„Þetta er algjört heimsmet myndi ég halda“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2020 15:01 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Alls er búið að taka sýni úr 38.204 vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sóttvarnarlæknir telur líklegt að ekkert ríki hafi staðið sig betur í þessum efnum. „Heildarfjöldi sýna er nú 38 þúsund og það er búið að prófa ellefu prósent af þjóðinni. Þetta er algjört heimsmet myndi ég halda. Þetta er mjög hátt hlutfall,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þá sagðist Þórólfur hlakka til að sjá hvaða upplýsingar nýhafnar skimanir Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða myndu skila um útbreiðslu samfélagslegs smit á norðanverðum Vestfjörðum. Af þeim tólf sem greindust með smit í gær voru fimm á því landssvæði. Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.739 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um 12 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. Virk smit eru nú 587 talsins og hefur tvennt verið útskrifað af sjúkrahúsi. Sagði Þórólfur þetta sýna áfram að niðursveifla væri komin í faraldurinn. Búast mætti við að sjá áfram lágar tölur hvað varðar ný smit, en að þær tölur myndu fara hægt lækkandi. „Ég held að við megum búast við því að þessar lágu tölur núna, í kringum tíu einstaklinga, þær fari kannski mjög hægt lækkandi. Þannig að ég held að við megum búast við að sjá viðvarandi einhvers konar smit en auðvitað viljum við að þetta fari niður í núll en það er kannski ekki alveg raunhæft,“ sagði Þórólfur. Áfram, nú sem endranær, þyrfti að hafa augun opin fyrir hópsýkingum og viðhalda þeim aðgerðum og takmörkunum sem þegar eru í gildi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. 16. apríl 2020 14:38 Tólf ný smit og tvennt útskrifað af sjúkrahúsi Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.739 hér á landi. 16. apríl 2020 13:00 Svona var 46. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 16. apríl 2020 13:00 CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49 Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna 16. apríl 2020 11:15 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Alls er búið að taka sýni úr 38.204 vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sóttvarnarlæknir telur líklegt að ekkert ríki hafi staðið sig betur í þessum efnum. „Heildarfjöldi sýna er nú 38 þúsund og það er búið að prófa ellefu prósent af þjóðinni. Þetta er algjört heimsmet myndi ég halda. Þetta er mjög hátt hlutfall,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þá sagðist Þórólfur hlakka til að sjá hvaða upplýsingar nýhafnar skimanir Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða myndu skila um útbreiðslu samfélagslegs smit á norðanverðum Vestfjörðum. Af þeim tólf sem greindust með smit í gær voru fimm á því landssvæði. Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.739 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um 12 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. Virk smit eru nú 587 talsins og hefur tvennt verið útskrifað af sjúkrahúsi. Sagði Þórólfur þetta sýna áfram að niðursveifla væri komin í faraldurinn. Búast mætti við að sjá áfram lágar tölur hvað varðar ný smit, en að þær tölur myndu fara hægt lækkandi. „Ég held að við megum búast við því að þessar lágu tölur núna, í kringum tíu einstaklinga, þær fari kannski mjög hægt lækkandi. Þannig að ég held að við megum búast við að sjá viðvarandi einhvers konar smit en auðvitað viljum við að þetta fari niður í núll en það er kannski ekki alveg raunhæft,“ sagði Þórólfur. Áfram, nú sem endranær, þyrfti að hafa augun opin fyrir hópsýkingum og viðhalda þeim aðgerðum og takmörkunum sem þegar eru í gildi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. 16. apríl 2020 14:38 Tólf ný smit og tvennt útskrifað af sjúkrahúsi Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.739 hér á landi. 16. apríl 2020 13:00 Svona var 46. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 16. apríl 2020 13:00 CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49 Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna 16. apríl 2020 11:15 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. 16. apríl 2020 14:38
Tólf ný smit og tvennt útskrifað af sjúkrahúsi Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.739 hér á landi. 16. apríl 2020 13:00
Svona var 46. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 16. apríl 2020 13:00
CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49
Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna 16. apríl 2020 11:15