðu þetta á tæplega 31 mínútu sem þýðir að loksins hefur eitthvað lið náð umferð af Dusty! Fylkir 2-0 MVP: Hundrað prósent Tartalaus. Í lok leiks var hann 5/0/17 og hafði því tekið þátt í 22 af 26 kills. Dusty voru með cs leads á öllum lanes og voru á blaði að spila þau betur en þeir höfðu mjög brothætta drauma um að vinna einhverja slagi. Tartalaus mætti á móti með risastóra sleggju. Aparnir sigruðu Somnio. Turboapes United - Somnio Esports Því miður fengum við ekki replay úr leik 1 en hann ku hafa verið nokkuð auðveldlegur fyrir apana. Staðan var því 1-0 fyrir þá þegar við duttum inn í seinni leik. Þar höfðu aparnir hent í grimmt comp sem gat refsað Somnio snemma og þeir fengu einmitt snemmbúna yfirhönd á flestum lanes og þá sérstaklega á top þar sem Tediz var að gera Dr skrímsli lífið algjörlega leitt. Dréson kom við strax í lvl 3 og tryggði sér ótrúlega auðvelt first blood. Mjög fljótlega eftir það fór Drex í base eftir að wave-in höfðu resettað en ekki Seifur. Seifur gat þá ýtt næsta wave-i hratt inn í turn og nýtt sér það að Drex hafi labbað til baka en ekki teleportað. Það opnaði fyrir að Seifur og Dréson kíktu top og tóku auðvelt dive á Dr skrímsli. Somnio tóku örlítið vafasama ákvörðun; Samherji vissi af playinu top og reyndi að aðstoða sinn mann en var örlítið of seinn - þegar hann mætti var Dr Skrímsli dauður. Á sama tíma kom Drex inn með teleportið og þeir félagar hlupu á eftir öpunum inn í frumskóginn en hugsuðu ekki nógu vel út í að þar eiga aparnir heima. Þeim var refsað grimmt fyrir það og dóu báðir - þeir náðu þó að tryggja nokkur kills fljótlega eftirá þökk sé apaskap en tilganginum hafði verið náð, top lane var algjörlega ónýtt fyrir Somnio. Til að gera málin verri þá höfðu þrjú af killunum farið yfir á Dréson. Controversial og Brúsí voru með yfirhönd á bot lane og svo kíkti Dréson í heimsókn til þeirra - þá voru tvö lanes orðin ónýt hjá Somnio. Á tíundu mínútu var staðan 3-7 öpunum í vil sem höfðu líka tæplega 4k í gullmun. Þeir slepptu aldrei bensíngjöfinni, sýndu það hreinilega að þeir eru öflugra liðið og þegar leikurinn kláraðist á 22. mínútu var staðan 7-29. Turboapes United 2-0 MVP: Dréson, junglerinn hjá Turboapes. Hann spilaði gríðarlega vel í kringum top í byrjun til að passa það að Neeko hefði tilgang í leiknum (sem að Tediz svo algjörlega nýtti sér) og kom lanes hressilega af stað. Þegar þú færð að byggja Mejais á Elise ertu að gera eitthvað rétt í leiknum. KR sigraði XY. XY.esports - KR LoL XY komu inn í vikuna enn að leita að fyrsta sigrinum á meðan að KR var í 1-1. Í þessum fyrsta leik var það Hauslaus sem reif sína menn í gang með lygilega innkomu á miðjunni bæði til að tryggja first blood og til að halda Grænum Slots á lífi. Leikurinn var konunglega blóðugur en hlutirnir röðuðust nokkuð rétt hjá KR - hasar á 13. mínútu var örlítið vanhugsaður hjá XY því þeir báru ekki virðingu fyrir því að þeir höfðu hvorki teleport uppi hjá Veggnum né koOn. Mischiefs kom með Yordle og Bad Habit að leika við Oktopus og Tóta og inn komu Grænn Slots og Nero Angelo til að eyðileggja plönin