Newport Convertible Engineering hefur kynnt nýjustu afurð sína, blæju útgáfu af Tesla Model 3.
Tesla smíðar í augnablikinu enga blæju bíla. Fyrirtækið byrjaði framleiðslu sína með Tesla Roadster sem var raunar bíll keyptur af Lotus og breytt í rafbíl. Elon Musk hefur lofað að næsta kynslóð blæjubíls frá Tesla komist næstum 1000 km. á hleðslunni og nái yfir 400 km. hraða á klukkustund.
Fyrir óþolinmótt fólk og efasemda raddir hefur Newport Convertible Engineering smíðað sína eigin útgáfu af blæju Teslu.

Newport Convertible Engineering hefur tekið toppinn af Range Rover bílum, Toyota Prius-um og Cadillac Escalade-um. Þá hefur fyrirtækið einnig tekið þakið af Tesla Model S.
Blæju útgáfan af Tesla Model 3 er enn fjögurra dyra og B pósturinn er áfram á sínum stað. Það er þónokkur vinna sem hefur farið í verkefnið. Toppurinn er orðinn að mjúku efni sem brýst auðveldlega saman ofan á skott bílsins.