Starfsstöðvum Hafnarfjarðar, Garðarbæjar og Kópavogs fyrir fólk í viðkvæmri stöðu lokað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. mars 2020 11:36 Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær og Garðabær hafa lokað starfsstöðvum sínum sem þjónusta viðkvæma hópa og fólk með undirliggjandi sjúkdóma vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að loka starfsstöðvum sveitarfélagsins sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af því að neyðarstigi almannavarna hafi verið lýst yfir hjá ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnarlækni vegna kórónuveirunnar. Þá tilkynnti Kópavogsbær einnig að starfsstöðvum sveitarfélagsins fyrir sama hóp yrði lokað vegna kórónuveirunnar. Þeim verður lokað tímabundið frá og með morgundeginum. Eftirfarandi starfstöðvum í Hafnarfjarðarbæ hefur verið lokað: Hraunseli að Flatahrauni 3 Hjallabraut 33 Sólvangsvegi 1 Læki, Hörðuvöllum 1 Mötuneytum á Hjallabraut 33 og Sólvangsvegi 1 hefur einnig verið lokað. Hæfingarmiðstöðin að Bæjarhrauni Geitungar, atvinnuþjálfun Vinaskjóli, lengdri viðveru Skammtímadvöl í Hnotubergi. Öll önnur þjónusta í Hafnarfirði helst órofin, það er, öll heimaþjónusta, stuðningsþjónusta, þjónusta í íbúðakjörnum og á heimilum. Þá verður unnið eftir skýrum verkferlum og í nánu samstarfi við neyðarstjórn sveitarfélagsins og almannavarnir. Heimsóknarbann hefur verið sett á Hrafnistuheimilinu í Hafnarfirði og á hjúkrunarheimilinu á Sólvangi. Dagdvölinni á Sólvangi hefur einnig verið lokað. Dagdvöl á Hrafnistu er opin og í Drafnarhúsi. Sjá einnig: Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Staðan verður endurmetin daglega og tilkynningar og upplýsingar sendar til hlutaðeigandi. Þær starfsstöðvar sem lokað hefur verið í Kópavogsbæ er eftirfarandi: Gjábakki Gullsmári Boðinn Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða Hæfingarstöðinni Dalvegi Vinnustaðnum Örvi Hrauntunga Þá mun Neyðarstjórn Kópavogs halda áfram að fylgjast náið með þróun mála í útbreiðslu kórónuveirunnar og er í daglegum samskiptum við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Næsti fundur Neyðarstjórnar Kópavogs hefur verið boðaður síðdegis í dag. Garðarbær mun einnig loka starfsstöðvum sínum fyrir fólk í viðkvæmri stöðu og eru það eftirfarandi starfsstöðvar sem lokað hefur verið: Jónshúsi, félagsmiðstöð, Strikinu 6 Smiðjunni, Kirkjuhvoli Litlakoti, Álftanesi Skammtímavistun í Móaflöt Öllu skipulögðu tómstunda- og íþróttastarfi fyrir eldri borgara á vegum Garðarbæjar, s.s. í íþróttahúsinu í Sjálandsskóla og Ásgarði hefur verið fellt niður tímabundið. Wuhan-veiran Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Þjónustuskerðingin nær til allrar dagdvalar fyrir aldraða, skammtímadvalar fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga, vinnu- og virknimiðaðrar stoðþjónustu fyrir fatlað fólk og félagsstarfs á vegum velferðarsviðs. 7. mars 2020 09:55 Gripið til stórra sem smárra aðgerða á vinnustöðum Fyrirtæki og stofnanir grípa nú til aðgerða til að fyrirbyggja smitleiðir kórónuveirunnar, tryggja öryggi starfsfólks og rekstur. 6. mars 2020 14:30 Kórónuveiran: Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Fyrirtæki um allan heim eru að gera ráðstafanir vegna kórónuveirunnar og hvetja sérfræðingar til þess að vinnustaðir undirbúi sig undir frekari faraldur kórónuveirunnar með því að þjálfa fólk og undirbúa fleiri fyrir fjarvinnu. 5. mars 2020 10:15 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að loka starfsstöðvum sveitarfélagsins sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af því að neyðarstigi almannavarna hafi verið lýst yfir hjá ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnarlækni vegna kórónuveirunnar. Þá tilkynnti Kópavogsbær einnig að starfsstöðvum sveitarfélagsins fyrir sama hóp yrði lokað vegna kórónuveirunnar. Þeim verður lokað tímabundið frá og með morgundeginum. Eftirfarandi starfstöðvum í Hafnarfjarðarbæ hefur verið lokað: Hraunseli að Flatahrauni 3 Hjallabraut 33 Sólvangsvegi 1 Læki, Hörðuvöllum 1 Mötuneytum á Hjallabraut 33 og Sólvangsvegi 1 hefur einnig verið lokað. Hæfingarmiðstöðin að Bæjarhrauni Geitungar, atvinnuþjálfun Vinaskjóli, lengdri viðveru Skammtímadvöl í Hnotubergi. Öll önnur þjónusta í Hafnarfirði helst órofin, það er, öll heimaþjónusta, stuðningsþjónusta, þjónusta í íbúðakjörnum og á heimilum. Þá verður unnið eftir skýrum verkferlum og í nánu samstarfi við neyðarstjórn sveitarfélagsins og almannavarnir. Heimsóknarbann hefur verið sett á Hrafnistuheimilinu í Hafnarfirði og á hjúkrunarheimilinu á Sólvangi. Dagdvölinni á Sólvangi hefur einnig verið lokað. Dagdvöl á Hrafnistu er opin og í Drafnarhúsi. Sjá einnig: Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Staðan verður endurmetin daglega og tilkynningar og upplýsingar sendar til hlutaðeigandi. Þær starfsstöðvar sem lokað hefur verið í Kópavogsbæ er eftirfarandi: Gjábakki Gullsmári Boðinn Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða Hæfingarstöðinni Dalvegi Vinnustaðnum Örvi Hrauntunga Þá mun Neyðarstjórn Kópavogs halda áfram að fylgjast náið með þróun mála í útbreiðslu kórónuveirunnar og er í daglegum samskiptum við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Næsti fundur Neyðarstjórnar Kópavogs hefur verið boðaður síðdegis í dag. Garðarbær mun einnig loka starfsstöðvum sínum fyrir fólk í viðkvæmri stöðu og eru það eftirfarandi starfsstöðvar sem lokað hefur verið: Jónshúsi, félagsmiðstöð, Strikinu 6 Smiðjunni, Kirkjuhvoli Litlakoti, Álftanesi Skammtímavistun í Móaflöt Öllu skipulögðu tómstunda- og íþróttastarfi fyrir eldri borgara á vegum Garðarbæjar, s.s. í íþróttahúsinu í Sjálandsskóla og Ásgarði hefur verið fellt niður tímabundið.
Wuhan-veiran Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Þjónustuskerðingin nær til allrar dagdvalar fyrir aldraða, skammtímadvalar fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga, vinnu- og virknimiðaðrar stoðþjónustu fyrir fatlað fólk og félagsstarfs á vegum velferðarsviðs. 7. mars 2020 09:55 Gripið til stórra sem smárra aðgerða á vinnustöðum Fyrirtæki og stofnanir grípa nú til aðgerða til að fyrirbyggja smitleiðir kórónuveirunnar, tryggja öryggi starfsfólks og rekstur. 6. mars 2020 14:30 Kórónuveiran: Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Fyrirtæki um allan heim eru að gera ráðstafanir vegna kórónuveirunnar og hvetja sérfræðingar til þess að vinnustaðir undirbúi sig undir frekari faraldur kórónuveirunnar með því að þjálfa fólk og undirbúa fleiri fyrir fjarvinnu. 5. mars 2020 10:15 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Þjónustuskerðingin nær til allrar dagdvalar fyrir aldraða, skammtímadvalar fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga, vinnu- og virknimiðaðrar stoðþjónustu fyrir fatlað fólk og félagsstarfs á vegum velferðarsviðs. 7. mars 2020 09:55
Gripið til stórra sem smárra aðgerða á vinnustöðum Fyrirtæki og stofnanir grípa nú til aðgerða til að fyrirbyggja smitleiðir kórónuveirunnar, tryggja öryggi starfsfólks og rekstur. 6. mars 2020 14:30
Kórónuveiran: Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Fyrirtæki um allan heim eru að gera ráðstafanir vegna kórónuveirunnar og hvetja sérfræðingar til þess að vinnustaðir undirbúi sig undir frekari faraldur kórónuveirunnar með því að þjálfa fólk og undirbúa fleiri fyrir fjarvinnu. 5. mars 2020 10:15