þeirra. Liðin komu nokkuð jafnt út úr því en það voru KR-ingarnir sem höfðu núna 4/1/1 Akali. KR-ingarnir náðu baron en létu svo draga sig inn í langavitleysu þar sem þeir voru togaðir sundur og saman og shutdownin röðuðust yfir á XY. Þar var Veggurinn algjör lykilmaður fyrir XY því ultin frá honum var það sem hélt XY inní leiknum. Strax í kjölfarið var tekinn harður slagur um dreka #4 sem að KR byrjuðu á en XY enduðu. Mischiefs henti sér inn í pittinn, stal drekanum og læsti þrjá meðlimi KR inn í Cataclysm á meðan að restin af XY létu KR finna fyrir því. Þökk sé að Grænn Slots náði að koma sér í slaginn að lokum tóku KR-ingarnir ace-ið en XY voru komnir hættulega nálægt sálinni. KR hafa því verið ansi sveittir á mínútu 30 þegar næsti dreki var kominn upp. Þeir hjóluðu í XY en létu draga sig í eltingarleik á eftir þeim þar til að gullfallegur Equalizer frá Veggnum lenti á þeim á öllum. Það var nóg til að mölva lið KR-inga og maður þorði að vona að þetta væri slagurinn fyrir XY, allt þar til að upp rann ljós um að þetta hafði verið fimm gegn fjórum. Nero Angelo náði loksins að teleporta inn í fightinn og fór létt með að pakka saman síðustu fjórum meðlimum XY með snilldartöktum á Akali. Það tryggði það að XY fengu ekki sálina og að lokum eftir 40 mínútna leik tóku KR-ingarnir sigurinn. KR 1-0 Aldrei þessu vant komst Riven í gegnum draft og Nero Angelo var snöggur að taka við henni. XY mættu með strattið á móti þar sem Veggurinn ætlaði að sýna sig á Darius. Niðurstaðan varð hálfgert fret þar sem að þeir tóku í staðinn keppni um hvor gæti dáið oftar. Killin röðuðust yfir á carryana hjá KR og þeir algjörlega mölvuðu XY í drekabardaga á 23. mínútu. Þetta var ansi kunnulegt þar sem að XY náðu þó að tryggja sér þriðja drekann sinn og voru þá einum dreka frá infernal sálinni en KR nýtti tækifærið og tóku baroninn. Á þeim tímapunkti var Hauslaus líka kominn þremur levelum fram úr Mischiefs og ekki sakaði að vera 7/1/3. Serían neitaði samt að hafa alveg á hreinu hvort liðið hefði yfirhöndina því að þó að KR-ingarnir myndu tryggja næsta infernal þá gat Mischiefs flassað yfir vegg til að stela baron nr 2. Það dugði samt skammt til, þeir gátu ekki nýtt böffið í neitt og þriðji infernalinn endaði á að fara yfir til KR. Það sást að það er allt í lagi að vera með þrjá infernals þegar að XY þurftu að kíkja inn í frumskóginn til að athuga með baron nr. 3 og KR-ingar komu fljúgandi yfir veggi til að mölva þá. XY áttu hreinlega ekki séns og allir þeirra lykilmenn voru straujaðir á núll komma einni. Það þýddi ace-ið og þá gátu KR loksins keyrt niður top og klárað leikinn á 39 mínútum. KR 2-0 MVP: Hauslaus, junglerinn hjá KR. Hann gerði fína hluti í leik eitt en var algjörlega stjarnan í þeim seinni á risastórum Karthus. Vodafone-deildin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport
Þriðja umferð Vodafone deildarinnar í League of Legends fór fram í síðustu viku. Hér fyrir neðan má sjá uppgjör á öllum viðureignum ásamt völdum hápunktum. Vika þrjú sló mögulega öll hraðamet því að þótt að leikirnir hafi ekki alltaf verið stuttir voru lygilega fáir leikir spilaðir. Eins og áður þá köfum við ofan í hvern leik hér fyrir neðan. Tindastóll sigraði FH. FH eSports LoL - Tindastóll #STÓLLINN Bæði liðin komu inn í viku þrjú með eitt sigur og eitt tap. Fyrir fimmtu mínútu fengum við fjörugan teamfight þar sem að allir mættu öllum hjá drekanum og endaði með 2-2 stöðu. Það var Addi hjá Stólunum sem fékk bæði killin og það setti upp ansi mikla pressu í kringum miðjuna. Þökk sé því og öflugu comboi hjá Sanders og Villta sem hótaði bot gátu þeir tekið fyrsta mountain drekann nokkuð auðveldlega. Eldur einbeitti sér að top í kjölfarið og kom Leikmanni hressilega af stað ásamt því að taka herald nr. 1. Á meðan var cutress að dansa í kringum bottom lane því hann langaði í dive með wHyz og Kidda. Þeir náðu að pína Sanders það mikið að hann féll aftur úr í farmi en cutress var of lengi að leita að tækifæri og endaði þannig að Villti og Sanders náðu að drepa hann fyrir ekki neitt. Junglerarnir skiptu mappinu áfram á milli sín þar sem cutress lagði mikla áherslu á botninn á meðan að Eldur einbeitti sér að top. Leikmaður fékk fyrsta turn leiksins ásamt fimm plates og það skilaði sér aldeilis í miðju leiksins þegar að risastór Camille kom fljúgandi inn í teamfights til að moppa þá upp. Gullmunurinn var of mikill, Eldur og Leikmaður voru óstöðvandi þegar þeir hentu sér inn í FH og backupið var aldeilis til staðar frá Adda og Sanders. Það voru því Stólarnir sem gerðu sér léttan leik úr þessu á 22 mínútum og 11k gullmun. Tindastóll 1 - 0 wHyz og Kiddi voru snöggir að fá ágætis yfirhönd á botninum þar sem þeir hótuðu svakalega á Kalistu og Nautilus. Þeir náðu að frysta wave-ið á hárréttum stað hundleiðinlega lengi og það var lítið sem að Sanders og Villti gátu gert í því án þess að fá heimsókn frá Eld. Sú heimsókn kom ekki og það þýddi að wHyz var kominn í 15cs mun á 7 mínútum. Þessi yfirhönd gerði Kidda líka leyft að kíkja í heimsókn á miðjuna með cutress og tryggja first blood yfir á Desúlol. Sársaukinn á botninum hélt áfram þar sem að wave-ið neitaðist að haggast. wHyz og Kiddi fengu svo lvl 6, spóluðu í Sanders og Villta ásamt teleporti inn frá Desúlol á öflugan ward aftarlega á lane-inu þar sem þeir drápu Villta, færðu sig svo á top þar sem að Leikmaður var of framarlega og náðu að drepa hann líka. Allt annar leikur fyrir FH-ingana þar sem wHyz var 2/0/0 og Desúlol 1/0/1 á 11 mínútum ásamt því að hafa náð fyrsta dreka og herald. wHyz og Kiddi fóru aftur á bot þar sem Kainzor var enn til staðar enda var stutt í infernal. Þeir tóku þrír gegn tveimur sem gekk upp og þeir náðu að drepa Villta en þeim var strax grimmilega refsað - þeir höfðu gleymt reglu 1: Ef þú veist ekki hvar junglerinn er þá er hann sekúndu frá því að ganka þig. Eldur kom fljúgandi úr fog of war og Addi hafði sömuleiðis tekið sér göngutúr í gegnum ána og Tindastóll náði að snúa þessu ótrúlega vel við. Öll killin fóru á Sanders og skyndilega var hann kominn aftur inn í leikinn. Þetta gaf Stólunum bæði infernal drekann ásamt því að Leikmaður gat nýtt tímann í að taka niður plates. FH-ingarnir jöfnuðu sig eiginlega ekki alveg á þessu og tóku slappan slag á miðjunni sem endaði með að þeir misstu alla 5 meðlimi. Þá var gullmunurinn orðinn nákvæmlega ekki neinn, þar til að Addi átti meistaralega góða (viljandi eða óviljandi) beitu þar sem hann lokkaði FH-ingana á eftir sér og sprengdi wHyz áður en hann féll. Þá tóku FH-ingar kolvitlausa ákvörðun um að halda áfram slaginum og committuðu teleporti frá Kainzor. Compið þeirra gekk hinsvegar algjörlega út á wHyz og Desúlol og það var of erfitt fyrir þá þegar annan vantaði, þeir hreinlega höfðu ekki skaðann til að drepa Eld þó hann væri einn gegn þremur allt of lengi. Eldur keypti lygilega langan tíma þar til að Leikmaður gat komið fljúgandi inn aftur til að innsigla málin. Ace númer tvö fyrir Tindastól, dreki númer þrjú og baron í kjölfarið. Desúlol náði að halda leiknum spennandi aðeins lengur með einfaldlega geggjuðum package en það dugði að lokum ekki til, Stólarnir nældu sér í ocean sálina og þá var leikurinn hreinlega búinn á 30 mínútum. Tindastóll 2 - 0 MVP: Það er bara ein regla og það er að banna Zac. Eldur var hetja í báðum leikjunum og náði að koma sínum mönnum af stað. Það var líka hann sem snéri við seinni leiknum sem var upp að því marki í höndum FH og það dugir til að vinna inn MVP titilinn. Fylkir sigraði Dusty. Fylkir Esports - Dusty Academy Dusty mættu seinir til leiks í umferðina og fengu því dæmt á sig víti - Fylkir fengu leik eitt gefins. Þeir eiga því bæði hraðamet Vodafone deildarinnar. Fylkir 1-0 Leikur tvö var ansi áhugaverður því að Fylkir höfðu hrúgað í einhverja risastóra framlínu. Það voru samt Dusty sem tóku first blood og var það ekki flóknara en það að Kristut og Zarzator fengu lvl 3, flössuðu inn og murkuðu Oyq. Tartalaus var snöggur að refsa samt á top lane og hafði nýtt sér alcove vel til að komast í færi og drepa Nipplu. Það var mikilvægur hlutur að það var Tartalaus sem fékk killið. Dusty tóku nefnilega vafasamt dive um mínútu 6 þegar að Tartalaus var hárréttur maður á hárréttum stað og þeir báru heldur enga virðingu fyrir að flackoxd væri kominn í lvl 6 því allt í einu komu tveir hlunkar fljúgandi inn þökk sé elastic slingshot og hero's entrance. Sósa og Nippla fengu killið á Leiftur en dóu báðir í staðinn. Þá held ég að Dusty hafi verið farnir að svitna því að Tartalaus og Flacko voru farni að vera ansi stórir. Málin versnuðu þegar að Fylkir tóku fyrsta dreka leiksins, mountain drekann, því hann var alveg fullkominn fyrir compið hjá Fylki. Finnst það hreinilega furðulegt að Dusty hafi ekki lagt meiri áherslu á hann en tengist mögulega því að það var full mikil gredda í Kristut að þjarma að Oyq og Jenk og það opnaði drekagluggann fyrir Fylki. Ég nefndi að það hefði verið mikilvægur hlutur að Tartalaus hefði fengið snemmbúin kills; Dusty reyndu eins og þeir gátu að finna einhver kills í miðjupunkti leiksins en lentu alltaf í risastóra veggnum sem Tartalaus og flackoxd mynduðu. Hvað sem þeir reyndu komust þeir ekki framhjá þeim og Fylkir náðu alltaf að refsa á móti. Á mínútu 25 náðu Fylkir að tryggja cloud drekasálina, rétt áður en að Dusty hópuðust allir í pittinn með þeim. Þar fannst Fylki gott að vera því Dusty höfðu einfaldlega ekki tólin til að drepa risana og Fylkir tóku ace-ið í rólegheitunum. Baron í kjölfarið var nóg til að innsigla leikinn og Fylkir kláruðu þetta á tæplega 31 mínútu sem þýðir að loksins hefur eitthvað lið náð umferð af Dusty! Fylkir 2-0 MVP: Hundrað prósent Tartalaus. Í lok leiks var hann 5/0/17 og hafði því tekið þátt í 22 af 26 kills. Dusty voru með cs leads á öllum lanes og voru á blaði að spila þau betur en þeir höfðu mjög brothætta drauma um að vinna einhverja slagi. Tartalaus mætti á móti með risastóra sleggju. Aparnir sigruðu Somnio. Turboapes United - Somnio Esports Því miður fengum við ekki replay úr leik 1 en hann ku hafa verið nokkuð auðveldlegur fyrir apana. Staðan var því 1-0 fyrir þá þegar við duttum inn í seinni leik. Þar höfðu aparnir hent í grimmt comp sem gat refsað Somnio snemma og þeir fengu einmitt snemmbúna yfirhönd á flestum lanes og þá sérstaklega á top þar sem Tediz var að gera Dr skrímsli lífið algjörlega leitt. Dréson kom við strax í lvl 3 og tryggði sér ótrúlega auðvelt first blood. Mjög fljótlega eftir það fór Drex í base eftir að wave-in höfðu resettað en ekki Seifur. Seifur gat þá ýtt næsta wave-i hratt inn í turn og nýtt sér það að Drex hafi labbað til baka en ekki teleportað. Það opnaði fyrir að Seifur og Dréson kíktu top og tóku auðvelt dive á Dr skrímsli. Somnio tóku örlítið vafasama ákvörðun; Samherji vissi af playinu top og reyndi að aðstoða sinn mann en var örlítið of seinn - þegar hann mætti var Dr Skrímsli dauður. Á sama tíma kom Drex inn með teleportið og þeir félagar hlupu á eftir öpunum inn í frumskóginn en hugsuðu ekki nógu vel út í að þar eiga aparnir heima. Þeim var refsað grimmt fyrir það og dóu báðir - þeir náðu þó að tryggja nokkur kills fljótlega eftirá þökk sé apaskap en tilganginum hafði verið náð, top lane var algjörlega ónýtt fyrir Somnio. Til að gera málin verri þá höfðu þrjú af killunum farið yfir á Dréson. Controversial og Brúsí voru með yfirhönd á bot lane og svo kíkti Dréson í heimsókn til þeirra - þá voru tvö lanes orðin ónýt hjá Somnio. Á tíundu mínútu var staðan 3-7 öpunum í vil sem höfðu líka tæplega 4k í gullmun. Þeir slepptu aldrei bensíngjöfinni, sýndu það hreinilega að þeir eru öflugra liðið og þegar leikurinn kláraðist á 22. mínútu var staðan 7-29. Turboapes United 2-0 MVP: Dréson, junglerinn hjá Turboapes. Hann spilaði gríðarlega vel í kringum top í byrjun til að passa það að Neeko hefði tilgang í leiknum (sem að Tediz svo algjörlega nýtti sér) og kom lanes hressilega af stað. Þegar þú færð að byggja Mejais á Elise ertu að gera eitthvað rétt í leiknum. KR sigraði XY. XY.esports - KR LoL XY komu inn í vikuna enn að leita að fyrsta sigrinum á meðan að KR var í 1-1. Í þessum fyrsta leik var það Hauslaus sem reif sína menn í gang með lygilega innkomu á miðjunni bæði til að tryggja first blood og til að halda Grænum Slots á lífi. Leikurinn var konunglega blóðugur en hlutirnir röðuðust nokkuð rétt hjá KR - hasar á 13. mínútu var örlítið