Fyrsta Evrópumótið í eFótbolta verður á Stöð 2 eSport um helgina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2020 17:45 Ítalir eru á meðal þátttökuliða á fyrsta Evrópumótinu í eFótbolta. getty/Pier Marco Tacca Fyrsta Evrópumótið í eFótbolta fer fram um helgina. Sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 eSport. Útsendingin á laugardaginn hefst klukkan 12:40 og lýkur klukkan 22:10. Á sunnudaginn hefst útsendingin klukkan 09:50 og lýkur klukkan 19:30. Þá kemur í ljós hver verður fyrsti Evrópumeistarinn í eFótbolta. Sextán lið keppa um helgina. Ísland tók þátt í undankeppninni en komst ekki í lokakeppnina. Eftirtaldar þjóðir berjast um fyrsta Evrópumeistaratitilinn í e-Fótbolta: Austurríki, Bosnía, Danmörk, Frakkland, Grikkland, Holland, Ísrael, Ítalía, Króatía, Lúxemborg, Rúmenía, Serbía, Spánn, Svartfjallaland, Tyrkland og Þýskaland. Keppt verður í Pro Evolution Soccer, eða PES 2020. Hver leikur er tíu mínútna langur. Leikið verður í fjórum fjögurra liða riðlum en síðan taka við átta liða úrslit, undanúrslit og loks úrslitaviðureignin. Í átta liða og undanúrslitunum þarf að vinna tvo leiki til að komast áfram. Í úrslitaviðureigninni þarf að vinna þrjá leiki til að standa uppi sem sigurvegari. Riðlaskiptinguna á EM í eFótbolta má sjá hér fyrir neðan. 1 DAY TO GO! The #eEURO2020 finals start tomorrow! Who are you supporting? Group A Group B Group C Group D pic.twitter.com/25xA4FcMAS— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) May 22, 2020 Rafíþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport
Fyrsta Evrópumótið í eFótbolta fer fram um helgina. Sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 eSport. Útsendingin á laugardaginn hefst klukkan 12:40 og lýkur klukkan 22:10. Á sunnudaginn hefst útsendingin klukkan 09:50 og lýkur klukkan 19:30. Þá kemur í ljós hver verður fyrsti Evrópumeistarinn í eFótbolta. Sextán lið keppa um helgina. Ísland tók þátt í undankeppninni en komst ekki í lokakeppnina. Eftirtaldar þjóðir berjast um fyrsta Evrópumeistaratitilinn í e-Fótbolta: Austurríki, Bosnía, Danmörk, Frakkland, Grikkland, Holland, Ísrael, Ítalía, Króatía, Lúxemborg, Rúmenía, Serbía, Spánn, Svartfjallaland, Tyrkland og Þýskaland. Keppt verður í Pro Evolution Soccer, eða PES 2020. Hver leikur er tíu mínútna langur. Leikið verður í fjórum fjögurra liða riðlum en síðan taka við átta liða úrslit, undanúrslit og loks úrslitaviðureignin. Í átta liða og undanúrslitunum þarf að vinna tvo leiki til að komast áfram. Í úrslitaviðureigninni þarf að vinna þrjá leiki til að standa uppi sem sigurvegari. Riðlaskiptinguna á EM í eFótbolta má sjá hér fyrir neðan. 1 DAY TO GO! The #eEURO2020 finals start tomorrow! Who are you supporting? Group A Group B Group C Group D pic.twitter.com/25xA4FcMAS— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) May 22, 2020
Rafíþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport