Tveir frambjóðendur hafa skilað meðmælum í öllum kjördæmum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. maí 2020 18:37 Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi eru sem stendur þeir einu sem hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands og skilað meðmælalistum í öllum kjördæmum landsins. Þetta kemur fram á vef RÚV. Þar er haft eftir Gesti Jónassyni, formanni yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, að búið sé að yfirfara lista beggja frambjóðenda. Ekkert sé við þá að athuga. Þá sagði hann að enginn annar en þeir Guðni og Guðmundur hefðu skilað listum áður en frestur til þess rann út. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands þarf forsetaefni að afla 1500 til 3000 undirskrifta kosningabærra manna. Meðmæli úr hverjum landsfjórðungi eiga þá að vera í réttu hlutfalli við kjósendatölu hvers fjórðungs, samkvæmt lögum um framboð og kjör forseta Íslands. Framboðsfrestur rennur út fyrir helgi Nú þegar frambjóðendur hafa skilað inn meðmælalistum er það hlutverk yfirkjörstjórna að fara yfir listana. Í kjölfarið gefa þær svo út vottorð sem frambjóðendur skila inn með framboði sínu, en framboðsfrestur rennur út á miðnætti á föstudaginn. Athygli vakti að Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti, safnaði undirskriftum fyrir framboð sitt á um það bil klukkustund. Í hádeginu 8. maí síðastliðinn tilkynnti hann að söfnun væri hafin. Jóhannes Jóhannesson, bróðir forsetans sem er hluti af framboðsteyminu, sagði á Facebook sama dag að lágmarksfjöldi hefði náðst um klukkustund eftir að söfnun hófst. Sjá einnig: Guðni náði lágmarkinu á klukkustund Í gær sagði Guðmundur Franklín, í samtali við Vísi, að hann væri nokkuð bjartsýnn á sigur í kosningunum. Þær fara fram þann 27. júní næstkomandi. „Ég er mjög vongóður. Finn fyrir gríðarlegum byr.“ Forseti Íslands Stjórnsýsla Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Hættur við forsetaframboð Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. 16. maí 2020 14:49 Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00 Ekki á forsetastóli setið þótt í framboð sé komið Allt stefnir í forsetakosningar hinn 27. júní næst komandi eftir að Guðmundur Franklín Jónsson tilkynnti um framboð sitt á sumardaginn fyrsta í gær. 24. apríl 2020 14:11 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi eru sem stendur þeir einu sem hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands og skilað meðmælalistum í öllum kjördæmum landsins. Þetta kemur fram á vef RÚV. Þar er haft eftir Gesti Jónassyni, formanni yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, að búið sé að yfirfara lista beggja frambjóðenda. Ekkert sé við þá að athuga. Þá sagði hann að enginn annar en þeir Guðni og Guðmundur hefðu skilað listum áður en frestur til þess rann út. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands þarf forsetaefni að afla 1500 til 3000 undirskrifta kosningabærra manna. Meðmæli úr hverjum landsfjórðungi eiga þá að vera í réttu hlutfalli við kjósendatölu hvers fjórðungs, samkvæmt lögum um framboð og kjör forseta Íslands. Framboðsfrestur rennur út fyrir helgi Nú þegar frambjóðendur hafa skilað inn meðmælalistum er það hlutverk yfirkjörstjórna að fara yfir listana. Í kjölfarið gefa þær svo út vottorð sem frambjóðendur skila inn með framboði sínu, en framboðsfrestur rennur út á miðnætti á föstudaginn. Athygli vakti að Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti, safnaði undirskriftum fyrir framboð sitt á um það bil klukkustund. Í hádeginu 8. maí síðastliðinn tilkynnti hann að söfnun væri hafin. Jóhannes Jóhannesson, bróðir forsetans sem er hluti af framboðsteyminu, sagði á Facebook sama dag að lágmarksfjöldi hefði náðst um klukkustund eftir að söfnun hófst. Sjá einnig: Guðni náði lágmarkinu á klukkustund Í gær sagði Guðmundur Franklín, í samtali við Vísi, að hann væri nokkuð bjartsýnn á sigur í kosningunum. Þær fara fram þann 27. júní næstkomandi. „Ég er mjög vongóður. Finn fyrir gríðarlegum byr.“
Forseti Íslands Stjórnsýsla Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Hættur við forsetaframboð Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. 16. maí 2020 14:49 Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00 Ekki á forsetastóli setið þótt í framboð sé komið Allt stefnir í forsetakosningar hinn 27. júní næst komandi eftir að Guðmundur Franklín Jónsson tilkynnti um framboð sitt á sumardaginn fyrsta í gær. 24. apríl 2020 14:11 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Hættur við forsetaframboð Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. 16. maí 2020 14:49
Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00
Ekki á forsetastóli setið þótt í framboð sé komið Allt stefnir í forsetakosningar hinn 27. júní næst komandi eftir að Guðmundur Franklín Jónsson tilkynnti um framboð sitt á sumardaginn fyrsta í gær. 24. apríl 2020 14:11