Sakar Boga um hræðsluáróður og hroka Sylvía Hall skrifar 21. maí 2020 21:25 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ. Vísir/Arnar Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Þetta kemur í bréfi Guðlaugar til félagsmanna sem sendur var eftir yfirlýsingu Boga til starfsmanna fyrr í kvöld. „Atvinnurekendur eiga ekki að skipta sér af störfum stéttarfélaga,“ skrifar Guðlaug í harðorðu bréfi til félagsmanna. Hún segir Boga reyna að sniðganga þá félagslegu forystu sem stéttin hafi valið sér til þess að gæta hagsmuna sinna í yfirstandandi samningaviðræðum. Guðlaug nefnir bréf Drífu Snædal, forseta ASÍ, til Halldórs Benjamín Þorbergssonar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir við framgöngu Boga. Þar var krafist þess að bæði Samtök atvinnulífsins og Bogi færu eftir reglum á vinnumarkaði og létu af þeim „hroka og vanvirðingu“ sem í framgöngu þeirra fælist. „Elsku félagsmenn, ég skil að þið eruð óttaslegin yfir stöðunni. [Ég] bið ykkur því að hafa fullan fyrirvara á þeim samanburði sem þarna er settur fram og bíða átekta eftir upplýsingum um innihald viðræðna frá samninganefndinni ykkar,“ skrifar Guðlaug. Að lokum segir hún samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands vera með fullan samningsvilja. Hún ætli þó ekki að láta „beygja sig í duftið“ og muni standa keik. Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. 21. maí 2020 19:19 Mikilvægt að samningar náist við flugfreyjur fyrir hlutafjárútboð Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda 21. maí 2020 14:45 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Þetta kemur í bréfi Guðlaugar til félagsmanna sem sendur var eftir yfirlýsingu Boga til starfsmanna fyrr í kvöld. „Atvinnurekendur eiga ekki að skipta sér af störfum stéttarfélaga,“ skrifar Guðlaug í harðorðu bréfi til félagsmanna. Hún segir Boga reyna að sniðganga þá félagslegu forystu sem stéttin hafi valið sér til þess að gæta hagsmuna sinna í yfirstandandi samningaviðræðum. Guðlaug nefnir bréf Drífu Snædal, forseta ASÍ, til Halldórs Benjamín Þorbergssonar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir við framgöngu Boga. Þar var krafist þess að bæði Samtök atvinnulífsins og Bogi færu eftir reglum á vinnumarkaði og létu af þeim „hroka og vanvirðingu“ sem í framgöngu þeirra fælist. „Elsku félagsmenn, ég skil að þið eruð óttaslegin yfir stöðunni. [Ég] bið ykkur því að hafa fullan fyrirvara á þeim samanburði sem þarna er settur fram og bíða átekta eftir upplýsingum um innihald viðræðna frá samninganefndinni ykkar,“ skrifar Guðlaug. Að lokum segir hún samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands vera með fullan samningsvilja. Hún ætli þó ekki að láta „beygja sig í duftið“ og muni standa keik.
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. 21. maí 2020 19:19 Mikilvægt að samningar náist við flugfreyjur fyrir hlutafjárútboð Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda 21. maí 2020 14:45 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. 21. maí 2020 19:19
Mikilvægt að samningar náist við flugfreyjur fyrir hlutafjárútboð Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda 21. maí 2020 14:45