Verndum börnin okkar, segir framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Heimsljós 17. apríl 2020 16:42 Fouad Choufany/ UNICEF Efnahagslegar afleiðingar vegna kórónaveirunnar gætu leitt til dauðsfalla hundruð þúsunda barna. Samdrátturinn í efnahagslífi í heiminum gæti leitt til þess að allur sá árangur sem náðst hefur á síðustu árum að draga úr barnadauða gæti horfið eins og dögg fyrir sólu, að því er segir í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til brýnna aðgerða til að styðja börn andspænis kreppunni. „Þótt börn hafi að mestu sloppið við alvarlegustu einkenni veikinnar hefur lífi þeirra verið umturnað,“ segir hann og hvetur fjölskyldur um heim allan og leiðtoga á öllum sviðum að slá skjaldborg um börn. Skólum víða um heim hefur verið lokað og Sameinuðu þjóðirnar telja að um 1,5 milljarður barna í hartnær 190 ríkjum fái nú enga formlega menntun. En það er ekki aðeins menntunin sem börnin fara á mis við því 310 milljónir barna verða af daglegum skólamáltíðum. Ástæða sé því til að hafa áhyggjur af næringu barna meðan skólar eru lokaðir. Guterres minnir á að áður en farsóttin skall á hafi vannæring og vaxtarhömlun verið óviðunandi. Í skýrslunni er jafnframt sögð vera ástæða til að vera á varðbergi vegna notkunar barna á netinu. Sífellt fleiri börn séu á netinu meðan á tímum farsóttarinnar. Félagslíf margra barna snúist nú algjörlega um skjáinn. Þau séu berskjaldaðri en áður fyrir kynferðislegri misnotkun, áreiti, ofbeldi og einelti. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent
Efnahagslegar afleiðingar vegna kórónaveirunnar gætu leitt til dauðsfalla hundruð þúsunda barna. Samdrátturinn í efnahagslífi í heiminum gæti leitt til þess að allur sá árangur sem náðst hefur á síðustu árum að draga úr barnadauða gæti horfið eins og dögg fyrir sólu, að því er segir í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til brýnna aðgerða til að styðja börn andspænis kreppunni. „Þótt börn hafi að mestu sloppið við alvarlegustu einkenni veikinnar hefur lífi þeirra verið umturnað,“ segir hann og hvetur fjölskyldur um heim allan og leiðtoga á öllum sviðum að slá skjaldborg um börn. Skólum víða um heim hefur verið lokað og Sameinuðu þjóðirnar telja að um 1,5 milljarður barna í hartnær 190 ríkjum fái nú enga formlega menntun. En það er ekki aðeins menntunin sem börnin fara á mis við því 310 milljónir barna verða af daglegum skólamáltíðum. Ástæða sé því til að hafa áhyggjur af næringu barna meðan skólar eru lokaðir. Guterres minnir á að áður en farsóttin skall á hafi vannæring og vaxtarhömlun verið óviðunandi. Í skýrslunni er jafnframt sögð vera ástæða til að vera á varðbergi vegna notkunar barna á netinu. Sífellt fleiri börn séu á netinu meðan á tímum farsóttarinnar. Félagslíf margra barna snúist nú algjörlega um skjáinn. Þau séu berskjaldaðri en áður fyrir kynferðislegri misnotkun, áreiti, ofbeldi og einelti. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent