„Minn versti veikleiki hvað ég er langt frá því að vera strangur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. maí 2020 11:32 Magnús Geir tók við sem Þjóðleikhússtjóri seint á síðasta ári. Hann var leikstjóri Leikfélags Akureyrar, Borgarleikhússins, útvarpsstjóri og nú Þjóðleikhússins. Hann hefur verið farsæll, vinsæll og duglegur en hver skyldi hann vera þegar heim er komið með fullt hús af börnum í vesturbæ Reykjavíkur. Sindri Sindrason tók morgunbollann með Magnúsi Geir Þórðarsyni og fékk að kynnast honum betur í Íslandi í dag á föstudagskvöldið á Stöð 2. Magnús Geir lærði leikstjórn í Bretlandi strax eftir menntaskólaárin í MR. „Ég byrjaði síðan að leikstýra og svo tók eitt við af öðru. Svo fór ég að færa mig yfir í að stýra framleiðslu og svo leikhúsum,“ segir Magnús sem fór á sínum tíma til Akureyrar og stýrði Leikfélagi Akureyrar í fjögur ár frá 2004-2008. „Það var mikið ævintýri með rosalega þéttum hóp og það var mikið flug á leikfélaginu á þeim tíma. Við settum upp margar mjög flottar og sterkar sýningar.“ Stórt en eðlilegt stökk Árið 2008 bauðst honum að taka við sem leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. „Það var stórt stökk en svona eðlilegt samt sem áður og þar hófst annað mjög skemmtilegt tímabil,“ segir Magnús sem var í starfinu í sjö ár, í draumastarfinu en honum finnst að stjórnendur eigi ekki að vera of lengi í sama starfinu. Því næst tók hann við sem útvarpsstjóri og þaðan lá leiðin í Þjóðleikhúsið. „Ég hef verið í leikhúsi allt mitt líf og er leikhúsmaður fyrst og fremst. Sú ástríðan hvarf ekkert þó að ég hafi verið í gríðarlega skemmtilegu starfi hjá RÚV. Ég var búinn að vera þar í sex ár og búinn að klára flest þau verkefni sem ég sá fyrir mér. Síðan opnast þessi möguleiki og ég sló til og er afskaplega glaður.“ Aðspurðir hvernig faðir hann er svarar Magnús. „Ég er ekki strangur. Held að það sé minn versti veikleiki hvað ég er langt frá því að vera strangur. Ég er fyrst og fremst frekar glaður pabbi og nýt þess mjög að eiga börn og fjölskyldu og vera með þeim.“ Hér að neðan má sjá morgunstund með Magnúsi Geir. Menning Leikhús Ísland í dag Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Hann var leikstjóri Leikfélags Akureyrar, Borgarleikhússins, útvarpsstjóri og nú Þjóðleikhússins. Hann hefur verið farsæll, vinsæll og duglegur en hver skyldi hann vera þegar heim er komið með fullt hús af börnum í vesturbæ Reykjavíkur. Sindri Sindrason tók morgunbollann með Magnúsi Geir Þórðarsyni og fékk að kynnast honum betur í Íslandi í dag á föstudagskvöldið á Stöð 2. Magnús Geir lærði leikstjórn í Bretlandi strax eftir menntaskólaárin í MR. „Ég byrjaði síðan að leikstýra og svo tók eitt við af öðru. Svo fór ég að færa mig yfir í að stýra framleiðslu og svo leikhúsum,“ segir Magnús sem fór á sínum tíma til Akureyrar og stýrði Leikfélagi Akureyrar í fjögur ár frá 2004-2008. „Það var mikið ævintýri með rosalega þéttum hóp og það var mikið flug á leikfélaginu á þeim tíma. Við settum upp margar mjög flottar og sterkar sýningar.“ Stórt en eðlilegt stökk Árið 2008 bauðst honum að taka við sem leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. „Það var stórt stökk en svona eðlilegt samt sem áður og þar hófst annað mjög skemmtilegt tímabil,“ segir Magnús sem var í starfinu í sjö ár, í draumastarfinu en honum finnst að stjórnendur eigi ekki að vera of lengi í sama starfinu. Því næst tók hann við sem útvarpsstjóri og þaðan lá leiðin í Þjóðleikhúsið. „Ég hef verið í leikhúsi allt mitt líf og er leikhúsmaður fyrst og fremst. Sú ástríðan hvarf ekkert þó að ég hafi verið í gríðarlega skemmtilegu starfi hjá RÚV. Ég var búinn að vera þar í sex ár og búinn að klára flest þau verkefni sem ég sá fyrir mér. Síðan opnast þessi möguleiki og ég sló til og er afskaplega glaður.“ Aðspurðir hvernig faðir hann er svarar Magnús. „Ég er ekki strangur. Held að það sé minn versti veikleiki hvað ég er langt frá því að vera strangur. Ég er fyrst og fremst frekar glaður pabbi og nýt þess mjög að eiga börn og fjölskyldu og vera með þeim.“ Hér að neðan má sjá morgunstund með Magnúsi Geir.
Menning Leikhús Ísland í dag Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira