Skjálftinn var 5,2 að stærð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2020 10:33 Skjálftinn varð rétt fyrir klukkan hálf ellefu nærri Grindavík. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti að stærð 5,2 varð klukkan 10:26 nærri Grindavík. Skjálftans varð víða vart á suðvesturhorninu og fannst meðal annars greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi um klukkan 10:45 að stærð skjálftans væri um 5. Það gæti lítillega breyst sem varð raunin eftir nákvæmari úrvinnslu gagna. Skjálftinn varð um fjóra kílómetra norður af Grindavík eða á þeim slóðum þar sem landris varð fyrr á árinu sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissustigi á Reykjanesi. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er skjálftinn sem varð á jarðskjálftasprungu líklegast afleiðing spennubreytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu frá því í lok janúar. „Þessi skjálfti er nyrst á því svæði þar sem skjálftahrina var og tengdist landrisunu við Þorbjörn. Þó að landrisinu hafi í raun lokið um miðjan febrúar og dregið úr skjálftavirkni, þá hefur engu að síður verið næg spenna á svæðinu til staðar til að framkalla þennan skjálfta í dag.“ Skjálftinn í dag er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í október 2013. Þá varð skjálfti sem var 5,2 að stærð í nágreinni við Reykjanestá. Að kvöldi 16. september 1973 varð skjálfti upp á 5,3 um níu kílómetra norðaustur af Grindavík og í kjölfarið fylgdu allnokkrir skjálftar yfir fjórir að stærð. Allt í bylgjum Fréttastofu bárust ábendingar frá fólki víða á suðvesturhorninu. Dæmi eru um að fólk á Akranesi og jafnvel Búðardal hafi fundið fyrir skjálftanum. Íbúar í Njarðvík fundu mjög vel fyrir skjálftanum. Karl Ottesen er einn þeirra. „Ég sat í sófanum inni í stofu og það var allt í bylgjum,“ segir Karl. Hann hafi heyrt í dóttur sinni sem býr á svæðinu og hún hafi aldrei áður fundið jafn öflugan skjálfta þarna á svæðinu. Greinilegt er af ummælum fólks á samfélagsmiðlum að fólk víða á suðvesturhorninu fann verulega fyrir skjálftanum. Sá stærsti það sem af er ári Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík segir skjálftann sem reið yfir nálægt bænum fyrir stundu hafa verið þann öflugasta sem hefur fundist á svæðinu frá því jarðskjálftavirkni tók að aukast á svæðinu. Fannar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi verið ásamt öðru fólki á sviðsstjórafundi þegar skjálftinn reið yfir. Höggið hafi verið mikið en ekkert hafi þó hrunið úr hillum. Hann segir fólk hafa verið sammála um að þetta hafi verið öflugasti jarðskjálftinn hingað til. Að neðan má sjá uppfærða tilkynningu frá náttúruvársérfræðingum Veðurstofu Íslands. Innlegg klukkan 11:52 Stærð skjálftans hefur verið endurmetin og var hann M5.2 að stærð. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er skjálftinn sem varð á jarðskjálftasprungu líklegast afleiðing spennubreytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu frá því í lok janúar. Þessi skjálfti er nyrst á því svæði þar sem skjálftahrina var og tengdist landrisunu við Þorbjörn. Þó að landrisinu hafi í raun lokið um miðjan febrúar og dregið úr skjálftavirkni, þá hefur engu að síður verið næg spenna á svæðinu til staðar til að framkalla þennan skjálfta í dag.Skjálftinn í dag er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í október 2013. Þá varð skjálfti sem var M5.2 að stærð í nágreinni við Reykjanestá. Að kvöldi 16. september 1973 varð skjálfti M5.3 um 9km norðaustur af Grindavík og í kjölfarið fylgdu allnokkrir skjálftar yfir M4 að stærð. Innlegg Kl. 10.30 Snarpur jarðskjálfti varð kl. 10.26 á Reykjanesinu. Óyfirfarnar niðurstöður benda til þess að stærðin hafi verið um M5.2 að stæðr og hafi átt upptök skammt frá Grindavík. Nánari upplýsingar verða birtar síðar. Vefur Veðurstofunnar er óvenju hægur vegna álags og biðjumst við velvirðingar á því. Vel á annað hundrað tilkynningar hafa borist Veðurstofunni frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. Nýjustu fréttir verða einnig birtar á Facebook síður Veðurstofunnar. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 5,2 varð klukkan 10:26 nærri Grindavík. Skjálftans varð víða vart á suðvesturhorninu og fannst meðal annars greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi um klukkan 10:45 að stærð skjálftans væri um 5. Það gæti lítillega breyst sem varð raunin eftir nákvæmari úrvinnslu gagna. Skjálftinn varð um fjóra kílómetra norður af Grindavík eða á þeim slóðum þar sem landris varð fyrr á árinu sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissustigi á Reykjanesi. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er skjálftinn sem varð á jarðskjálftasprungu líklegast afleiðing spennubreytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu frá því í lok janúar. „Þessi skjálfti er nyrst á því svæði þar sem skjálftahrina var og tengdist landrisunu við Þorbjörn. Þó að landrisinu hafi í raun lokið um miðjan febrúar og dregið úr skjálftavirkni, þá hefur engu að síður verið næg spenna á svæðinu til staðar til að framkalla þennan skjálfta í dag.“ Skjálftinn í dag er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í október 2013. Þá varð skjálfti sem var 5,2 að stærð í nágreinni við Reykjanestá. Að kvöldi 16. september 1973 varð skjálfti upp á 5,3 um níu kílómetra norðaustur af Grindavík og í kjölfarið fylgdu allnokkrir skjálftar yfir fjórir að stærð. Allt í bylgjum Fréttastofu bárust ábendingar frá fólki víða á suðvesturhorninu. Dæmi eru um að fólk á Akranesi og jafnvel Búðardal hafi fundið fyrir skjálftanum. Íbúar í Njarðvík fundu mjög vel fyrir skjálftanum. Karl Ottesen er einn þeirra. „Ég sat í sófanum inni í stofu og það var allt í bylgjum,“ segir Karl. Hann hafi heyrt í dóttur sinni sem býr á svæðinu og hún hafi aldrei áður fundið jafn öflugan skjálfta þarna á svæðinu. Greinilegt er af ummælum fólks á samfélagsmiðlum að fólk víða á suðvesturhorninu fann verulega fyrir skjálftanum. Sá stærsti það sem af er ári Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík segir skjálftann sem reið yfir nálægt bænum fyrir stundu hafa verið þann öflugasta sem hefur fundist á svæðinu frá því jarðskjálftavirkni tók að aukast á svæðinu. Fannar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi verið ásamt öðru fólki á sviðsstjórafundi þegar skjálftinn reið yfir. Höggið hafi verið mikið en ekkert hafi þó hrunið úr hillum. Hann segir fólk hafa verið sammála um að þetta hafi verið öflugasti jarðskjálftinn hingað til. Að neðan má sjá uppfærða tilkynningu frá náttúruvársérfræðingum Veðurstofu Íslands. Innlegg klukkan 11:52 Stærð skjálftans hefur verið endurmetin og var hann M5.2 að stærð. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er skjálftinn sem varð á jarðskjálftasprungu líklegast afleiðing spennubreytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu frá því í lok janúar. Þessi skjálfti er nyrst á því svæði þar sem skjálftahrina var og tengdist landrisunu við Þorbjörn. Þó að landrisinu hafi í raun lokið um miðjan febrúar og dregið úr skjálftavirkni, þá hefur engu að síður verið næg spenna á svæðinu til staðar til að framkalla þennan skjálfta í dag.Skjálftinn í dag er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í október 2013. Þá varð skjálfti sem var M5.2 að stærð í nágreinni við Reykjanestá. Að kvöldi 16. september 1973 varð skjálfti M5.3 um 9km norðaustur af Grindavík og í kjölfarið fylgdu allnokkrir skjálftar yfir M4 að stærð. Innlegg Kl. 10.30 Snarpur jarðskjálfti varð kl. 10.26 á Reykjanesinu. Óyfirfarnar niðurstöður benda til þess að stærðin hafi verið um M5.2 að stæðr og hafi átt upptök skammt frá Grindavík. Nánari upplýsingar verða birtar síðar. Vefur Veðurstofunnar er óvenju hægur vegna álags og biðjumst við velvirðingar á því. Vel á annað hundrað tilkynningar hafa borist Veðurstofunni frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. Nýjustu fréttir verða einnig birtar á Facebook síður Veðurstofunnar.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira