Fótbolti

Strákarnir hans Nagelsmann niðurlægðu Mainz

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nagelsmann á hliðarlínunni en hann er að gera góða hluti í Leipzig.
Nagelsmann á hliðarlínunni en hann er að gera góða hluti í Leipzig. vísir/getty

Leipzig komst aftur upp í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa niðurlægð Mainz á útivelli, 5-0, í 27. umferðinni en leikið var bak við luktar dyr í Mainz.

Timo Werner skoraði fyrsta markið á 11. mínútu og tólf mínútum síðar tvöfaldaði Daninn Yussuf Poulsen muninn. Marcel Sabitzer gerði þriðja markið níu mínútum fyrir hlé og staðan 3-0 í leikhlé.

Timo Werner var ekki hættur því hann skoraði annað mark sitt og fjórða mark Leipzig á 48. mínútu en Werner innsiglaði svo þrennuna stundarfjórðungi fyrir leikslok. Lokatölur 5-0.

Leipzig er í 3. sæti deildarinnar með 54 stig en liðið er þremur stigum á eftir Dortmund í 2. sætinu. Mainz er í 15. sætinu, fjórum stigum frá umpilssæti um fall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×