vanhugsaður hjá XY því þeir báru ekki virðingu fyrir því að þeir höfðu hvorki teleport uppi hjá Veggnum né koOn. Mischiefs kom með Yordle og Bad Habit að leika við Oktopus og Tóta og inn komu Grænn Slots og Nero Angelo til að eyðileggja plönin þeirra. Liðin komu nokkuð jafnt út úr því en það voru KR-ingarnir sem höfðu núna 4/1/1 Akali. KR-ingarnir náðu baron en létu svo draga sig inn í langavitleysu þar sem þeir voru togaðir sundur og saman og shutdownin röðuðust yfir á XY. Þar var Veggurinn algjör lykilmaður fyrir XY því ultin frá honum var það sem hélt XY inní leiknum. Strax í kjölfarið var tekinn harður slagur um dreka #4 sem að KR byrjuðu á en XY enduðu. Mischiefs henti sér inn í pittinn, stal drekanum og læsti þrjá meðlimi KR inn í Cataclysm á meðan að restin af XY létu KR finna fyrir því. Þökk sé að Grænn Slots náði að koma sér í slaginn að lokum tóku KR-ingarnir ace-ið en XY voru komnir hættulega nálægt sálinni. KR hafa því verið ansi sveittir á mínútu 30 þegar næsti dreki var kominn upp. Þeir hjóluðu í XY en létu draga sig í eltingarleik á eftir þeim þar til að gullfallegur Equalizer frá Veggnum lenti á þeim á öllum. Það var nóg til að mölva lið KR-inga og maður þorði að vona að þetta væri slagurinn fyrir XY, allt þar til að upp rann ljós um að þetta hafði verið fimm gegn fjórum. Nero Angelo náði loksins að teleporta inn í fightinn og fór létt með að pakka saman síðustu fjórum meðlimum XY með snilldartöktum á Akali. Það tryggði það að XY fengu ekki sálina og að lokum eftir 40 mínútna leik tóku KR-ingarnir sigurinn. KR 1-0 Aldrei þessu vant komst Riven í gegnum draft og Nero Angelo var snöggur að taka við henni. XY mættu með strattið á móti þar sem Veggurinn ætlaði að sýna sig á Darius. Niðurstaðan varð hálfgert fret þar sem að þeir tóku í staðinn keppni um hvor gæti dáið oftar. Killin röðuðust yfir á carryana hjá KR og þeir algjörlega mölvuðu XY í drekabardaga á 23. mínútu. Þetta var ansi kunnulegt þar sem að XY náðu þó að tryggja sér þriðja drekann sinn og voru þá einum dreka frá infernal sálinni en KR nýtti tækifærið og tóku baroninn. Á þeim tímapunkti var Hauslaus líka kominn þremur levelum fram úr Mischiefs og ekki sakaði að vera 7/1/3. Serían neitaði samt að hafa alveg á hreinu hvort liðið hefði yfirhöndina því að þó að KR-ingarnir myndu tryggja næsta infernal þá gat Mischiefs flassað yfir vegg til að stela baron nr 2. Það dugði samt skammt til, þeir gátu ekki nýtt böffið í neitt og þriðji infernalinn endaði á að fara yfir til KR. Það sást að það er allt í lagi að vera með þrjá infernals þegar að XY þurftu að kíkja inn í frumskóginn til að athuga með baron nr. 3 og KR-ingar komu fljúgandi yfir veggi til að mölva þá. XY áttu hreinlega ekki séns og allir þeirra lykilmenn voru straujaðir á núll komma einni. Það þýddi ace-ið og þá gátu KR loksins keyrt niður top og klárað leikinn á 39 mínútum. KR 2-0 MVP: Hauslaus, junglerinn hjá KR. Hann gerði fína hluti í leik eitt en var algjörlega stjarnan í þeim seinni á risastórum Karthus.
Vodafone-deildin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport