Fleiri leita aðstoðar hjá Kvennaráðgjöfinni og Bjarkarhlíð Nadine Guðrún Yaghi og Andri Eysteinsson skrifa 24. maí 2020 09:38 Þorbjörg Inga Jónsdóttir stjórnarformaður Bjarkarhlíðar og lögfræðingur hjá Kvennaráðgjöfinni Fjölgað hefur í hópi þeirra sem leita lögfræðiráðgjafar hjá Kvennaráðgjöfinni og Bjarkarhlíð. Lögfræðingur segir teikn á lofti um að skilnuðum sé að fjölga og mál séu farin að þyngjast. Heimilisofbeldismálum hefur fjölgað hér á landi vegna COVID-19 faraldursins. Lögregla hefur verið kölluð út vegna slíkra mála í auknum mæli og þá hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis að undanförnu. „Þegar við byrjum á þessu COVID-ástandi þá varð aukning varðandi lögfræðiráðgjöfina, bæði urðum við varar við auknar komur beint til kvennaráðgjafarinnar og líka til Bjarkarhlíðar þar sem fólk var að velta fyrir sér fjárhagsstöðu sinni, réttindum varðandi eignaskipti, yfirráð yfir fjármunum sem eru auðvitað oft tengd ofbeldismálum,“ segir Þorbjörg Inga Jónsdóttir, stjórnarformaður Bjarkarhlíðar og lögfræðingur hjá Kvennaráðgjöfinni. Þá séu teikn á lofti um að skilnuðum hafi fjölgað. „Það er auðvitað mikið álag á fjölskyldunum bæði út af þessu ástandi sem veldur svona persónulegu álagi og svo líka út af fjárhagsstöðu, margir að missa vinnuna og tapa tekjum af ýmsum ástæðum,“ sagði Þorbjörg. Þá segir Þorbjörg að málin séu að versna. „Það er svona ákveðinn þungi sem mér finnst ég verða vör við. Þessi vilji til að setja börnin inn í deiluna til dæmis. Mér finnst við ganga töluvert lengra í þeim málum en verið hefur. Maður veltir því fyrir sér hvort barnaverndarnefnd þurfi að koma þar sterkar inn. Fólk sem verður fyrir ofbeldi í nánum samböndum leitar sér lögfræðiaðstoðar þar sem það veit oft ekki hvaða rétt það á. „Hver staðan er á málunum í rannsókn og ákæruferli hjá hinu opinbera. Hvað það tekur hugsanlega langan tíma að fá niðurstöðu í svona mál sem skiptir fólk miklu máli,“ sagði Þorbjörg. Fólk í þessari stöðu eigi rétt á réttargæslumanni og skaðabótum. Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Fjölgað hefur í hópi þeirra sem leita lögfræðiráðgjafar hjá Kvennaráðgjöfinni og Bjarkarhlíð. Lögfræðingur segir teikn á lofti um að skilnuðum sé að fjölga og mál séu farin að þyngjast. Heimilisofbeldismálum hefur fjölgað hér á landi vegna COVID-19 faraldursins. Lögregla hefur verið kölluð út vegna slíkra mála í auknum mæli og þá hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis að undanförnu. „Þegar við byrjum á þessu COVID-ástandi þá varð aukning varðandi lögfræðiráðgjöfina, bæði urðum við varar við auknar komur beint til kvennaráðgjafarinnar og líka til Bjarkarhlíðar þar sem fólk var að velta fyrir sér fjárhagsstöðu sinni, réttindum varðandi eignaskipti, yfirráð yfir fjármunum sem eru auðvitað oft tengd ofbeldismálum,“ segir Þorbjörg Inga Jónsdóttir, stjórnarformaður Bjarkarhlíðar og lögfræðingur hjá Kvennaráðgjöfinni. Þá séu teikn á lofti um að skilnuðum hafi fjölgað. „Það er auðvitað mikið álag á fjölskyldunum bæði út af þessu ástandi sem veldur svona persónulegu álagi og svo líka út af fjárhagsstöðu, margir að missa vinnuna og tapa tekjum af ýmsum ástæðum,“ sagði Þorbjörg. Þá segir Þorbjörg að málin séu að versna. „Það er svona ákveðinn þungi sem mér finnst ég verða vör við. Þessi vilji til að setja börnin inn í deiluna til dæmis. Mér finnst við ganga töluvert lengra í þeim málum en verið hefur. Maður veltir því fyrir sér hvort barnaverndarnefnd þurfi að koma þar sterkar inn. Fólk sem verður fyrir ofbeldi í nánum samböndum leitar sér lögfræðiaðstoðar þar sem það veit oft ekki hvaða rétt það á. „Hver staðan er á málunum í rannsókn og ákæruferli hjá hinu opinbera. Hvað það tekur hugsanlega langan tíma að fá niðurstöðu í svona mál sem skiptir fólk miklu máli,“ sagði Þorbjörg. Fólk í þessari stöðu eigi rétt á réttargæslumanni og skaðabótum.
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira