Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Samúel Karl Ólason og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 9. mars 2020 03:02 Frá undirritun samningsins. Vísir/Haukurinn Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert kjarasamning við Reykjavíkurborg. Viðræður standa enn yfir á milli félagsins og hins opinbera. Reykjavíkurborg hefur ekki náð samkomulagi við önnur aðildarfélög BSRB en samninganefnd Sameykis á í viðræðum við ríkið. Verkfalli félagsmenna Sameykis sem starfa í Reykjavík, um 4.500 talsins, hefur nú verið aflýst. Þrátt fyrir að margir þeirra sem setið hafa við samningaborðið hafa verið að frá því snemma í morgun, er létt stemning á fólki í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Kjarasamningar Sameykis við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa verið lausir frá 31. mars 2019. Nýi samningurinn gildir til 31. mars 2023. Aðgerðaráætlunina fyrir verkföllin má sjá hér, á vef BSRB. Sjá einnig: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir samninginn ná eingöngu til starfsmanna Reykjavíkurborgar í félaginu. Um sirka 4.500 manns sé að ræða. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.Vísir/Jóhann „Tímamótasamningur“ „Þetta er að mörgu leyti tímamótasamningur og þá kannski aðallega vegna þess að þarna erum við að stytta vinnuvikuna töluvert. Bæði hjá dagvinnufólki og ekki síður hjá vaktavinnufólki. Það var nú það sem tók lengstan tíma. Þar vorum við eiginlega að gjörbylta vaktafyrirkomulagi hér á Íslandi,“ segir Árni. Hann segir að verið sé að taka upp margar nýjungar sem hafi ekki sést áður í vaktavinnu. Þú varst ekkert sérlega bjartsýnn þegar þú mættir til fundar í morgun. „Ég sagði að þetta væru svona fimmtíu prósent líkur. Það reyndist alveg rétt hjá mér. Þetta var nú bara að skríða saman á síðustu stundu og það þurfti að gera töluverðar málamiðlanir til að ná saman en það er svo sem oft sem það gerist.“ Erfitt að ná síðustu metrunum Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, segist sátt við niðurstöðuna. Samningurinn byggi á Lífskjarasamningunum og feli í sér styttingu vinnuvikunnar. „Við erum mjög sátt með að ná þessari lendingu,“ segir Harpa. „Það er alltaf erfitt að ná svona síðustu metrunum en þetta hafðist.“ Samningarnir verða kynntir félagsfólki á næstu dögum og bornir undir atkvæði. Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Verkfall BSRB skollið á: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður BSRB hefur undirritað einn kjarasamning við samninganefnd hins opinbera. Samningur þessi nær til allra bæjarstarfsmanna. 9. mars 2020 00:02 Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29 Stíf fundarhöld hjá BSRB halda áfram eftir nætursvefn Fundi í kjaraviðræðum BSRB við ríki, borg og sveitarfélög lauk nú á tólfta tímanum í kvöld. Fundarhöld hafa staðið yfir í allan dag og í gær og hefur verið boðað aftur til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. 7. mars 2020 23:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert kjarasamning við Reykjavíkurborg. Viðræður standa enn yfir á milli félagsins og hins opinbera. Reykjavíkurborg hefur ekki náð samkomulagi við önnur aðildarfélög BSRB en samninganefnd Sameykis á í viðræðum við ríkið. Verkfalli félagsmenna Sameykis sem starfa í Reykjavík, um 4.500 talsins, hefur nú verið aflýst. Þrátt fyrir að margir þeirra sem setið hafa við samningaborðið hafa verið að frá því snemma í morgun, er létt stemning á fólki í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Kjarasamningar Sameykis við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa verið lausir frá 31. mars 2019. Nýi samningurinn gildir til 31. mars 2023. Aðgerðaráætlunina fyrir verkföllin má sjá hér, á vef BSRB. Sjá einnig: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir samninginn ná eingöngu til starfsmanna Reykjavíkurborgar í félaginu. Um sirka 4.500 manns sé að ræða. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.Vísir/Jóhann „Tímamótasamningur“ „Þetta er að mörgu leyti tímamótasamningur og þá kannski aðallega vegna þess að þarna erum við að stytta vinnuvikuna töluvert. Bæði hjá dagvinnufólki og ekki síður hjá vaktavinnufólki. Það var nú það sem tók lengstan tíma. Þar vorum við eiginlega að gjörbylta vaktafyrirkomulagi hér á Íslandi,“ segir Árni. Hann segir að verið sé að taka upp margar nýjungar sem hafi ekki sést áður í vaktavinnu. Þú varst ekkert sérlega bjartsýnn þegar þú mættir til fundar í morgun. „Ég sagði að þetta væru svona fimmtíu prósent líkur. Það reyndist alveg rétt hjá mér. Þetta var nú bara að skríða saman á síðustu stundu og það þurfti að gera töluverðar málamiðlanir til að ná saman en það er svo sem oft sem það gerist.“ Erfitt að ná síðustu metrunum Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, segist sátt við niðurstöðuna. Samningurinn byggi á Lífskjarasamningunum og feli í sér styttingu vinnuvikunnar. „Við erum mjög sátt með að ná þessari lendingu,“ segir Harpa. „Það er alltaf erfitt að ná svona síðustu metrunum en þetta hafðist.“ Samningarnir verða kynntir félagsfólki á næstu dögum og bornir undir atkvæði.
Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Verkfall BSRB skollið á: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður BSRB hefur undirritað einn kjarasamning við samninganefnd hins opinbera. Samningur þessi nær til allra bæjarstarfsmanna. 9. mars 2020 00:02 Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29 Stíf fundarhöld hjá BSRB halda áfram eftir nætursvefn Fundi í kjaraviðræðum BSRB við ríki, borg og sveitarfélög lauk nú á tólfta tímanum í kvöld. Fundarhöld hafa staðið yfir í allan dag og í gær og hefur verið boðað aftur til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. 7. mars 2020 23:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Verkfall BSRB skollið á: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður BSRB hefur undirritað einn kjarasamning við samninganefnd hins opinbera. Samningur þessi nær til allra bæjarstarfsmanna. 9. mars 2020 00:02
Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29
Stíf fundarhöld hjá BSRB halda áfram eftir nætursvefn Fundi í kjaraviðræðum BSRB við ríki, borg og sveitarfélög lauk nú á tólfta tímanum í kvöld. Fundarhöld hafa staðið yfir í allan dag og í gær og hefur verið boðað aftur til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. 7. mars 2020 23:58
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent