Dragúldinn búrhval rak í höfnina Grímseyingum til mikillar ógleði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2020 13:13 Grímseyingar hafa þurft að glíma við búrhvalshræið um helgina Mynd/Anna María Sigvaldadóttir „Hann er skemmtilega úldinn,“ segir Anna María Sigvaldadóttir, íbúi í Grímsey, um búrhvalshræ sem rak í höfnina í Grímsey um helgina. Mikla ólykt lagði yfir hafnarsvæðið. Íbúar í Grímsey höfðu tekið eftir því fyrir helgi að hræið væri á floti í grennd við eyjuna. Þegar þeir vöknuðu á laugardagsmorgunin var búrhvalshræið komið inn í höfnina. „Það er var ekki verandi nálægt honum þarna niður frá. Þeir voru að taka neðri kjálkann úr honum og það var verið að æla á bryggjunni, lyktin var þannig,“ segir Anna María í samtali við Vísi. Í gær hafði hvalurinn rekið þangað sem Grímseyjarferjan leggur að og því þótti ekki stætt á öðru en draga hvalinn frá höfninni. „Það er búið að draga hann út fyrir, hann hangir á hafnargarðshausnum en það á að draga hann út fyrir seinna í dag, langt frá eyjunni,“ segir Anna María. Lyktin hangir hins vegar enn þá við höfnina. „Ég fór áðan að kveikja á lyftaranum að taka á móti ferjunni og það er viðbjóður, þótt að hann sé farinn,“ segir Anna María. „Þetta er hálfógeðslegt, hann er svo úldinn.“ Hræið lyktar mjög illa að sögn GrímseyingaMynd/Anna María Sigvaldadóttir Sjóarinn Svafar Gylfason hefur fengið það verkefni að draga hræið á haf út eftir að leyfi fengust frá þar til bærum yfirvöldum. Stefnt er á að Grímseyingar verði lausir við búrhvalinn seinnipartinn í dag. „Manni finnst ekkert spennandi að hafa þetta á reki hérna,“ segir Svafar í samtali við Vísi, en hann hefði kosið að Landhelgisgæslan hefði mætt á svæðið til að eyða hræinu. „Það er stórhættulegt að hafa hann á reyki hérna. Ef að þú lendir á þessu á hraðbát á tuttugu mílum þá þarf ekkert að spyrja að því.“ Dýr Akureyri Grímsey Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira
„Hann er skemmtilega úldinn,“ segir Anna María Sigvaldadóttir, íbúi í Grímsey, um búrhvalshræ sem rak í höfnina í Grímsey um helgina. Mikla ólykt lagði yfir hafnarsvæðið. Íbúar í Grímsey höfðu tekið eftir því fyrir helgi að hræið væri á floti í grennd við eyjuna. Þegar þeir vöknuðu á laugardagsmorgunin var búrhvalshræið komið inn í höfnina. „Það er var ekki verandi nálægt honum þarna niður frá. Þeir voru að taka neðri kjálkann úr honum og það var verið að æla á bryggjunni, lyktin var þannig,“ segir Anna María í samtali við Vísi. Í gær hafði hvalurinn rekið þangað sem Grímseyjarferjan leggur að og því þótti ekki stætt á öðru en draga hvalinn frá höfninni. „Það er búið að draga hann út fyrir, hann hangir á hafnargarðshausnum en það á að draga hann út fyrir seinna í dag, langt frá eyjunni,“ segir Anna María. Lyktin hangir hins vegar enn þá við höfnina. „Ég fór áðan að kveikja á lyftaranum að taka á móti ferjunni og það er viðbjóður, þótt að hann sé farinn,“ segir Anna María. „Þetta er hálfógeðslegt, hann er svo úldinn.“ Hræið lyktar mjög illa að sögn GrímseyingaMynd/Anna María Sigvaldadóttir Sjóarinn Svafar Gylfason hefur fengið það verkefni að draga hræið á haf út eftir að leyfi fengust frá þar til bærum yfirvöldum. Stefnt er á að Grímseyingar verði lausir við búrhvalinn seinnipartinn í dag. „Manni finnst ekkert spennandi að hafa þetta á reki hérna,“ segir Svafar í samtali við Vísi, en hann hefði kosið að Landhelgisgæslan hefði mætt á svæðið til að eyða hræinu. „Það er stórhættulegt að hafa hann á reyki hérna. Ef að þú lendir á þessu á hraðbát á tuttugu mílum þá þarf ekkert að spyrja að því.“
Dýr Akureyri Grímsey Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira