Lilja og Guðni afboða sig á Íslensku tónlistarverðlaunin vegna veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2020 18:32 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/vilhelm Hvorki forseti Íslands né menntamálaráðherra munu mæta á Íslensku tónlistarverðlaunin sem veitt verða við hátíðlega athöfn í kvöld. Til stóð að þau yrðu bæði viðstödd verðlaunaafhendinguna en þau hafa afþakkað boðið vegna kórónuveirunnar, að því er fram kemur í svörum þeirra við fyrirspurnum fréttastofu. Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt í Hörpu í kvöld og hefst athöfnin klukkan 18:30. Verðlaunahátíðin hefur ekki verið blásin af vegna veirunnar líkt og fjölmargar fjöldasamkomur undanfarna daga en skipuleggjendur biðja viðstadda um að sýna ítrustu varkárni og fylgja tilmælum sóttvarnalæknis um snertingu og handþvott. Gert var ráð fyrir að bæði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands myndu mæta á tónlistarverðlaunin í kvöld. Fréttastofa sendi ráðuneytinu og forsetaritara fyrirspurn um hvort enn stæði til að Lilja og Guðni yrðu viðstödd í ljósi faraldurs kórónuveirunnar sem hér geisar. Í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins segir að Lilja muni ekki taka þátt í hátíðinni í ár vegna „þeirrar óvissu sem uppi er í tengslum við COVID-19“. Þá hafi skipuleggjendur verið upplýstir um þá ákvörðun fyrir hádegi í dag. Í svari forseta segir að síðustu daga hafi fjölmörgum viðburðum, sem honum hafi verið boðið á og ætlað að sækja, verið frestað eða aflýst. Skipuleggjendur þessara viðburða hafi þannig sýnt í verki samfélagslega ábyrgð. „Af virðingu við þá erfiðu en lofsverðu afstöðu ákvað ég að þiggja ekki boð um að vera við afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna í kvöld. Þeir, sem að þeim standa, vita að sú ákvörðun hefur engin áhrif á viðburðinn sjálfan og óska ég þeim, gestum og verðlaunahöfum alls velfarnaðar.“ Líkt og áður segir hefur fjölmörgum viðburðum verið frestað eða aflýst síðustu daga vegna kórónuveirunnar. Yfirvöld hafa ekki komið á samkomubanni hér á landi en í tilkynningu frá almannavörnum í dag kom þó fram að ekki sé útilokað að gripið verði til slíkra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Íslensku tónlistarverðlaunin Wuhan-veiran Forseti Íslands Tengdar fréttir Samkomubann í San Francisco og Warriors leikur væntanlega fyrir luktum dyrum Allar líkur eru á því að Golden State Warriors muni leika fyrir luktum dyrum í næstu heimaleikjum sínum vegna kórónuveirunnar en ESPN greinir frá þessu. 11. mars 2020 17:22 Hafa fundað leynilega vegna kórónuveirunnar síðan í janúar Leynd sem ríkt hefur yfir fundum bandarískra yfirvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar er talin hafa gert viðbrögð við henni erfiðari en ella. 11. mars 2020 18:16 Segir ekkert benda til þess að veiran smitist í lofti Sóttvarnalæknir segir tvær meginsmitleiðir COVID-19 veirunnar vera dropasmit og snertismit. 11. mars 2020 17:43 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Hvorki forseti Íslands né menntamálaráðherra munu mæta á Íslensku tónlistarverðlaunin sem veitt verða við hátíðlega athöfn í kvöld. Til stóð að þau yrðu bæði viðstödd verðlaunaafhendinguna en þau hafa afþakkað boðið vegna kórónuveirunnar, að því er fram kemur í svörum þeirra við fyrirspurnum fréttastofu. Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt í Hörpu í kvöld og hefst athöfnin klukkan 18:30. Verðlaunahátíðin hefur ekki verið blásin af vegna veirunnar líkt og fjölmargar fjöldasamkomur undanfarna daga en skipuleggjendur biðja viðstadda um að sýna ítrustu varkárni og fylgja tilmælum sóttvarnalæknis um snertingu og handþvott. Gert var ráð fyrir að bæði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands myndu mæta á tónlistarverðlaunin í kvöld. Fréttastofa sendi ráðuneytinu og forsetaritara fyrirspurn um hvort enn stæði til að Lilja og Guðni yrðu viðstödd í ljósi faraldurs kórónuveirunnar sem hér geisar. Í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins segir að Lilja muni ekki taka þátt í hátíðinni í ár vegna „þeirrar óvissu sem uppi er í tengslum við COVID-19“. Þá hafi skipuleggjendur verið upplýstir um þá ákvörðun fyrir hádegi í dag. Í svari forseta segir að síðustu daga hafi fjölmörgum viðburðum, sem honum hafi verið boðið á og ætlað að sækja, verið frestað eða aflýst. Skipuleggjendur þessara viðburða hafi þannig sýnt í verki samfélagslega ábyrgð. „Af virðingu við þá erfiðu en lofsverðu afstöðu ákvað ég að þiggja ekki boð um að vera við afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna í kvöld. Þeir, sem að þeim standa, vita að sú ákvörðun hefur engin áhrif á viðburðinn sjálfan og óska ég þeim, gestum og verðlaunahöfum alls velfarnaðar.“ Líkt og áður segir hefur fjölmörgum viðburðum verið frestað eða aflýst síðustu daga vegna kórónuveirunnar. Yfirvöld hafa ekki komið á samkomubanni hér á landi en í tilkynningu frá almannavörnum í dag kom þó fram að ekki sé útilokað að gripið verði til slíkra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.
Íslensku tónlistarverðlaunin Wuhan-veiran Forseti Íslands Tengdar fréttir Samkomubann í San Francisco og Warriors leikur væntanlega fyrir luktum dyrum Allar líkur eru á því að Golden State Warriors muni leika fyrir luktum dyrum í næstu heimaleikjum sínum vegna kórónuveirunnar en ESPN greinir frá þessu. 11. mars 2020 17:22 Hafa fundað leynilega vegna kórónuveirunnar síðan í janúar Leynd sem ríkt hefur yfir fundum bandarískra yfirvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar er talin hafa gert viðbrögð við henni erfiðari en ella. 11. mars 2020 18:16 Segir ekkert benda til þess að veiran smitist í lofti Sóttvarnalæknir segir tvær meginsmitleiðir COVID-19 veirunnar vera dropasmit og snertismit. 11. mars 2020 17:43 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Samkomubann í San Francisco og Warriors leikur væntanlega fyrir luktum dyrum Allar líkur eru á því að Golden State Warriors muni leika fyrir luktum dyrum í næstu heimaleikjum sínum vegna kórónuveirunnar en ESPN greinir frá þessu. 11. mars 2020 17:22
Hafa fundað leynilega vegna kórónuveirunnar síðan í janúar Leynd sem ríkt hefur yfir fundum bandarískra yfirvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar er talin hafa gert viðbrögð við henni erfiðari en ella. 11. mars 2020 18:16
Segir ekkert benda til þess að veiran smitist í lofti Sóttvarnalæknir segir tvær meginsmitleiðir COVID-19 veirunnar vera dropasmit og snertismit. 11. mars 2020 17:43